Hæsta gengi Icelandair síðan bréfin hrundu

Hart er í ári hjá flugfélögum víða um heim. Icelandair …
Hart er í ári hjá flugfélögum víða um heim. Icelandair hefur þó verið á nokkru flugi í Kauphöllinni undanfarnar vikur. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréfaverð Icelandair endaði daginn í 2,01 krónum sem er hæsta gengi bréfanna við lok viðskipta síðan verð þeirra hrundi í byrjun kórónuveirufaraldursins.

Það sem af er þessu ári hafa bréfin hækkað um 10% og hefur verð þeirra tvöfaldast frá hlutafjárútboði félagsins í september 2020, en útboðsgengi á hvern hlut var ein króna.

Gengi hlutabréfa Play hafa hækkað um 6% það sem af …
Gengi hlutabréfa Play hafa hækkað um 6% það sem af er ári. Ljósmynd/Aðsend

Flugfélög hækka vestanhafs

Aukinn áhugi fjárfesta á félaginu og öðrum flugfélögum má líklega rekja til meiri bjartsýni í fluggeiranum. Bréf Play hækkuðu lítilega í dag en hafa hækkað um 6% það sem af er ári.

Fjárfestar virðast hafa minni áhyggjur af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar, en ef horft er til Bandaríkjanna er sömu sögu að segja þar.

Bréf flugfélagsins Delta eru búin að hækka um 4% og bréf American Airlines búin að hækka um tæp 5% það sem af er þessum degi en markaðir eru enn opnir vestanhafs.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK