EFTA ógildir ákvörðun ESA í máli Sýnar

EFTA taldi að ákvörðun ESA hafi verið illa ígrunduð.
EFTA taldi að ákvörðun ESA hafi verið illa ígrunduð. mbl.is/Hari

EFTA-dómstóllinn hefur ógilt úrskurð eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að ríkisaðstoð Íslands til Farice ehf. vegna sæstrengs hafi verið í samræmi við evrópska efnahagssamningsins. Í dómi dómstólsins sem kveðinn var upp í dag kemur fram að ESA hafi í úrskurði sínum ekki gengið úr skugga um lögmæti umræddrar ríkisaðstoðar. 

Farice, sem er félag í fullri eigu ríkisins, hafði fengið ríkisaðstoð vegna lagningu nýs fjarskiptasæstrengs frá Hafnarvík í Þorlákshöfn til Calway á Írlandi.

Upphaf málsins má rekja til þess að fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. hafði leitað til ESA til að fá ákvörðun um ríkisaðstoð til Farice vegna fyrirhugaða fjárfestinga í sæstreng ógilta, en árið 2019 skrifaði Sýn og Nordavid undir samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands.

Ríkisaðstoð vegna sæstrengs 

Sýn hafði leitað til ESA til að fá ákvörðun um ríkisaðstoð til Farice vegna fyrirhugaðra fjárfestinga í sæstreng ógilta.

ESA féllst ekki á kröfu Sýn og taldi að ríkisaðstoðin væri í samræmi við samninginn um evrópska efnahagssvæðið, enda fór ríkisaðstoðin ekki gegn ákvæðum samningsins þar sem aðstoðin var veitt til að greiða fyrir þróun ákveðinna greina efnahagslífsins eða efnahagssvæðis og var aðstoðin ekki talin hafa svo óhagstæð áhrif á viðskiptaskilyrði að farið væri gegn sameiginlegum hagsmunum.

Ákvörðun ESA illa ígrunduð

Málið rataði svo til dómstóls EFTA sem tók m.a. til skoðunar hvort ESA hafi með réttu átt að efast um lögmæti ríkisaðstoðar Íslands til Farice. Í dómi dómstólsins er kveðið á um að ákvörðun ESA hafi verið illa ígrunduð sem og að úrskurðurinn sjálfur hafi verið haldinn ýmsum annmörkum. Í dóminum segir að Sýn hafi vakið athygli á að ESA hafi verið meðvitað um gögn sem ýttu undir nánari athugun ESA á lögmæti ríkisaðstoðar Íslands til Farice.

Dómstóllinn telur að ESA hafi dæmt íslenskum yfirvöldum og Farice í vil þrátt fyrir að ESA hafi með réttu átt að efast um lögmæti umræddrar ríkisaðstoðar. Dómstóllinn dæmdi því úrskurð ESA ógildan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK