Gæti markað kaflaskil í þróunaraðstoð

Ragnar Árnason og Gunnar Haraldsson fóru nýverið til Úganda.
Ragnar Árnason og Gunnar Haraldsson fóru nýverið til Úganda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Gunnar Haraldsson hafa lagt til leiðir til að stórauka arðsemi veiða í stærsta vatni Afríku.

Um er að ræða Viktoríuvatn en það er þriðja stærsta stöðuvatn heims.

Vatnið skiptist milli þriggja landa og er hlutur Tansaníu 51%, hlutur Úganda 43% og hlutur Kenía 6% en samanlagt búa um 160 milljónir manna í löndunum þremur.

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, væntir þess að þróuð ríki muni leggja lóð á vogarskálarnar.

Miklu fé verið sólundað

„Við eigum von á að það verði mikill vilji til að taka þátt í verkefninu sem felur í sér vonarneista. Menn hafa enda verið að klúðra þessum þróunarmálum upp á hundruð, ef ekki þúsundir milljóna bandaríkjadala, á undanförnum árum,“ segir Ragnar en verkefnið er komið nokkra mánuði á leið.

Gunnar tekur undir þetta og segir miklum fjármunum hafa verið varið í þróunarstarf, og allt af góðum vilja, en árangurinn ekki verið í samræmi við væntingar. Þar með talið við að bæta stjórn fiskveiða.

„Við Ragnar höfum báðir reynslu af því að starfa víða um heim að þessum málum. Mín tilfinning og upplifun er sú að það séu að verða kaflaskil í þróunaraðstoð við fiskveiðar. Þarna erum við að tala um nýtt stjórnkerfi en um leið er hugsunin sú að fólkið sem stundar þessar veiðar, og lifir af þeim, öðlist réttindi sem styrki fólkið til sjálfsbjargar og til að bæta framtíð sína, horft langt fram á veginn.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK