Gasverð nær sex mánaða hámarki í Evrópu

Gasverð náði í dag sex mánaða hámarki í Evrópu.
Gasverð náði í dag sex mánaða hámarki í Evrópu. AFP

Gasverð náði í dag sex mánaða hámarki í Evrópu og ýtir þar með undir áhyggjur af kreppu, er álfan býr sig undir möguleikann á frekari skerðingu frá Rússlandi í kjölfar innrásar í Úkraínu.

Þá lækkaði olíuverð enn frekar í dag eftir að hafa fallið um 5% vegna ótta við að eftirspurn muni fari minnkandi vegna kreppu eða hægs vöxts í stórum hagkerfum eins og í Kína. 

Líklegt til að valda kreppu

„Orkuverð er að hækka í Evrópu,“ sagði Fawad Razaqzada, markaðsfræðingur á City Index og Forex. „20% skerðing á orkusendingum frá Rússlandi í gegnum Nord Stream-gas­leiðsluna hefur aukið líkurnar á skömmtunum næstu mánuðina,“ bætti hann við.

Hækkandi gasverð er líklegt til að valda kreppu víða um Evrópu og auka eftirspurn eftir öðrum orkuauðlindum, til dæmis olíu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK