Fallið frá útboði Íslandshótela

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk klukkan 16 í dag. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti ríflega 8 milljarðar króna. Það fékkst þó ekki áskrift í útboðinu fyrir öllum boðnum hlutum og því hafa seljendur ákveðið að falla frá útboðinu. Í tilkynningu Íslandshótela segir að Í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður.

Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela.
Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Ljósmynd/Aðsend

„Markaðsaðstæður hafa verið erfiðar síðustu misseri og það er ljóst að aðstæður hafa ekki orðið auðveldari. Efnahagsumhverfið er erfitt, markaðir þungir og vaxtastig hátt, en okkur þótti samt rétt í ljósi mikils áhuga á félaginu að athuga með skráningu á þessum tímapunkti. Niðurstaðan er hins vegar sú að hluthafar og stjórn hafa tekið þá ákvörðun að falla frá útboði og skráningu,“ er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK