Telur ríkið hafa orðið af um 1,7 milljörðum króna

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, hefur áður gert fjölmargar athugasemdir …
Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, hefur áður gert fjölmargar athugasemdir við innra stjórnskipulag Lindarhvols. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkið varð af um 1,7 milljörðum króna á sölunni á eignarhlut í Klakka til BLM fjárfestinga ehf.

Þetta kemur fram í greinargerð sem Sigurður Þórðarson, sem var settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols, hefur sent embætti Héraðssaksóknara. Auk þess sendi hann afrit til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þar er fjallað um virði Klakka auk þeirra tekna sem félagið átti eftir að hafa við innheimtu skulda sem tilheyrðu félaginu.

Nokkuð hefur verið fjallað um málefni Lindarhvols, en félagið var stofnað af fjármálaráðherra árið 2016 um þær eignir sem ríkinu áskotnaðist í kjölfar samninga við slitabú bankanna, aðrar en Íslandsbanka. Til stóð að slíta félaginu árið 2018 en það hefur tafist, aðallega vegna ágreinings um sölu á Klakka (sem áður hét Exista). Hluturinn var áður í eigu slitabús Kaupþings og var framseldur til Lindarhvols sem stöðugleikaeign. Slitabú Glitnis átti einnig hlut í Klakka en sá hlutur var aldrei færður undir Lindarhvol.

Árið 2016 bárust þrjú tilboð í eignarhlut Lindarhvols í Klakka; frá BLM fjárfestingum, Ásaflöt og Kviku banka fyrir hönd félagsins Frigus II. Tilboði BLM var tekið og gengið til samninga þrátt fyrir andmæli Frigus II. Í verðmati sem unnið var að beiðni Sigurðar á sínum tíma var hlutur ríkisins í Klakka verðmetinn á um 950 milljónir króna. Endanlegt söluverð var þó um 450 milljónir króna, eða 500 milljónum undir metnu virði.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK