Borealis Data Center kaupir Reykjavík Data Center 

Björn Brynjúlfsson, forstjóri og einn af stofnendum Borealis Data Center.
Björn Brynjúlfsson, forstjóri og einn af stofnendum Borealis Data Center. Ljósmynd/Aðsend

Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center af Íslandsbanka. 

Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi, á Blönduósi og Fitjum í Reykjanesbæ og nú mun hátæknigagnaverið Reykjavík Data Center á Korputorgi bætast í hóp gagnavera félagsins. Borealis leggur áherslu á sjálfbæra gagnaversþjónustu en viðskiptavinir félagsins eru fyrst og fremst erlend fyrirtæki sem mörg hver leggja ríka áherslu á að lágmarka kolefnisfótspor af starfsemi sinni, að því er segir í tilkynningu. 

„Slík markmið falla vel að aðstæðum hér á landi þar sem samkeppnisforskot Borealis byggir á öruggum staðsetningum, grænni orku, afhendingaröryggi og kalda loftinu sem hentar vel til kælingar á tölvubúnaði. Þessir eiginleikar hér á landi hafa laðað að erlenda viðskiptavini,“ segir enn fremur. 

Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi, á …
Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi, á Blönduósi og Fitjum í Reykjanesbæ. Myndin er frá Blönduósi. Ljósmynd/Aðsend

„Reykjavík Data Center er öruggt gagnaver á góðum stað og hannað samkvæmt ítrustu kröfum til þess að hýsa kerfi með hæstu uppitímakröfur.  Gagnaverið er kærkomin viðbót sem styrkir vöruframboð Borealis og verður ánægjulegt að taka á móti viðskiptavinum í þetta nýja gagnaver félagsins“, er haft eftir Birni Brynjúlfssyni, forstjóra og einum af stofnendum Borealis Data Center.  

„Reykjavík Data Center er hannað og byggt til að uppfylla ströngustu kröfur um áreiðanleika og upptíma. Á meðal þeirra sem gera slíkar kröfur eru fjármálafyrirtæki, stjórnvöld, heilbrigðisstofnanir og allir þeir sem vinna með viðkvæm og dýrmæt gögn. 

Á síðasta ári keypti franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners meirihlutaeign í Borealis Data Center. Sjóðurinn leggur áherslu á langtíma fjárfestingar í innviðum með skýra sýn á sjálfbærni.  

Gagnaver er vaxandi iðnaður á Íslandi og hefur umtalsverð uppbygging átt sér stað á síðustu árum með viðtækum áhrifum í allri virðiskeðjunni á Íslandi. Gagnaver eru ein af grunnstoðum undir öflugan upplýsingatæknigeira hér á landi,“ segir jafnframt í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK