ALP hagnast um 245 milljónir

ALP rekur Avis og Budget og er til húsa í …
ALP rekur Avis og Budget og er til húsa í Holtagörðum í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bílaleigan ALP, sem rekur Avis og Budget, var rekin með 245 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Það eru talsverð umskipti frá árinu á undan þegar leigan var rekin með rúmlega 800 milljóna króna tapi.

Tekjur á síðasta ári námu 3,1 milljarði króna og jukust um 58% milli ára. Tekjurnar voru tæpir tveir milljarðar árið 2020, en faraldurinn hefur sett stórt strik í rekstur ALP síðustu misseri eins og hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.

EBITDA-rekstrarhagnaður var 1,4 milljarðar en var 535 milljónir árið á undan.

Í söluferli

Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrr í vikunni er ALP nú í söluferli. Eigendur bílaleigunnar eru norska fjárfestingarfélagið RAC Group, sem á 45,9% hlut, og Ljúfur ehf. sem á 54,1%.

Eins og fram kom í samtali Morgunblaðsins við forstjóra RAC Group, Dag Andre Johanesen, telur hann að nú sé góður tími til að selja fyrirtækið enda ferðaþjónustan að rétta úr kútnum á ný. tobj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK