Lækka skatta vegna hækkunar fasteignamats

Ásdís Kristjánsdóttir, nýr bæjarstjóri Kópavogs.
Ásdís Kristjánsdóttir, nýr bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Hallur Már

Ásdís Kristjánsdóttir, nýr bæjarstjóri Kópavogs, segir í samtali við mbl.is að sveitarfélagið ætli að lækka skatta vegna hækkunar fasteignamats.

„Í sáttmála nýs meirihluta sem ber heitið „Áttaviti til árangurs“ er tiltekið að fasteignaskattar lækki til að koma til móts við frekari hækkun fasteignaverðs enda má í raun segja að bæjarfélagið sé áfram að veita sömu þjónustu þrátt fyrir hækkun fasteignaverðs. Með þessu erum við koma til móts við þessar hækkanir,“ segir Ásdís.

Sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati Þjóðskrár Íslands fyr­ir árið 2023 hækkar heild­armat fast­eigna á Íslandi um 19,9% frá yf­ir­stand­andi ári. Al­mennt er hækk­un á íbúðarmati á höfuðborg­ar­svæðinu 23,6%.

Bein áhrif á heimili og fyrirtæki

„Miklar hækkanir á fasteignamarkaði hafa meðal annars ýtt undir hækkun vaxta sem hefur bein áhrif á heimili og fyrirtæki,“ segir Ásdís.

„Mikilvægt er að sveitarfélögin haldi áfram að úthluta lóðum til uppbyggingar svo jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Kópavogur mun axla ábyrgð og ég vænti að önnur sveitarfélög geri slíkt hið sama. Í tilfelli Kópavogs er takmarkað landrými til að byggja upp ný hverfi en framundan er þó áhugaverð uppbygging og áframhaldandi þétting byggðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK