ESB sektar Apple um 74 milljarða

Apple á von á sekt.
Apple á von á sekt. Michael M. Santiago/Getty Images/APF

Evrópusambandið hyggst sekta banda­ríska tæknifyr­ir­tækið Apple um 500 milljónir evra fyrir að hafa brotið Evrópulög. Upphæðin samsvarar tæpum 74 milljörðum íslenskra króna. Búist er við að Evrópusambandið tilkynni sektina í byrjun næsta mánaðar.

Bandaríski miðillinn Financial Times greinir frá. Miðillinn hefur þessar upplýsingar eftir fimm einstaklingum sem komu að rannsókn málsins.

Spotify kvartaði

Rannsóknin snýr að því hvort Apple hafi hindrað forrit í að upplýsa iPhone-notendur um ódýrari valkosti, utan App Store, sem veita aðgang að tónlistaráskriftum. Rannsóknin hófst eftir að tónlistarstreymisveitan Spotify lagði fram formlega kvörtun árið 2019. Samkvæmt heimildum Financial Times telur Evrópusambandið aðgerðir Apple ólöglegar og stríða gegn reglum þess um samkeppni á innri markaðnum. 

Apple hefur aldrei áður verið sektað fyrir brot á samkeppnislögum Evrópusambandsins. Árið 2020 sektuðu sam­keppn­is­yf­ir­völd í Frakklandi hins vegar Apple um 1,1 millj­arð evra, sem svar­ar til 166 millj­arða króna, fyr­ir brot á sam­keppn­is­lög­um. Brot­in snéru að viðskipta­hátt­um Apple í garð dreif­ing­araðila. Eftir áfrýjun málsins var upphæðin lækkuð niður í 372 milljónir evra, sem er um 55 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK