Gert að greiða 260 milljarða í sekt

AFP

Fjármálaeftirlitsstofnanir hafa sektað nokkur af stærstu fyrirtækjunum á Wall Street í New York í Bandaríkjunum samtals um 1,8 milljarða dala, eða sem samsvarar um 260 milljörðum kr., eftir að það kom í ljós að starfsmenn fyrirtækjanna ræddu samninga og viðskipti á persónulegum tækjum og símaforritum. 

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna segir að rannsókn þess hafi svipt hulunni af viðamiklum persónulegum samskiptum, sem voru þá ekki formlega skráð. 

Fjármálastofnanir á borð við Barclays, UBS og Goldman Sachs eru á meðal 16 fyrirtækja sem eftirlitsstofnanirnar nafngreina. 

Málið, sem er umfangsmikið, þykir marka tímamót hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu og eftirlitsnefndar með framvirkum samningum með hrávörur (CFTC).  Bandaríska fjármálaeftirlitið sendi frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að fyrirtækin yrðu sektuð um 1,1 milljarða dala. CFTC sendi aðra tilkynningu þar sem fram kom að stofnunin hafi lagt á 710 milljóna dala sekt vegna þessara brota. 

Gary Gensler, formaður bandaríska fjármálaeftirlitsins, segir að þegar öllu sé á botninn hvolft byggist fjármál á trausti. Það traust hafi verið skaðað með þessu framferði, þar sem fyrirtækin hafi ekki staðið við þá skyldu sína að skrásetja samskipti og viðskipti þannig að allt væri uppi á borðum. 

Fram kemur í umfjöllun BBC, að frá því í janúar 2018 til september 2021 hafi bankastarfsmenn ítrekað gerst sekir um að ræða viðskipti við aðra samstarfsfélaga, viðskiptavini og aðra, m.a. ráðgjafa, í gegnum öpp, sms í eigin símtækjum og með því að nota t.d. WhatsApp-spjallforriitið. 

Fyrirtækin héldu ekki skráningu yfir þessi samskipti sem braut í bága við alríkisreglur sem segja skýrt að fjármálastofnanir verði að halda skrá yfir slík viðskiptasamskipti. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK