Ísland er mikilvægasti markaðurinn fyrir 66°Norður

Ísland er og verður mikilvægast markaður 66°Norður, jafnvel þó svo að sala á vörum félagsins gangi vel erlendis og muni á einhverjum tímapunkti gefa meiri tekjur en sala hér á landi.

Þetta segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri og einn eiganda Sjóklæðagerðarinnar, sem rekur 66°Norður, í nýjum þætti Dagmála.

Í þættinum er meðal annar rætt um framþróun í verslunum og netsölu. 66°Norður opnaði undir lok júlí nýja verslun við Hafnartorg, sem staðsett er við hlið Edition-hótelsins og nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Verslunin er ellefta verslun félagsins hér á landi en þá hefur umtalsverðu fjármagni verið varið í endurbætur á öðrum verslunum félagsins á liðnum árum samhliða því sem aukin áhersla er lögð á sölu á netinu. Félagið rekur jafnframt tvær verslanir í Danmörku en stefnir að því að opna verslun við Regent Street í Lundúnum í nóvember. Í þættinum ræðir Helgi Rúnar um það hvernig sú opnun hefur verið undirbúin og af hverju verið sé að opna verslun í Bretlandi.

Hann segir þó að Ísland verði alltaf mikilvægast markaður félagsins.

„Mér er alveg sama þótt að annar erlendur markaður verði stærri í tekjum, Ísland mun samt alltaf vera okkar mikilvægasti markaður. Það er héðan sem við komum, fyrirtækið er stofnað hér og það mikilvægasta fyrir okkur er að við séum viðeigandi fyrir íslenska neytendur. Ef við töpum því þá erum við búin að tapa tengingu við rætur okkar,“ segir Helgi Rúnar í viðtalinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK