Pistlar:

16. september 2018 kl. 17:45

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Rís vindmyllugarður ofan við Búrfell?

Eftir nokkurra ára undir­búning Lands­virkjunar fyrir allt að 200 MW vind­myllu­garð við há­lend­is­brún­ina ofan við Búr­fell taldi Skipu­lags­stofn­un til­efni til að þau áform yrðu endur­skoð­uð. Sú end­ur­skoð­un af hálfu Lands­virkj­un­ar stend­ur nú yfir og hefur fyrir­tæk­ið sagst stefna að minna verk­efni. Og hyggst einnig breyta upp­röð­un og stað­setn­ingu vind­myllanna. Í þess­ari grein verð­ur athygl­inni beint að þess­um breyttu áform­um Lands­virkjunar.

Staðsetningin andspænis Heklu virðist umdeild

Landsvirkjun hefur kallað verk­efnið Búrfells­lund. Kort­ið hér að neð­an sýn­ir eina af þrem­ur upp­haf­leg­um hug­mynd­um fyrir­tæk­is­ins um hvar stað­setja mætti vind­myllu­garð­inn. Hin­ir kost­irnir tveir gerðu ráð fyrir að flest­ar vind­myllurn­ar yrðu að­eins neð­ar á slétt­unni þarna ofan Búr­fells.

Burfellslundur-kort-LV-upphafleg-tillagaSká­strik­aða svæð­ið við Þjórsá (á kortinu) er sem sagt einn af þeim val­kost­um sem Skipu­lags­stofn­un taldi vera með þeim hætti að til­efni væri til að skoða hvort „um­fangs­minni upp­bygg­ing“ eigi bet­ur við á þessu svæði, „bæði hvað varð­ar hæð og fjölda vind­mylla“. Á kortinu má líka sjá hvar nú­ver­andi tvær til­rauna­myllur Lands­virkj­un­ar eru stað­settar, en þær eru hvor um sig 0,9 MW.

Svæðið þarna ofan Búr­fells hent­ar að mörgu leyti vel fyrir vind­myllur. Bæði eru vind­að­stæð­ur á svæð­inu góð­ar (hár nýt­ing­ar­tími lík­legur) og inn­viðir til stað­ar (há­spennu­línur, veg­ir o.fl.). Um leið yrði kom­ist hjá þeirri rösk­un sem yrði ef vind­myllur yrðu þess í stað reist­ar á svæð­um þar sem lengra er í nauð­syn­lega inn­viði. Dæmi um svæði sem hafa áhuga­verðar vind­að­stæður en eru fjarri öfl­ug­um há­spennu­línum eða ekki í sér­lega góðu vega­sambandi eru t.d. Mel­rakka­slétta og Gufu­skálar á Snæ­fells­nesi.

Á móti kemur að þarna ofan við Búr­fell er geysi­fögur fjalla­sýn og um svæð­ið ligg­ur fjöl­farin leið inn á há­lend­ið. Það virð­ast fyrst og fremst hafa verið slík sjón­ræn áhrif - og þá ekki síst útsýnið til Heklu - sem ollu því að Skipu­lags­stofn­un leist illa á stað­setn­ing­una og um­fang­ið á Búr­fells­lundi. En nú mun Lands­virkj­un vera langt kom­in með að end­ur­hanna verk­efn­ið og þar með er kannski mögu­legt að þarna rísi bráð­um fyrsti vind­myllu­garð­ur­inn á Íslandi.

Vindmyllur eingöngu norðan vegar

Samkvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem Lands­virkj­un hef­ur birt hefur stað­setn­ingu vind­myllanna verið hnik­að til þann­ig að þær verði allar norð­an (eða vest­an) Sprengi­sands­vegar. Í fyrri hönn­un eða til­lög­um voru myllurn­ar aft­ur á móti flest­ar eða marg­ar sunn­an (eða aust­an) veg­ar­ins og þar með í sjón­línu veg­far­enda sem horfa til Heklu.

Það svæði sem nú er hugsað fyrir vind­myllurn­ar er líka tölu­vert minna en í fyrri til­lög­um fyrir­tæk­is­ins. Enda er end­ur­hann­aða verk­efnið sagt verða „mikið minna“ en áður var fyrir­hug­að og sagt að það verði „kannski 50-100“ MW. En eins og áður sagði var upp­haf­lega mið­að við verk­efni allt að 200 MW.

Verður Búrfellslundur tuttugu 4,2 MW vindmyllur?

Burfellslundur-kort-LV-breytingNýja staðsetningin á Búrfells­lundi er af­mörk­uð með blástrik­aða svæð­inu á kort­inu hér til hlið­ar (kort­ið er úr kynn­ingu Lands­virkj­unar). Vert er að taka fram að það er harla ólík­legt að Lands­virkj­un verði við þeirri ábend­ingu Skipu­lags­stofn­un­ar að vind­myllurn­ar verði lægri en áætl­að var. Þvert á móti er tækni­þró­un­in með þeim hætti að senni­lega myndi Lands­virkjun nú vilja setja þarna upp vind­myllur sem yrðu öfl­ugri og næðu jafnvel enn­þá hærra upp en áður var fyrir­hug­að.

Mið­að við þró­un í vind­orku­tækn­inni er lík­legt að Lands­virkj­un muni vilja reisa vind­myllur þar sem hver og ein verð­ur a.m.k. 4,2 MW að afli. Og mið­að við heild­ar­stærð vind­myllu­garðs á bil­inu 50-100 MW gætu þetta orð­ið ca. 12-25 stór­ar vind­myllur. En ekki 58-67 eins og áður var stefnt að. Og eins og áður sagði yrðu þetta senni­lega enn­þá hærri mann­virki en fyrri til­lög­ur hljóð­uðu upp á.

Margir staðir á Íslandi henta vel til að virkja vindinn

Forvitnilegt verður að sjá loka­út­færsl­una af vind­myllu­garði Lands­virkj­unar þarna ofan Búr­fells og hvað Skipu­lags­stofn­un mun segja um hana. En þrátt fyrir breytta hönn­un Búr­fells­lundar verð­ur stað­setn­ing­in þarna and­spæn­is Heklu sjálf­sagt áfram um­deild. Sama á reynd­ar við um nánast hvert ein­asta virkj­un­ar­verk­efni sem sett er á dag­skrá; það er sjaldnast ein­hug­ur um slík verk­efni. Nú­orð­ið er a.m.k. oft­ast mikill ágrein­ing­ur um bæði ný jarð­varma- og vatns­afls­verk­efni. Og sama verður ef­laust með vind­myllu­garða.

LV-Island-Vindorka-styrkurHér á Íslandi má víða finna svæði sem eru með góð­ar vind­að­stæ­ður. Og þó nokk­ur slík svæði eru bæði að­gengi­leg og hæfi­lega fjarri þétt­býli. Fyr­ir vik­ið ætti ekki að vera mjög flók­ið að stað­setja vind­myllu­garða hér með þeim hætti að þeir valdi fólki ekki óæg­ind­um, hafi lítil um­hverf­is­áhrif og bjóði samt upp á hag­kvæma teng­ingu við öfl­ug­ar há­spennu­lín­ur í ná­grenn­inu. En hvort vind­myllu­garður í smækk­aðri mynd ofan við Búr­fell fær braut­ar­gengi, á eftir að koma í ljós.

mynd
26. ágúst 2018

Norska olíuævintýrið í hámarki

Um aldamótin síðustu leit út fyrir að norska olíu­ævin­týrið hefði náð há­marki. Og að þaðan í frá myndi fram­leiðsl­an minnka. En með auk­inni vinnslu á jarð­gasi og óvænt­um fundi nýrra mjög stórra olíu­linda á norska land­grunn­inu hefur þetta mikla efna­hags­ævin­týri Norð­manna verið fram­lengt. Nú er þess vænst að olíu- og meira
mynd
19. ágúst 2018

Straumhvörf í raforkugeiranum

Mikill vöxtur hefur verið í nýt­ingu á vind- og sól­ar­orku síð­ustu árin. Nú er lið­inn u.þ.b. ára­tugur síðan sá sem þetta skrif­ar byrj­aði að sjá tæki­færi í þess­um teg­undum raf­orku­fram­leiðslu. Þá virt­ist sem bjart­ast væri fram­undan í nýt­ingu sólar­orku, enda voru mjög góð­ar horf­ur á hratt meira
mynd
2. ágúst 2018

Statoil orðið Jafnaðarnorður

Heimurinn er að breytast og líka Stat­oil. Sagði stjórnar­for­maður Stat­oil í mars s.l. þegar hann tilkynnti að senn fengi þetta stærsta fyrir­tæki Norður­land­anna nýtt nafn. Sumir héldu jafnvel að um snemm­borið apríl­gabb væri að ræða. Hér er fjallað um þessa óvæntu nafna­breyt­ingu og nýjar áherslur meira
mynd
24. júlí 2018

Vindorkan orðin hagkvæmust

Fyrirtæki sem nota mikið rafmagn leggja eðli­lega mik­ið upp úr því að leita eftir ódýr­ustu raf­ork­unni. Um leið skipt­ir það þau miklu ef unnt er að tryggja að raf­magns­verðið rjúki ekki skyndi­lega upp. Þess vegna hafa slík fyrir­tæki löng­um sóst eftir lang­tíma­samn­ing­um með föstu orku­verði eða að verð­ið sé tengt þeirra meira
mynd
4. júlí 2018

Lögmál Ørsteds

Gömlu norrænu olíufyrirtækin eru skyndilega horfin. Að vísu ekki rekstur þeirra, heldur nöfnin. Fyrir­tækið Stat­oil er ekki lengur til. Því nafni þessa norska olíu­risa var ný­ve­rið breytt og heitir þetta tíunda stærsta olíu- og jarð­gas­fyrir­tæki heimsins á hluta­bréfa­mark­aði nú Equinor. Hitt rótgróna norræna olíufyrir­tækið, sem nú hefur skipt meira
mynd
18. júní 2018

Rís rándýr virkjun í norðri?

Áhuga­vert er að skoða saman­burð á kostn­aði ísl­enskra virkj­ana. Þá sést að kostn­að­ur­inn þar er mjög mis­mun­andi. T.a.m. er fyrir­hug­uð Hval­ár­virkj­un á Strönd­um í þessu sam­hengi ansið dýr virkj­un. Samt er mik­ill áhugi á að reisa virkj­un­ina. Sá vilji virðist end­ur­spegl­a ákveðna meira
21. maí 2018

Bætt nýting orku­kerfisins með betra flutningskerfi

Veru­legt átak þarf til að bæta flutn­ing og dreif­ingu á raf­orku um landið og Lands­net þarf að byggja upp traust gagn­vart því að velja réttu leið­ina fyrir nýj­ar há­spennu­lín­ur. Þetta er álit for­stjóra Lands­virkj­unar (LV) og kom ný­ver­ið fram í við­tali á morgun­út­varpi RÚV, en LV er ein­mitt meira
mynd
15. maí 2018

Beðið eftir hærri arðgreiðslu frá Landsvirkjun

Landsvirkjun er nú að ljúka við hina nýju Búrfells­virkj­un og Þeista­reykja­virkj­un er líka tilbúin. Skv. yfir­lýs­ingum fyrir­tæk­is­ins hyggst það ekki ráð­ast í nein­ar nýjar fram­kvæmd­ir fyrr en eftir um 3-4 ár. Þar með mun Lands­virkj­un ekki þurfa að verja pen­ing­um úr rekstri í stór­ar fram­kvæmd­ir á meira
mynd
6. maí 2018

Virkjanir vegna sæstrengs

Í umræðu um mögu­legan raforku­streng milli Íslands og Bret­lands, oft nefnd­ur Ice­Link, hef­ur tölu­vert ver­ið fjall­að um flutn­ings­getu og raf­orku­þörf slíks sæ­strengs. Minna hefur verið fjall­að um það hvað­an raf­orkan fyrir streng­inn myndi koma; hvaða virkj­ana­fram­kvæmd­ir þyrfti að meira
mynd
15. apríl 2018

Nýjar virkjanir fram til 2025

Í þess­ari grein er lýst mögu­leik­um í auk­inni raf­orku­öfl­un á næstu sjö ár­um. Og sett­ar fram þrjár mögu­leg­ar sviðs­mynd­ir. Hafa ber í huga að sjö ár eru ekki lang­ur tími í sam­hengi við þró­un raf­orku­mark­aða og vik­mörk­in í svona áætl­ana­gerð eru því veru­leg. Mögulega verður það meira
mynd
9. apríl 2018

Raforkuþörf talin aukast um 9% fram til 2025

Raforkuþörf á Íslandi eykst lík­lega um u.þ.b. 1,7 TWst á tíma­bil­inu 2017 og 2025. Sem er um 9% aukn­ing frá þeirri raf­orku­þörf sem var 2017. Þess­ar töl­ur eru sam­kvæmt nýjustu spá Orku­spár­nefnd­ar. Áætl­að er að aukn­ing­in skipt­ist eins og sýnt er í töfl­unni hér fyrir neðan. Þetta er vel að merkja spá um meira
mynd
28. mars 2018

Sæstrengsárið 2025?

Sæstrengsverkefnið virðist á miklu skriði. Og það þrátt fyrir yfirvofandi Brexit og óvissuna sem það ástand skapar um orkustefnu Bretlands. Nú kynnir breska fyrirtækið Atlantic SuperConnection, dótturfyrirtæki Disruptive Capital Finance, að stefnt sé að því að 1.200 MW raforkustrengur milli Bretlands og Íslands verði kominn í notkun jafnvel strax árið 2025. Og að fyrirtækið ætli sér meira
Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur að orkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki.

Meira