Álagning fyrirtækja ekki verðbólguþáttur

Verðbólgan stafar ekki af álagningu fyrirtækja síðastliðin þrjú ár.
Verðbólgan stafar ekki af álagningu fyrirtækja síðastliðin þrjú ár. Ernir Eyjólfsson

Athuganir á hlutdeild launa og rekstrarafgangs fyrirtækja í þróun á verðvísitölu landsframleiðslunnar benda ekki til þess að álagning fyrirtækja hafi drifið verðbólguna síðastliðin þrjú ár. Þá eru fáar vísbendingar um að álagning fyrirtækja hafi aukist á undanförnum misserum.

Þetta er niðurstaða skýrslu sem fjármálaráðherra hefur birt um hlut fyrirtækja í hagnaðardrifinni verðbólgu, sem var gerð að beiðni níu þingamanna Flokks fólksins og Pírata.

Hagnaðardrifin verðbólga

Fram kemur að þess hafi verið óskað að í skýrslunni komi fram hversu hagnaðardrifin verðbólga síðustu tveggja ára er og hver hlutur stórra og millistórra fyrirtækja, sem hafa veltu yfir 500 milljónir króna og hafa skilað ársreikningum til Skattsins, er í þeirri verðbólgu. Þá segir í skýrslunni að hún taki tillit til flokkunar fyrirtækja eftir því hvort um sé að ræða smásölu, heildsölu, framleiðslu, þjónustu eða annan rekstur, ásamt því að draga fram samhengi verðhækkana sem tengjast starfsemi fyrirtækjanna við tiltekna verðbólguþætti.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK