30 milljarða sekt fyrir að múta Ríki íslams

Fyrirtækið Ericsson hefur fallist á að greiða 206 milljónir bandaríkjadali …
Fyrirtækið Ericsson hefur fallist á að greiða 206 milljónir bandaríkjadali í sekt fyrir að hafa mútað fulltrúum hryðjuverkahópsins Ríki íslams. AFP

Sænska stórfyrirtækið Ericsson hefur viðurkennt sekt í máli sem snýst um að fyrirtækið hafi, í gegnum innkeypta ráðgjafa, mútað fulltrúum Ríki Íslams í þeim tilgangi að geta haldið áfram að byggja út 3G samskiptanet sitt í Írak. Þarf fyrirtækið að greiða 206 milljónir bandaríkjadala í sekt, jafnvirði rúmlega 29 milljarða íslenskra króna.

Tilkynnt var í gær að samkomulag hafi verið gert milli fyrirtækisins og embætti sakskónara bandaríska dómsmálaráðuneytisins í New York. Með því viðurkennir Ericsson að hafa brotið gegn ákvæðum bandarískra laga gegn spillingu á erlendum vettvangi (e. Foreign Corrupt Practices Act) um mútugreiðslur.

Ár síðan fréttist

Það var fyrst greint frá málinu í fjölmiðlum fyrir ári þegar rannasóknarblaðamenn sænska ríkissjónvarpsins (Uppdrag Granskning) ásamt alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna (ICIJ) greindu frá skýrslu vegna innri rannsókn Ericsson, sem félagið hélt leyndri.

Þar mátti sjá að í gegnum þriðja aðila hafi fyrirtækið náð samkomulagi við hryðjuverkahópinn Ríki íslams og þannig fengið leyfi til að halda áfram starfsemi sinni með færanleg samskiptamöstur í Írak. Að auki hefur innri rannsókn fyrirtækisins fundið staðgreiðslur sem grunur leikur á að hafi verið nýttar til að komast í gegnum vegatálma Ríki Íslams.

Í kjölfar frétta af málinu hrundi gengi hlutabréfa Ericsson um meira en 30% og er talið að töpuðust um 100 milljaðrar sænskra króna í kauphöllini, að því er segir í samantekt sænska ríkissjónvarpsins SVT frá í október í fyrra.

Ríki íslams hefur valdið milljónum manna ómælda þjáning víða um …
Ríki íslams hefur valdið milljónum manna ómælda þjáning víða um heim. AFP

Ekki fyrsta sektin

Ekki er um að ræða fyrstu sektina sem Ericsson felst á að greiða bandaríksum yfirvöldum, en árið 2019  var gert samkomulag vegna „áralangrar spillingarherferðar“ eins og það er orðað í tilkynningu saksóknaraembætti bandaríska dómsmálráðuneytisins í New York á þeim tíma.

Snéri málið að mútugreiðslum til embættismanna í Djíbótí, Kína, Víetnam, Indónesíu og Kúveit gegn því að tryggja fyrirtækinu hagstæða samninga.

Í kjölfarið var Ericsson gert að greiða yfir 520 milljónir bandaríkjadala í sekt og 540 milljónir bandaríkjadala til bandaríska fjármálaeftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK