Fjölmennt á fundi Kompanís

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður á …
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður á fundi Kompanís í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölmennt var á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbi Morgunblaðsins, sem haldinn var í Hádegismóum í morgun. Á fundinn mættu yfir 100 manns, en Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, var gestur Stefáns Einars Stefánssonar, sem ræddi við hann um sögu fyrirtækisins, reksturinn og ný verkefni á vegum Hagkaups.

Sigurður lýsti því á fundinum hversu mikið vöruúrval Hagkaup er með en keðjan rekur 7 verslanir, þar af 6 á höfuðborgarsvæðinu og 1 á Akureyri. Þá er Hagkaup með 60.000 vörutegundir, meðan aðrar matvöruverslanir eru gjarnan með í kringum 8.000.

Yfir 100 manns sóttu fund Kompanís.
Yfir 100 manns sóttu fund Kompanís. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar það rifjast upp fyrir manni að Hagkaup hefur verið til í 65 ár verður maður að muna að það er ekki sjálfsagt. Maður verður að hreyfa sig hratt og fylgjast vel með því ef maður gerir það ekki þá hverfur maður af markaði eins og svo oft verður með matvöruverslanir.“

Sigurður rifjaði á fundinum upp sögu Hagkaupa sem byrjaði með því að Pálmi Jónsson, bóndastrákur úr Skagafirði, átti sér þann draum að fara í verslunarrekstur.

„Hann bjó til verslun í fjósi í Hlíðunum, en það húsnæði stendur enn. Hann byrjaði í fatnaði og gefur út póstlista. Það fór síðan að vinda upp á sig og nokkrum árum síðar opnar hann saumastofu og flytur inn gallaefni frá Ameríku,“ segir Sigurður.

Hilmar Hákonarson, hjá Stólpa gámum.
Hilmar Hákonarson, hjá Stólpa gámum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann lýsir því að Pálmi hafi síðan ásamt félögum sínum stefnt að því að reisa íslenskt iðnaðarsvæði í Skeifunni og upp úr því spratt hugmyndin að opna fyrsta íslenska stórmarkaðinn.

„Þá fór boltinn að rúlla og Pálmi var á þessum tíma að pönkast í kerfinu. Tveimur árum síðar varð Hagkaup fyrsta matvörubúðin til að selja mjólk. Sem þótti stórtíðindi á þeim tíma.“

Sigurður segir að Pálma hafi ekki fundist nóg að opna bara fyrsta íslenska stórmarkaðinn. Hann hafði stærri draum um að opna verslunarmiðstöð.

„Menn héldu að hann væri galinn en þetta gerði hann og Kringlan var lengi vel þekkt sem Hagkaupshúsið. Manni finnst magnað hvað einn einstaklingur getur haft stóra drauma og gert þá að veruleika.“

Geir Rúnar Birgisson í Kjötbúðinni.
Geir Rúnar Birgisson í Kjötbúðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýjungar í bígerð

Á fundinum tilkynnti Sigurður að Hagkaup væri með mörg ný og spennandi verkefni í bígerð. Meðal annars veisluþjónustu, skyrbar og netverslun með áfengi. 

„Við höfum verið að gera flotta hluti með veisluþjónustuna okkar og bæta við úrvali þar. Önnur hugmynd sem við höfum verið með er að opna skyrbar sem er nýjung að því leytinu til að við setjum skyr í ísvélar. Þannig viðskiptavinurinn fær skyr í formi rjómaíss,“ segir Sigurður og bætir við að sá skyrbar nefnist Skálinn.

„Það hefur verið brjálað að gera á þeim bar og við höfum fengið góðar viðtökur,“ segir Sigurður.

Hagkaup mun í næsta mánuði opna netversl­un með áfengi að sögn Sigurðar. „Við erum síðustu mánuði búin að smíða vef­versl­un með áfengi og mun­um opna í næsta mánuði. Við erum að ákveða úr­val og þetta er á loka­metr­un­um,“ seg­ir Sig­urður.

Ketill hjá Ofnasmiðju Reykjavíkur
Ketill hjá Ofnasmiðju Reykjavíkur mbl.is/Kristinn Magnússon

Net­versl­un­in mun virka þannig að viðskipta­vin­ir skanna QR-kóða þegar þeir koma inn í versl­un­ina. Á meðan viðskipta­vin­ur versl­ar aðrar vör­ur í búðinni set­ur starfsmaður áfengu vör­urn­ar í poka og í lok versl­un­ar­ferðar­inn­ar sæk­ir viðskipta­vin­ur­inn áfengið á þjón­ustu­borðið.

Sig­urður seg­ir að upp­haf­lega hafi Hag­kaup ætlað að bíða átekta og fá skýr­ari ramma frá stjórn­völd­um varðandi þessa starf­semi. Sá rammi hafi ekki komið fram.

Jódís Brynjarsdóttir og Þórhildur Edda Ólafsdóttir, hjá Vistor.
Jódís Brynjarsdóttir og Þórhildur Edda Ólafsdóttir, hjá Vistor. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra hef­ur nú þegar gefið út að þessi starf­semi sé lög­leg. Við mun­um auk þess bjóða upp á heimsend­ingu á áfengi auk þjón­ust­unn­ar í versl­un­inni.“

Sig­urður kveðst vera spennt­ur fyr­ir þessu nýja verk­efni og rifjar upp að fyr­ir 17 árum síðan hafi Hag­kaup gert ráð fyr­ir vín­deild í sinni versl­un.

„Við héld­um að þá yrðu aðeins 1-2 ár í að það yrði lög­legt að selja áfengi í versl­un­inni. En sá tími er því miður ekki kom­inn,“ seg­ir Sig­urður.

Kristinn Magnússon, hjá Efnalauginni Björg.
Kristinn Magnússon, hjá Efnalauginni Björg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öflugur viðskiptaklúbbur

Kompaní er viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins og mbl.is og er ætlað að sameina starfandi fólk á Íslandi. Kompaní er vettvangur miðla Árvakurs til að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu þar sem hægt er að hlýða á fræðslufundi og fyrirlestra, fylgjast með nýjungum og læra af reynslu annarra sem þekkja hvað það er að reka fyrirtæki á Íslandi.

Á fundinum sem fram fór í morgun gæddu gestir fundarins sér á veitingum frá Finnsson Bistro. Hér að neðan má sjá myndir frá þessum fjölsótta fundi.

Júlíus Geir Guðmundsson, hjá TA Sport.
Júlíus Geir Guðmundsson, hjá TA Sport. mbl.is/Kristinn Magnússon
Linda Wessman og Kolbrún Hrund Víðisdóttir, hjá Svar.
Linda Wessman og Kolbrún Hrund Víðisdóttir, hjá Svar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sigurður Valur Sverrisson, hjá Ping Pong.
Sigurður Valur Sverrisson, hjá Ping Pong. mbl.is/Kristinn Magnússon
Viktor Urbancic hjá Sparibíll.
Viktor Urbancic hjá Sparibíll. mbl.is/Kristinn Magnússon
Skúli J. Björnsson í Sportís.
Skúli J. Björnsson í Sportís. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ólafur G. Jósefsson, í GÞ Skartgripir og úr í Bankastræti.
Ólafur G. Jósefsson, í GÞ Skartgripir og úr í Bankastræti. mbl.is/Kristinn Magnússon
Anna Guðmundsdóttir og Kristján Óskarsson hjá Hagi Hilti.
Anna Guðmundsdóttir og Kristján Óskarsson hjá Hagi Hilti. mbl.is/Kristinn Magnússon
Rúnar Gíslason hjá Kokkunum veisluþjónusta.
Rúnar Gíslason hjá Kokkunum veisluþjónusta. mbl.is/Kristinn Magnússon
Brynja Sif Ingibergsdóttir hjá Íslandshúsum
Brynja Sif Ingibergsdóttir hjá Íslandshúsum mbl.is/Kristinn Magnússon
Jóhanna Helgadóttir, hjá Mathúsi Garðabæjar.
Jóhanna Helgadóttir, hjá Mathúsi Garðabæjar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Einar Sturla Moinichen hjá Mathúsi Garðabæjar.
Einar Sturla Moinichen hjá Mathúsi Garðabæjar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Björn Þórir Sigurðsson, dagskrárstjóri K100 og Haraldur Johannessen, ritstjóri og …
Björn Þórir Sigurðsson, dagskrárstjóri K100 og Haraldur Johannessen, ritstjóri og framkvæmdastjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Árni Sveinsson, hjá Höfðahöllinni.
Árni Sveinsson, hjá Höfðahöllinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kristinn Ólafsson, hjá GÞ Skartgripum og úr.
Kristinn Ólafsson, hjá GÞ Skartgripum og úr. mbl.is/Kristinn Magnússon
Katrín Valentínusardóttir hjá Donnu heildverslun.
Katrín Valentínusardóttir hjá Donnu heildverslun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gestir gæddu sér á veitingum frá Finnsson Bistro.
Gestir gæddu sér á veitingum frá Finnsson Bistro. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK