Lítill áhugi á hlutafjáraukningu

Tap Ljósleiðarans nam í fyrra 570 m.kr., saman borið við …
Tap Ljósleiðarans nam í fyrra 570 m.kr., saman borið við tæplega 90 m.kr. tap árið 2022. Ljósmynd/Ljósleiðarinn

Óvíst er með hvaða hætti fyrirhuguð hlutafjáraukning Ljósleiðarans fer fram. Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans er áhugi fjárfesta lítill sem enginn, þá sérstaklega almennra fjárfesta, en þó eru nokkrir lífeyrissjóðir með það til skoðunar að taka þátt í hlutafjáraukningunni. Ljósleiðarinn er sem kunnugt er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og þannig í endanlegri eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar.

Stefnt er að því að gefa út nýtt hlutafé fyrir um 3,2 ma.kr. að nafnvirði, en áður hefur komið fram að stefnt sé að því að auka hlutafé hins opinbera félags um allt að 11 ma.kr.

Vilja fá utanaðkomandi aðila

Hlutafjáraukningin og áætlanir Ljósleiðarans hafa verið kynntar fyrir fjárfestum frá því í haust. Heimild til þess að auka hlutafé gildir út þetta ár. Í nýlegum ársreikningi OR kemur fram að stjórn OR hafi samþykkt að auka hlutafé sitt í Ljósleiðaranum á markaðsvirði ef fyrirhuguð hlutafjáraukning félagsins gengur ekki eftir eða dregst á langinn.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK