Sátt verði að ríkja um aðferðafræðina

Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að losa um eignarhald ríkissjóðs í Íslandsbanka.

Hún segir aftur á móti í samtali við mbl.is að það sé vandséð að það muni gerast á þessu kjörtímabili nema að það ríki sátt um aðferðafræðina.

Með augun á eignarhaldinu

„Það er ekki hægt að fara í svona umfangsmiklar breytingar á fjármálakerfi eins ríkis nema í skrefum. Vel útfærðum og úthugsuðum skrefum sem búa til traust og trúverðugleika.

Við erum með augun á eignarhaldinu en við verðum að gera þetta þannig að það ríki sátt í samfélaginu um þau skref sem við erum að taka. Ég held að samfélagið sé sammála því að það eigi að losa um hlutinn en aðferðafræðin þarf að vera þannig að hún sé hafin yfir vafa.“

Ekki vænlegt til framtíðar

Nefnir hún að eignarhald ríkisjóðs í fjármálakerfinu sé gríðarlegt miðað við önnur ríki og það sé ekki vænlegt til framtíðar.

„Fyrsti hluti sölunnar [á Íslandsbanka] var mjög vel heppnaður, allt opið og gagnsætt. Okkur tókst mjög vel til þar. Nú er verið að skoða seinni hlutann, þar var önnur aðferðarfræði og hún var áhættusamari, sem við fundum fyrir. En við eigum að halda áfram á þessari vegferð,“ segir Lilja.

„Ég er með mjög sterka skoðun á því hvernig við förum í þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK