Miðgarður ekki ástæða stöðunnar í Garðabæ

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar útilokar ekki þanng möguleika að íþróttamannvirkið Miðgarður verði seldur til einkaaðila. Byggingin kostaði 4 milljarða en bærinn skuldar í dag 25 milljarða.

Almar er gestur viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Hann segir að framkvæmdin hafi verið nauðsynleg, jafnvel þótt hún sé stór í sniðum. Húsið var tekið í notkun í febrúar í fyrra.

„Er ekki bara nóg rými fyrir í bæjarfélaginu. Svarið við þeirri spurning eru að það er ekki. Það var þörf á því að byggja nýtt íþróttamannvirki. Svo getur fólk að sjálfsögðu haft skoðun á því hvort hægt hefði verið að nálgast það með öðrum hætti,“ segir Almar.

Hann segir að mögulegt hefði verið að skala verkefnið niður en það hefði ekki verið komist hjá því að framkvæma. Þannig hefði kostnaðurinn mögulega geta numið tveimur eða þremur milljörðum í stað fjögurra.

Margskonar starfsemi

Almar bendir á að Miðgarður sé fjölnota íþróttahús sem nýtist fólki með margbreyttum hætti.

„En svo skulum við ræða það sem við höfum kallað óráðstafað rými [...] við erum þarna með rúmlega 3.000 fermetra rými á annarri og þriðju hæð hússins sem við erum ekki búin að taka í notkun. Ætlum að taka fyrstu skrefin í því á árinu [...] í samanburði erum við að reisa annan áfanga Urriðaholtsskóla. Rýmið sem er nýtt til kennslu og skólastarfs í þeirri byggingu eru 4.000 fermetrar. Það er stærra en ég hef verið að nota þetta samhengi til að útskýra að þarna eigum við rými sem bæjarbúar munu nýta og bærinn mun nýta og var alltaf ásetningurinn. Þannig að fjárfestingin er að fara að skila sér ennþá meira.“

Segir Almar að áhersla verði lögð á heilsueflandi starfsemi í húsinu, m.a. aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara. Þar verði litið til einkaframtaksins.

Ekki inngrip á fasteignamarkaði

Hann er þá spurður hvort einkaframtakið hefði ekki átt að ráðast í uppbyggingu mannvirkis af þessu tagi. Heppilegra sé að einkaaðilar standi í rekstri fasteignafélaga en sveitarfélög.

„Við sjáum fyrir okkur að í þessari byggingu getum við nýtt okkur forsendur markaðarins. Við ætlum ekki að vera með mikið inngrip í hinn almenna leigumarkað. Það eru aðrir betri í því, húsnæðismarkað. En í þessu tilviki viljum við tvinna saman okkar starf og gott starf annarra sem fellur þá að því sem sveitarfélagið er að gera. Það eru svosem mörg dæmi um þetta.“

Skoði alla möguleika

Almar segir að það sé ekki á stefnuskrá bæjarins að selja Miðgarð, hins vegar sé ekki ástæða til að útiloka þann möguleika.

„Við köllum eftir öllum góðum hugmyndum. Mér finnst þessi útfærsla vera þannig að við ættum ekki að segja katergorískt nei. Þetta ætti að fara til skoðunar og kannski væri það heppilegt. “

Viðtali við Almar má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK