Opnun Parliament Hotel tefst enn

Hótelið er flestum kunnugt sem gamla Landssímahúsið við Austurvöll.
Hótelið er flestum kunnugt sem gamla Landssímahúsið við Austurvöll. mbl.is/Árni Sæberg

Frekari tafir hafa orðið á opnun Parliament Hotel við Austurvöll, en hótelið verður nýjasta viðbótin í hótelkeðju Icelandair Hotels. Stefnt er að opnun síðar í haust en óvíst er hvenær nákvæmlega.

Áætlanir voru uppi um að opna hótelið í sumar en eins og ViðskiptaMogginn greindi frá í lok mars sl. var útlit fyrir að þær áætlanir myndu ekki standast.

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMogga var stefnt að því að opna hótelið um næstu mánaðamót en af því verður ekki, þar sem húnæðið er ekki tilbúið.

Ingólfur Haraldsson, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Hann segir í skriflegu svari til ViðskiptaMogga að góður gangur sé í lokafrágangi hótelsins og að það verði opnað síðla hausts – en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um opnun hótelsins eða fjárhag félagsins.

Ítarlegri umfjöllun má lesa í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK