Samkomulag undirritað varðandi fyrirhugað yfirtökutilboð

„Þetta er mikilvægt skref í átt að mögulegri sameiningu við …
„Þetta er mikilvægt skref í átt að mögulegri sameiningu við JBT. Áhugi þeirra á Marel er vitnisburður um þann árangur sem metnaðarfullur hópur starfsmanna okkar um allan heim hefur drifið áfram. Litið fram á veginn, þá felur möguleg sameining í sér spennandi tækifæri til að hraða framförum í að umbylta matvælavinnslu á heimsvísu,“ segir Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, í tilkynningu.

Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um.

Samkomulagið, sem samþykkt hefur verið af stjórnum beggja félaga, felur í sér helstu skilmála fyrirhugaðs yfirtökutilboðs og er rammi um réttindi og skyldur beggja félaga er varðar stjórnarhætti og samfélagslega þætti í sameinuðu félagi, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Telja hagsmunum Marels best borgið með viðskiptunum

„Byggt á fyrirliggjandi upplýsingum, telur stjórn Marel að með viðskiptunum sé hagsmunum Marel, hluthafa þess, starfsfólks og annarra hagaðila best borgið. Stjórn Marel fékk ráðgefandi álit frá J.P. Morgan og Rabobank varðandi sanngirni á greiðslu til hluthafa í fyrirhuguðu yfirtökutilboði út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Álitin miðast við tiltekna dagsetningu, forsendur, hæfni og takmarkanir, ásamt öðrum þáttum sem settir eru fram í slíkum álitum,“ segir í tilkynningu. 

Samkomulagið í heild sinni verður birt hér.

„JBT hyggst leggja fram yfirtökutilboð í maí 2024. Framsetning tilboðsins er háð því að JBT hafi skilað inn skráningaryfirlýsingu samkvæmt eyðublaði S-4 til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (U.S. Securities and Exchange Commission), og að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi móttekið og samþykkt tilboðsyfirlit og skráningarlýsingu. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um að hefðbundin skilyrði hafi verið uppfyllt, þar með talið samþykki frá viðeigandi eftirlitsaðilum, samþykki hluthafa Marel og samþykki hluthafa JBT, og gert er ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok 2024.

Í ljósi ofangreinds og undirbúnings við frágang fyrirhugaðs yfirtökutilboðs tilkynnir Marel hér með um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir fyrsta ársfjórðung 2024 sem nú verður birt þann 7. maí 2024, í stað 29. apríl 2024,“ segir enn fremur í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK