Metfjölgun flugáhafna Icelandair - flughermar í notkun allan sólarhringinn

Á flugi með Icelandair.
Á flugi með Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Áætlanir Icelandair um að fjölga flugvélum og áfangastöðum í leiðakerfi félagsins veldur því að þjálfunardeild félagsins verður keyrð á fullum afköstum á næstu mánuðum. Í þjálfunarsetri félagsins á Flugvöllum í Hafnarfirði munu sem dæmi yfir 1.000 flugfreyju- og þjónar fara í gegnum þjálfun á þessu ári, um 600 flugmenn og um 400 flugvirkjar.

Um þetta fjallar Guðmundur Tómas Sigurðsson, ábyrgðarmaður þjálfunar flugáhafna hjá Icelandair, í nýjasta þætti Flugvarpsins, sem er hlaðvarp um flugmál.

Guðmundur Tómas segir þar að þjálfunardeildin verði keyrð á fullum afköstum á næstu mánuðum til að manna allar stöður fyrir sumarið. Í Hafnarfirði hefur félagið aðgang að þremur flughermum en til að ljúka þjálfun allra á Boeing 737 MAX vélar Icelandair fyrir sumarið þarf að senda hluta af mannskapnum utan til að fara í flughermi þar. Þannig mun félagið vera með tvo flugherma í gangi nánast allan sólarhringinn á tímabili í vor til að anna þörfinni, einn í Hafnarfirði og annan í Amsterdam.

Icelandair rekur þrjá flugherma í Hafnarfirði, tvo fyrir Boeing 757 …
Icelandair rekur þrjá flugherma í Hafnarfirði, tvo fyrir Boeing 757 vélar og einn fyrir Boeing 737 MAX vélar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Rætt er við Guðmund Tómas um þjálfunarmálin hjá Icelandair og verkefnin framundan í fyrrnefndum þætti. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK