Félag veitingastaðarins Héðins gjaldþrota

Héðinn er, eins og nafnið gefur til kynna, í gamla …
Héðinn er, eins og nafnið gefur til kynna, í gamla Héðinshúsinu við Seljaveginn vestur í bæ. Ljósmynd/Aðsend

Félagið LEV102 ehf., sem heldur utan um rekstur veitingastaðarins Héðinn Kitchen & Bar, var úrskurðað gjaldþrota hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. janúar.

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Veitingastaðurinn hefur verið í kröppum rekstri frá stofnun en hann var stofnaður á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð yfir með tilheyrandi samkomutakmörkunum. 

Erfitt rekstrarumhverfi

Elías Guðmundsson, eigandi LEV102, segir í samtali við mbl.is að viðræður standi yfir um að annar aðili taki við rekstri veitingastaðarins og því sé hann líklega ekki á förum.

Hann segir helstu útskýringar fyrir gjaldþrotinu vera launakostnaður, hækkandi verð á aðföngum og erfitt rekstrarumhverfi til að standa í veitingarekstri.

Þetta er í annað sinn sem félag utan um veitingastaðinn fer í gjaldþrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK