Pistlar:

14. febrúar 2019 kl. 18:35

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Tækniundur hverfur af sviðinu

Airbus hefur ákveðið að hætta fram­leiðslu á stærstu far­þega­þotu heims; risa­þot­unni A380. Þetta þyk­ir mér mið­ur. Bæði sem flug­áhuga­manni og vegna þess að ein­hver besta ferða­reynsla mín fram til þessa er ein­mitt lang­flug með Air­bus A380.

Flugreynsla mín með þessari vél er reynd­ar ekki mikil. Ein­ungis tvær ferðir - en vel að merkja nokk­uð lang­ar ferð­ir. Ann­ars veg­ar frá London til Mel­bourne og hins vegar frá Sydney til London. Í báð­um til­vik­um var milli­lent í Dubai, enda er flug­leiðin milli London og austur­strand­ar Ástralíu nokkru lengri en sú há­marks­vega­lengd sem þessi magn­aða vél get­ur far­ið á einni tank­fyllingu.

Qantas-A380-over-sydneyÁstæða þess að ég féll gjör­sam­lega fyrir Airbus A380 er fyrst og fremst sam­an­burð­ur­inn við aðra forn­fræg­ari risa­þotu; þá banda­rísku Boeing 747. Skömmu áður en ég ferð­að­ist með evrópska undra­tæk­inu A380 hafði ég ein­mitt líka flog­ið milli London og Sydney með reynslu­bolt­anum 747 (þá með milli­lend­ingu í Singa­pore). Og saman­burð­ur­inn var 747 mjög í óhag.

Þarna kom margt til. Airbus­vélin hjá Qantas var auðvitað miklu nýrri en gamla Boeing risa­þotan hjá British Airways og því voru sætin og allar inn­rétt­ingar miklu þægi­legri í Airbus­vélinni. Það sem þó hreif mann hvað mest voru flug­eigin­leik­arnir og hljóð­vistin.

Inni í A380 rétt svo heyrðist smávegis suð frá ofsa­legum hreyfl­un­um, en í 747 vél­inni mátti lýsa hreyfla­hljóð­inu sem nánast óþægi­lega há­væru á svo löngu flugi (um 22 klukku­stund­ir á lofti). Og of­boðs­leg­ur kraft­ur­inn í flug­tak­inu og dásam­lega mjúk­ar hreyf­ing­arnar í lend­ingu evrópsku vél­ar­inn­ar fengu mann hrein­lega til hrista höf­uð­ið yfir skrapa­tól­inu sem 747 virt­ist vera í sam­an­burð­inum.

Breiðþotur eru heillandi tækni­undur. Og geta flutt hreint ótrú­leg­an fjölda fólks. Þegar A380 er inn­rétt­uð þann­ig að al­menna far­rým­ið er í stærri kant­in­um, tek­ur vél­in um 850 far­þega. Þeg­ar slatti er af ýmsum betri sæt­um í vél­inni er há­marks­fjöldi far­þega oft ná­lægt 500. Boeing 747 er með tölu­vert færri sæti; oft fyrir á bil­inu 400 til 650 farþega. Báðar þessar vélar eru á tveim­ur hæð­um og með fjóra hreyfla. Og þetta eru tvær stærstu far­þega­þotur heims. Stærsta út­færslan af 747 er ör­lít­ið lengri en A380, en engu að síður er 747 minni vél.

Airbus-A380-landingJá - því mið­ur hefur nú verið ákveðið að hætta fram­leiðsl­unni á A380 og verður sú síð­asta afhent kaup­and­anum árið 2021. Sem þýð­ir að fram­leiðslu­saga A380 verð­ur ein­ungis um fimmtán ár! Þar með er augljóst að þrátt fyrir að vera fá­dæma þægi­legt farar­tæki verður saga A380 langt frá því að verða jafn löng og mikil­væg eins og saga 747, sem nú hefur verið fram­leidd í fimm áratugi og er enn í nokkuð góðum gír.

Það stefnir að vísu líka í að 747 hverfi smám saman af svið­inu. Því nýjar tveggja hreyfla minni far­þega­þotur virð­ast álitnar hag­kvæm­ari; í dag eru sparneytni og góð sætanýting alger lykilatriði í farþegaflugi. Þar verð­ur lík­lega 787 Dream­liner hvað fremst í flokki næstu ára­tugina á lengri leiðum, en slíkar vélar fljúga nú t.d. beint milli London og Perth á vest­ur­stönd Ástralíu. Kannski mun næsta kyn­slóð mann­kyns aldrei fá tæki­færi til að fljúga í sann­kall­aðri risa­þotu!

Í lokin má geta þess að eftir hið hroða­lega flug­slys þegar Airbus A330 frá Air France hrapaði í Atlants­haf í júníbyrjun 2009, varð ég ákveð­inn í því að fljúga aldrei með flug­vél þar sem flug­menn­irnir hafa ekki al­menni­legt stýri (yoke), held­ur „bara“ pinna (joy-stick eða öllu held­ur s.k. side-stick). Það er óhugn­ar­leg lesn­ing hvernig flug­menn frönsku vél­ar­inn­ar höm­uð­ust báð­ir á sitt hvor­um pinn­an­um í of­risinu áður en vé­lin skall í Atlants­hafið.

Á endanum stóð ég ekki við það að fljúga aldrei í slíkri „tölvu­leikja­vél“ með stýri­pinna. Airbus 380 er ein­mitt stærsta vél heims með slík­an pinna. Og eftir þá flug­reynslu hurfu for­dóm­arnir og í dag veit ég svo sann­ar­lega hvaða flug­vél er mesta tækni­undrið í mín­um huga. Drottningin Airbus 380 hef­ur senn verið boð­uð látin; lengi lifi drottningin! Sem reyndar bara rétt svo náði því að verða táningur og því kannski varla nema prinsessa.

mynd
26. janúar 2019

Líklega mettekjur hjá Landsvirkjun vegna 2018

Að loknu rekstrarárinu 2017 til­kynnti Lands­virkjun um met­tekjur það ár. Sök­um þess að ál­verð var hærra árið 2018 held­ur en 2017 er lík­legt að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna rekstrar­árs­ins 2018 hafi svo ver­ið enn­þá hærri en var met­árið 2017. Vænt­an­lega mun til­kynn­ing Lands­virkj­unar um tekj­ur meira
mynd
17. janúar 2019

Óheppilegir óvissuþættir um sæstreng

Tvö nátengd fyrirtæki, annað skráð í Bret­landi en hitt í Sviss, vinna nú að því eignast hér virkjanir og að sæ­streng­ur til raf­orku­flutn­inga verði lagð­ur milli Ís­lands og Bret­lands. Þetta sæstrengsverk­efni er áhuga­vert, enda er mögu­legt að með raf­orku­sölu til Bretlands (eða megin­lands Evrópu) geti arð­semi af meira
23. nóvember 2018

Gjörbreyttar forsendur sæstrengs

Það sem skiptir arðsemi sæstrengs máli er hvort það náist samn­ingur við bresk stjórn­völd um orku­verð sem gild­ir út líf­tíma sæ­strengs­ins eða ekki. Í upp­lýsingum sem Lands­virkjun hefur birt frá orku­mála­ráðu­neyti Bret­lands um verð á endur­nýjan­legri orku kemur fram að það er þrisvar til fimm sinn­um hærra en lista­verð meira
mynd
8. október 2018

Sæstrengsfyrirtæki horfir til HS Orku

Frá því í vor hefur 12,7% hluti í HS Orku verið til sölu. Sá sem vill selja er ísl­ensk­ur fjár­festinga­sjóð­ur sem kallast ORK, en hann er í eigu nokk­urra ísl­enskra líf­eyris­sjóða og fleiri s.k. fag­fjár­festa. Og nú ber­ast frétt­ir um að búið sé að selja þessa eign ORK. Kaup­and­inn er sagð­ur vera svissneskt félag, DC meira
mynd
16. september 2018

Rís vindmyllugarður ofan við Búrfell?

Eftir nokkurra ára undir­búning Lands­virkjunar fyrir allt að 200 MW vind­myllu­garð við há­lend­is­brún­ina ofan við Búr­fell taldi Skipu­lags­stofn­un til­efni til að þau áform yrðu endur­skoð­uð. Sú end­ur­skoð­un af hálfu Lands­virkj­un­ar stend­ur nú yfir og hefur fyrir­tæk­ið sagst stefna að minna meira
mynd
26. ágúst 2018

Norska olíuævintýrið í hámarki

Um aldamótin síðustu leit út fyrir að norska olíu­ævin­týrið hefði náð há­marki. Og að þaðan í frá myndi fram­leiðsl­an minnka. En með auk­inni vinnslu á jarð­gasi og óvænt­um fundi nýrra mjög stórra olíu­linda á norska land­grunn­inu hefur þetta mikla efna­hags­ævin­týri Norð­manna verið fram­lengt. Nú er þess vænst að olíu- og meira
mynd
19. ágúst 2018

Straumhvörf í raforkugeiranum

Mikill vöxtur hefur verið í nýt­ingu á vind- og sól­ar­orku síð­ustu árin. Nú er lið­inn u.þ.b. ára­tugur síðan sá sem þetta skrif­ar byrj­aði að sjá tæki­færi í þess­um teg­undum raf­orku­fram­leiðslu. Þá virt­ist sem bjart­ast væri fram­undan í nýt­ingu sólar­orku, enda voru mjög góð­ar horf­ur á hratt meira
mynd
2. ágúst 2018

Statoil orðið Jafnaðarnorður

Heimurinn er að breytast og líka Stat­oil. Sagði stjórnar­for­maður Stat­oil í mars s.l. þegar hann tilkynnti að senn fengi þetta stærsta fyrir­tæki Norður­land­anna nýtt nafn. Sumir héldu jafnvel að um snemm­borið apríl­gabb væri að ræða. Hér er fjallað um þessa óvæntu nafna­breyt­ingu og nýjar áherslur meira
mynd
24. júlí 2018

Vindorkan orðin hagkvæmust

Fyrirtæki sem nota mikið rafmagn leggja eðli­lega mik­ið upp úr því að leita eftir ódýr­ustu raf­ork­unni. Um leið skipt­ir það þau miklu ef unnt er að tryggja að raf­magns­verðið rjúki ekki skyndi­lega upp. Þess vegna hafa slík fyrir­tæki löng­um sóst eftir lang­tíma­samn­ing­um með föstu orku­verði eða að verð­ið sé tengt þeirra meira
mynd
4. júlí 2018

Lögmál Ørsteds

Gömlu norrænu olíufyrirtækin eru skyndilega horfin. Að vísu ekki rekstur þeirra, heldur nöfnin. Fyrir­tækið Stat­oil er ekki lengur til. Því nafni þessa norska olíu­risa var ný­ve­rið breytt og heitir þetta tíunda stærsta olíu- og jarð­gas­fyrir­tæki heimsins á hluta­bréfa­mark­aði nú Equinor. Hitt rótgróna norræna olíufyrir­tækið, sem nú hefur skipt meira
mynd
18. júní 2018

Rís rándýr virkjun í norðri?

Áhuga­vert er að skoða saman­burð á kostn­aði ísl­enskra virkj­ana. Þá sést að kostn­að­ur­inn þar er mjög mis­mun­andi. T.a.m. er fyrir­hug­uð Hval­ár­virkj­un á Strönd­um í þessu sam­hengi ansið dýr virkj­un. Samt er mik­ill áhugi á að reisa virkj­un­ina. Sá vilji virðist end­ur­spegl­a ákveðna meira
21. maí 2018

Bætt nýting orku­kerfisins með betra flutningskerfi

Veru­legt átak þarf til að bæta flutn­ing og dreif­ingu á raf­orku um landið og Lands­net þarf að byggja upp traust gagn­vart því að velja réttu leið­ina fyrir nýj­ar há­spennu­lín­ur. Þetta er álit for­stjóra Lands­virkj­unar (LV) og kom ný­ver­ið fram í við­tali á morgun­út­varpi RÚV, en LV er ein­mitt meira
mynd
15. maí 2018

Beðið eftir hærri arðgreiðslu frá Landsvirkjun

Landsvirkjun er nú að ljúka við hina nýju Búrfells­virkj­un og Þeista­reykja­virkj­un er líka tilbúin. Skv. yfir­lýs­ingum fyrir­tæk­is­ins hyggst það ekki ráð­ast í nein­ar nýjar fram­kvæmd­ir fyrr en eftir um 3-4 ár. Þar með mun Lands­virkj­un ekki þurfa að verja pen­ing­um úr rekstri í stór­ar fram­kvæmd­ir á meira
mynd
6. maí 2018

Virkjanir vegna sæstrengs

Í umræðu um mögu­legan raforku­streng milli Íslands og Bret­lands, oft nefnd­ur Ice­Link, hef­ur tölu­vert ver­ið fjall­að um flutn­ings­getu og raf­orku­þörf slíks sæ­strengs. Minna hefur verið fjall­að um það hvað­an raf­orkan fyrir streng­inn myndi koma; hvaða virkj­ana­fram­kvæmd­ir þyrfti að meira
mynd
15. apríl 2018

Nýjar virkjanir fram til 2025

Í þess­ari grein er lýst mögu­leik­um í auk­inni raf­orku­öfl­un á næstu sjö ár­um. Og sett­ar fram þrjár mögu­leg­ar sviðs­mynd­ir. Hafa ber í huga að sjö ár eru ekki lang­ur tími í sam­hengi við þró­un raf­orku­mark­aða og vik­mörk­in í svona áætl­ana­gerð eru því veru­leg. Mögulega verður það meira
mynd
9. apríl 2018

Raforkuþörf talin aukast um 9% fram til 2025

Raforkuþörf á Íslandi eykst lík­lega um u.þ.b. 1,7 TWst á tíma­bil­inu 2017 og 2025. Sem er um 9% aukn­ing frá þeirri raf­orku­þörf sem var 2017. Þess­ar töl­ur eru sam­kvæmt nýjustu spá Orku­spár­nefnd­ar. Áætl­að er að aukn­ing­in skipt­ist eins og sýnt er í töfl­unni hér fyrir neðan. Þetta er vel að merkja spá um meira
mynd
28. mars 2018

Sæstrengsárið 2025?

Sæstrengsverkefnið virðist á miklu skriði. Og það þrátt fyrir yfirvofandi Brexit og óvissuna sem það ástand skapar um orkustefnu Bretlands. Nú kynnir breska fyrirtækið Atlantic SuperConnection, dótturfyrirtæki Disruptive Capital Finance, að stefnt sé að því að 1.200 MW raforkustrengur milli Bretlands og Íslands verði kominn í notkun jafnvel strax árið 2025. Og að fyrirtækið ætli sér meira
Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur að orkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki.

Meira