Verðlag enn á uppleið

Þegar Ásgeir Jónsson tók við sem seðlabankastjóri í ágúst 2019 …
Þegar Ásgeir Jónsson tók við sem seðlabankastjóri í ágúst 2019 voru stýrivextir 3,75%. Lægst fóru þeir í 0,75% 18. nóvember 2020. Nú eru þeir 4,75%. Flest bendir til að þeir muni hækka enn frekar á næstu misserum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í ítarlegu viðtali í Dagmálum að Seðlabankinn sé reiðubúinn að grípa til mun meiri stýrivaxtahækkana en nú til þess að kveða verðbólguna niður. Bankinn tilkynnti um stýrivaxtahækkun í gær. Nemur hún einni prósentu og eru vextirnir nú 4,75%. Hann kveðst þó vonast til að aðgerðir bankans verði ekki svo harkalegar að það leiði til mikils atvinnuleysis.

Hann segir að leysa verði framboðsvandann á húsnæðismarkaði en þar til það gerist hafi Seðlabankinn ekki önnur ráð en þau að tempra eftirspurnarhliðina.

„Það eina sem við getum gert er að þrýsta eftirspurninni niður. Það er óyndislegt. Við erum þá að reyna að pína fólk til að bíða þar til framboðið er komið.“

Hann ítrekar þó að stýritæki bankans geti dugað til þess að ná tökum á stöðunni og að stýrivaxtahækkunin í gær sé til þess gerð að verja kaupmátt og þannig sé hún jákvætt framlag í kjarasamningagerð haustsins en sé ekki óvinsamleg aðgerð sem beint sé gegn almenningi og launafólki. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK