Uppsagnahrina nær ekki til Íslands

Amazon sagði nýverið upp átján þúsund starfsmönnum og Salesforce sagði …
Amazon sagði nýverið upp átján þúsund starfsmönnum og Salesforce sagði upp átta þúsund. AFP/Sebastien Bozon

Í grein bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal, WSJ, segir að miklar uppsagnir síðasta árs í tæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum haldi enn áfram. Stjórnendur félaganna hverfi nú frá því að horfa eingöngu til áframhaldandi vaxtar yfir í að einblína á afkomuna.

Síðasta ár var blóðugt á hlutabréfamörkuðum og þurftu margir tæknirisanna, eins og Facebook, Google, Netflix og Amazon, að horfa upp á gríðarlega lækkun markaðsvirðis síns. Nú nýlega tilkynnti stórfyrirtækið Amazon um uppsagnir 18.000 starfsmanna og hugbúnaðarfyrirtækið Salesforce Inc. ætlar að fækka starfsliði um 10% eða 8 þúsund manns.

150 þúsund hættu

Í greininni er vísað í úttekt Layoffs.fyi þar sem segir að meira en eitt þúsund tæknifyrirtæki hafi sagt upp samtals 150 þúsund starfsmönnum á síðasta ári. Þá er í grein WSJ vísað í tölur frá Carta um að í nóvember sl. hafi fleiri starfsmenn sprotafyrirtækja hætt hjá fyrirtækjum sínum vegna uppsagna en að eigin frumkvæði, í fyrsta sinn síðan í apríl 2020.

Sóknarfæri fyrir Íslendinga

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þveröfug staða sé uppi hér á landi í upplýsingatækniiðnaði.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

„Við sjáum engar vísbendingar um þetta sama hér á landi. Þvert á móti er einungis vöxtur í kortunum hér, í upplýsingatækni og hugverkaiðnaði heilt yfir,“ segir Sigríður.

Sigríður segir að uppsagnir hjá erlendum tæknifyrirtækjum geti skapað sóknarfæri fyrir Ísland. „Erlendir sérfræðingar sem missa vinnuna úti gætu komið hingað til starfa. Þetta er oft fólk sem er sveigjanlegt og vill kannski flytja til Íslands enda mörg áhugaverð tækifæri hér.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK