Rekstrarlandi verður lokað

Rekstrarland hefur verið starfrækt síðan árið 2013.
Rekstrarland hefur verið starfrækt síðan árið 2013. Árni Sæberg

Rekstrarlandi, verslun Olís með rekstrarvörur í Vatnagörðum 10 í Reykjavík, verður lokað í núverandi mynd á vormánuðum. Ákvörðunin er hluti af viðameiri endurskipulagningaraðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi stórnotendasölu innan samstæðu Haga, en Olís er dótturfélag Haga. Eftir lokun Rekstrarlands mun ný eining innan Haga starfrækja sýningarsal og söluskrifstofu sem sinnir verkefnum Rekstrarlands. Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís staðfestir þetta í samtali við ViðskiptaMoggann.

Rekstrarland opnaði upphaflega í Skeifunni 11 árið 2013.

„Þessi endurskipulagning snýr að fyrirkomulagi stórnotendasölu innan Haga og þjónustuskipulagi útibúanets Olís til lengri tíma. Breytingin kemur annars vegar til með að fela í sér að á vormánuðum verða þrír vöruflokkar færðir úr Olís inn í nýja einingu innan Haga, þ.e. hreinlætis-, rekstrar- og heilbrigðisvörur,“ segir Frosti.

Hann segir að þetta hafi talsverð áhrif á starfsemi útibúa Olís um allt land. 

15 – 20 missa vinnuna

Aðspurður segir Frosti að vegna breytinganna muni 15 – 20 manns verða sagt upp störfum. „Einhverjir flytjast til í starfi og fara í hina nýju einingu Haga,“ segir Frosti.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK