Jack Ma sást í fyrsta sinn í þrjú ár

Jack Ma í París árið 2019.
Jack Ma í París árið 2019. AFP/Philippe Lopez

Kín­verski auðkýf­ing­ur­inn og stofnandi netverslunarinnar Alibaba, Jack Ma, sást á meðal almennings í fyrsta sinn í þrjú ár í skóla í borginni Hangzhou.

Hinn 58 ára gamli Ma hefur látið lítið fyrir sér fara eftir að hann gagnrýndi kínverska fjármálaeftirlitið árið 2020.

BBC greinir frá því að Ma hafi dvalið erlendis í meira en ár. 

Dagblað í eigu Alibaba greindi frá því að Ma hafi heimsótt vini í Hong Kong og farið á listahátíðina Art Basel. Dagblaðið sagði að Ma væri að heimsækja nokkur lönd til þess að fræðast um tækni í landbúnaði. Ekkert var minnst á fjarveru hans frá Kína. 

Eitt sinn ríkasti maður Kína 

Ma, sem var áður ensku kennari, hitti starfsfólk og skoðaði skólastofur Yungu School í Hangzhou en í borginni eru höfuðstöðvar Alibaba. 

Í tilkynningu skólans sagði að Ma hafi rætt um möguleikann á að nýta gervigreind til menntunar. 

Ma var eitt sinn ríkasti maður Kína en gagnrýni hans á fjármálaeftirlit Kína féll ekki í kramið hjá kommúnistaflokknum þar sem að Ma hefur talað fyrir aukinni frjálshyggju. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK