Spá 0,75% hækkun stýrivaxta

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,75 prósentustig í næstu viku.

Segir í Hagsjá deildarinnar að ef spáin gengur eftir fari meginvextir bankans, sjö daga bundin innlán, úr 3,75% í 4,5%. Verða vextirnir þá jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd hóf að lækka vexti 2019.

Í þjóðhagsspánni í maí spáði hagfræðideildin að stýrivextir yrðu hækkaði um 0,5% prósentustig í júní.

Líklegt að tekin verði stærri skref

„Þróunin síðan gerir það að verkum að við teljum núna líklegt að nefndin taki stærri skref. Verðbólguhorfur hafa versnað, gögn um innlenda kortaveltu sýna að eftirspurnarþrýstingur er mikill og tölur hafa birst sem sýndu mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í Hagsjánni.

Kemur fram að versnandi verðbólguhorfur styðji þá ákvörðun um að hækka stýrivexti aftur, heimsmarkaðsverð á hrávörum hefur hækkað og verðbólgutölur í helstu hagkerfum heims hafa verði yfir væntingum. Á sama tíma hafi lítið gerst sem bendir til þess að byrjað sé að hægja á fasteignamarkaði hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK