Vextir hækkaðir hjá indó

Sparisjóðurinn indó hefur tilkynnt vaxtahækkun.
Sparisjóðurinn indó hefur tilkynnt vaxtahækkun. Ljósmynd/Aðsend

Sparisjóðurinn indó hækkaði í dag vexti á sparireikningum sínum um 0,50%.

Vextir á svokölluðum sparibauk hjá indó eru því 8,25%, eða 8,57% á ársgrundvelli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðnum. Þar segir enn fremur að hann hafi ákveðið að halda vöxtum á veltureikningi óbreyttum, í 4%, eða 4,07% á ársgrundvelli.

Tekið er fram að ólíkt sumum bönkum séu vextir greiddir mánaðarlega hjá indó en ekki einu sinni á ári.

Seðlabankinn tilkynnti í morgun að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,5 prósentustig, eða upp í 9,25%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK