Segja fyrir um framboð og verð á fiski

Anna Björk Theodórsdóttir.
Anna Björk Theodórsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sprotafyrirtækið Oceans hagnýtir upplýsingar sem uppfærðar eru daglega og ýmiss konar gagnauppsprettur til að segja fyrir um framboð og verð á einstökum fisktegundum.

Anna Björk Theodórsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Oceans, segir í samtali við Morgunblaðið að sér til halds og trausts í starfseminni hafi hún hugbúnaðarfyrirtækið Datalab sem jafnframt er hluthafi í Oceans. „Hjá Datalab vinnur landslið Íslendinga í gagnavísindum og gervigreind,“ segir Anna.

Sameiginleg ástríða

Hún segir að þau Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi Datalab hafi þekkst í nokkur ár og deili sameiginlegri ástríðu fyrir hagnýtingu gagna.

Anna hefur langa reynslu af vinnu með gögn í sjávarútvegi en hún var einn eigenda Sea Data Center sem selt var til Maritech á síðasta ári. Þá er hún alin upp í saltfiskfyrirtæki fjölskyldu sinnar í Garðinum og hefur því unnið við sjávarútveg frá blautu barnsbeini.

Teymið sem vinnur að lausninni: Ágúst Heiðar Gunnarsson, Brynjólfur Borgar …
Teymið sem vinnur að lausninni: Ágúst Heiðar Gunnarsson, Brynjólfur Borgar Jónsson, Bjarni Bragi Jónsson, Anna, Axel Örn Jansson, Dennis Mattsson og Stella Kristín Hallgrímsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurð um sérstöðu Oceans segir Anna að ekkert fyrirtæki hér á landi vinni með sama hætti og Oceans gerir. „Það eru ýmsir aðilar að taka saman gögn og tölur fyrir sjávarútveginn og vinna úr þeim en það er enginn annar að beita aðferðafræði gagnavísinda og gervigreindar til að finna mynstur í gögnum. Við erum að skoða breytur sem hafa ekki verið skoðaðar áður.“

Þar á Anna við skoðun fyrirtækisins á framboðshliðinni. „Við erum að segja fyrir um aflamagnið sem bátar koma með að landi,“ segir Anna og líkir starfseminni við veðurspádóma.

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK