Pistlar:

15. apríl 2018 kl. 18:55

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Nýjar virkjanir fram til 2025

Í þess­ari grein er lýst mögu­leik­um í auk­inni raf­orku­öfl­un á næstu sjö ár­um. Og sett­ar fram þrjár mögu­leg­ar sviðs­mynd­ir. Hafa ber í huga að sjö ár eru ekki lang­ur tími í sam­hengi við þró­un raf­orku­mark­aða og vik­mörk­in í svona áætl­ana­gerð eru því veru­leg. Mögulega verður það Lands­virkjun sem mun skaffa alla þá nýju raf­orku sem þarf á við­mið­un­ar­tíma­bil­inu. Sam­setn­ingin gæti þó orð­ið öðru­vísi og t.a.m. sú að all­ar nýj­ar virkj­an­ir næsta ára­tug­inn, umfram hina nýju Búr­fells­virkj­un og  Þeista­reykj­avirkjun, yrðu hjá öðrum orku­fyrir­tækj­um en Lands­virkj­un. T.a.m. mætti sennilega uppfylla þá raforkuþörf með einni nýrri jarð­varma­virkj­un ON eða HS Orku og tveim­ur nett­um vind­myllu­görð­um. Auk ein­hverrar eða ein­hverra smárra vatns­afls­virkjana.

Raforkuþörfin talin aukast um rúmlega 1,7 TWst

Árið 2017 var raforku­þörfin á Íslandi rúm­lega 19 TWst. Árið 2025 er tal­ið að þörf­in verði um 9% meiri eða tæp­lega 21 TWst. Orku­spár­nefnd álít­ur vöx­tinn á þessu um­rædda tíma­bili nema um 1,7 TWst (spá­in hljóð­ar ná­kvæm­lega upp á 1.733 GWst). En hvað­an mun þessi 9% aukn­ing raf­orku­fram­boðs á Ísl­andi á næstu sjö ár­um koma?

Við vitum ekki fyrir víst hvað­an öll þessi orka á að koma. Til að setja hana í eitt­hvert sam­hengi, þá jafn­gilda 1.733 GWst allri þeirri raf­orku sem unnt væri að fram­leiða með u.þ.b. tveim­ur og hálfri Hvamms­virkjun. Sem er virkj­un­ar­kost­ur sem Lands­virkj­un hefur lengi haft í und­ir­búningi í neðri hluta Þjórs­ar. 

Hluti orkunnar mun koma frá Búrfellsvirkjun og Þeistareykjavirkjun

Mjög stór hluti þessarar raf­orku, sem aukin eftir­spurn næstu ára kall­ar á, mun koma frá tveim­ur nýjum virkj­un­um Lands­virkj­un­ar. Þær eru hin nýja Búr­fells­virkj­un (100 MW) og Þeista­reykja­virkjun (90 MW áfangi). Þær eiga báðar að vera komnar í rekstur á þessu ári (2018). Hvaðan af­gang­ur­inn af ork­unni mun koma er ekki unnt að full­yrða. Einn mögu­leiki er að það verði að mestu frá Hvamms­virkjun í neðri hluta Þjórsár.

Verður Hvammsvirkjun næst?

Í sér­blaði Við­skipta­blaðs­ins haust­ið 2016 var haft eftir for­stjóra Lands­virkj­unar að sá kost­ur sem næst­ur sé „á teikni­borð­inu sé Hvamms­virkjun í Þjórsá“. Lands­virkjun hefur sem sagt kynnt Hvamms­virkjun sem sinn næsta kost. Ekki er að sjá að Orka nátt­úr­unnar (ON) reisi nýja virkj­un í bráð. HS Orka hyggst senn byrja fram­kvæmd­ir við 9,9 MW Brú­ar­virkj­un í Tungu­fljóti í Biskups­tung­um og er líka að rann­saka allt að 50 MW virkj­un­ar­kost í Eld­vörp­um á Reykja­nesi. Þó er óvíst hversu hratt þess­ar fram­kvæmd­ir HS Orku munu ganga. Það lít­ur því út fyrir að næsta um­tals­verða virkj­un hér gæti orð­ið hin nokkuð stóra Hvamms­virkjun í neðri hluta Þjórs­ár.

Raforkuþörfin fram til 2025, umfram þær virkj­anir sem nú er senn verið að ljúka við, gæti verið ná­lægt 800 GWst. Hvamms­virkj­un á að fram­leiða 720 GWst og virð­ist því smell­passa þarna inn í sviðs­mynd­ina. En svo stór virkj­un hent­ar samt ekki sér­stak­lega vel til að mæta þeirri ró­legu aukn­ingu sem vöxt­ur­inn í al­mennri raf­orku­notkun á Íslandi skap­ar. Heppi­legra gæti verið að virkja hér í smærri skrefum.

Minni virkjun kann að vera fýsilegri

Ef Landsvirkjun vill fara var­lega í að auka raf­orku­fram­boðið og ein­beita sér að minni virkjun­ar­kost­um, þá á fyrir­tækið ýmsa kosti í jarð­varma. Lands­virkjun gæti horft til þess að virkja í Bjarn­ar­flagi, byrjað á nýrri virkj­un við Kröflu eða stækk­að Þeista­reykja­virkjun ennþá meira. Hver og einn slíkra kosta gæti skilað um 375 GWst í aukið raf­orku­fram­boð á árs­grund­velli. Ekki er ljóst hver af þessum virkj­anakostum er lengst komin í áætlunum Landsvirkjunar, en þeir eru vel að merkja allir staðsettir á jarðvarmasvæðunum á Norðausturlandi.

Skrokkalda er sennilega óskakostur Landsvirkjunar

Sennilega myndi Lands­virkjun helst vilja hafa Skrokk­öldu­virkjun sem sinn næsta kost. Sú virkj­un á út­falli Há­göngu­lóns á há­lend­inu miðju væri fjár­hags­lega hag­kvæm og myndi tengj­ast inn á risa­vax­ið flutn­ings­kerf­ið á Þjórsár- og Tungna­ár­svæð­inu. Og fram­leiðsla virkj­un­ar­inn­ar, sem áætl­uð er um 345 GWst, yrði svipuð eða lít­ið minni en hjá nýrri jarð­varma­virkj­un. Sem sagt hóf­leg og fremur hag­kvæm við­bót inn á raf­orku­markaðinn.

En Skrokkölduvirkjun er ekki í nýtingar­flokki Rammá­aætl­un­ar. A.m.k. ekki enn­þá. Og það sem meira er; kannski kemst Skrokk­öldu­virkjun aldrei í nýt­ing­ar­flokkinn. Nú er nefni­lega mik­ið horft til Mið­hálend­is­þjóð­garðs og nýj­ar virkj­an­ir á mið­há­lend­inu fara varla vel með þjóð­garði þar. Þarna á a.m.k. veru­leg um­ræða eftir að eiga sér stað á hin­um pólí­tíska vett­vangi. Það er því kannski ólík­legt að unnt verði að ljúka við Skrokk­öldu­virkj­un t.a.m. fyrir 2025. Og kannski verður þessi hálend­is­virkj­­un aldrei reist.

Annar óskakostur er sennilega Blöndu­veitu­virkjun

Annar hóflega stór virkjunar­mögu­leiki Lands­virkj­un­ar er Blöndu­veitu­virkj­un. Þessi kostur er í reynd þrjár virkj­an­ir, sem myndu að öllum lík­ind­um fram­leiða tæp­lega 200 GWst. Þessi virkj­un­ar­kost­ur er nú þeg­ar í nýt­ing­ar­flokki Ramma­áætl­un­ar.

Virkjanir-fram-til-2025_svidsmyndir-LV_Hreyfiafl-2018Gallinn er bara sá að með­an Lands­net hefur ekki styrkt flutn­ings­kerf­ið frá Blöndu­svæð­inu er ósenni­legt að raf­orka frá Blöndu­veitu­virkj­un kom­ist til not­enda. Þess vegna þarf Lands­virkjun lík­lega, sem næsta verk­efni, ann­að hvort að ráð­ast í nýja jarð­varma­virkj­un eða að taka stóra skref­ið og reisa Hvamms­virkjun. Á töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar sviðsmyndir gætu litið út. Þar sem annars vegar er gert ráð fyrir Hvammsvirkjun en hins vegar gert ráð fyrir þremur öðrum virkjunum. Í reynd verður hin raunverulega sviðsmynd sennilega ólík þessum báðum.

Lendingin gæti orðið um 50 MW ný jarð­varma­virkjun

Að svo stöddu virðast, eins og áður sagði, sem hvorki Blöndu­veitu­virkj­un né Skrokk­öldu­virkj­un séu inn­an seil­ing­ar. Og vegna þess hversu Hvamms­virkj­un er stór, er eðlilegt að Lands­virkj­un vilji bíða eitt­hvað með þá virkj­un. Og t.a.m. fyrst sjá hvern­ig ganga mun að end­ur­semja við Norð­ur­ál um raf­orku­við­skipt­in þar (þar sem stór samn­ing­ur losn­ar 2023). Þess vegna virð­ist senni­legt að næsta virkj­un Lands­virkj­un­ar verði minni virkj­un en Hvamms­virkj­un. Og þá væri kannski nær­tæk­ast að það yrði u.þ.b. 50 MW jarð­varma­virkjun.

Flöskuhálsar í flutningskerfi Landsnets valda vanda

Það kann að vísu að tefja fyrir slíkum áform­um um nýja jarð­hita­virkjun, að tölu­vert meiri rann­sókn­ir þurfa senni­lega að fara fram áð­ur en fram­kvæmd­ir gætu haf­ist á jarð­varma­svæð­um Lands­virkj­un­ar. Að auki eru allar svona áætl­an­ir mjög háð­ar upp­bygg­ingu Lands­nets á nýjum há­spennu­línum. Í dag eru tak­mark­að­ir mögu­leik­ar á að flytja raf­orku frá nýj­um virkj­un­um milli sumra lands­hluta vegna flösku­hálsa í flutn­ings­kerfinu.

Það virð­ist reyndar vera í for­gangi hjá Landsneti að styrkja flutn­ings­getu milli NA-lands og Eyja­fjarð­ar­svæð­is­ins. Og þess vegna er töluvert meiri nýt­ing jarð­varma á NA-landi e.t.v. mögu­leg inn­an ekki alltof langs tíma. Sú hug­mynd að næsta virkj­un Lands­virkj­un­ar verði um 50 MW ný jarð­varma­virkj­un ætti því að geta geng­ið eft­ir innan ekki of langs tíma. Svo sem ný virkj­un í Kröflu.

Hvar verður mest þörf fyrir orkuna?

Mögu­lega yrði það samt fremur HS Orka sem myndi fyrst reisa slíka virkj­un. Þ.e. að næsta jarð­varma­virkjun verði á Reykjanesi og þá kannski helst í Eldvörpum. Orka náttúrunnar (Orkuveita Reykja­víkur) virðist aftur á móti engin áform hafa um nýja virkjun á næstu árum.

Í allri þessari umræðu er lykil­spurning eftir­farandi: Hvar verð­ur mest þörf fyrir þá raf­orku sem tal­ið er að auk­in eftir­spurn hér kalli á á þessu um­rædda tíma­bili fram til 2025? Og hvað­an verð­ur unnt að flytja þá orku? Þessi álita­mál eru efni í sér­staka um­fjöll­un og verð­ur ekki nán­ar gerð skil hér.

Ýmsar sviðsmyndir mögulegar

Hér fyrir neðan gefur að líta sviðs­mynd um nýtt raf­orku­fram­boð fram til 2025 sem grein­ar­höf­und­ur álít­ur skyn­sam­lega og hvað raunhæfasta. Augljóslega verður umtalsverðum hluta af aukinni raforkuþörf næstu misserin og árin mætt með nýju Búrfellsvirkjuninni og jarðhitavirkjuninni á Þeistareykjum. Hvoru tveggja er virkjanir í eigu Landsvirkjunar.

Virkjanir-fram-til-2025_svidsmyndir_Hreyfiafl-2018Samkvæmt spá Orkuspárnefndar þarf að virkja töluvert meira (að því gefnu að hér loki ekki stóriðja). Þeirri orkuþörf mætti mæta með einni jarð­varma­virkjun, sem mögu­lega yrði á Reykja­nes­skaga (og þá er virkjun í Eld­vörpum kannski líklegust). Að auki mætti með hagkvæmum hætti uppfylla raforkuþörfina með u.þ.b. 25 vind­myllum. Og svo er líka líklegt að hér rísi einhver eða jafnvel tvær til þrjár litlar vatnsaflsvirkjanir (undir 10 MW) á komandi árum. Þessari sviðsmynd er lýst á töflunni hér til hliðar.

Sæstrengur myndi kalla á ennþá fleiri virkjanir

Eins og komið hefur fram, þá er hér stuðst við við­mið­un­ar­árið 2025 og spá Orkus­pár­nefndar um raforkuþörfina þá. En svo er líka áhugavert að nú kynnir breskt fyrirtæki að einmitt árið 2025 verði 1.200 MW sæstrengur kominn í gagnið milli Bretlands og Íslands. Og þá þyrfti væntanlega ennþá meira af nýjum virkjunum hér, til að uppfylla bæði vaxandi raforkunotkun innanlands og raforkuþörf sæ­strengs­ins. Um það hvaða virkj­an­ir myndi þurfa fyrir slíkan sæ­streng milli Íslands og Bret­lands verður fjallað síðar.

mynd
9. apríl 2018

Raforkuþörf talin aukast um 9% fram til 2025

Raforkuþörf á Íslandi eykst lík­lega um u.þ.b. 1,7 TWst á tíma­bil­inu 2017 og 2025. Sem er um 9% aukn­ing frá þeirri raf­orku­þörf sem var 2017. Þess­ar töl­ur eru sam­kvæmt nýjustu spá Orku­spár­nefnd­ar. Áætl­að er að aukn­ing­in skipt­ist eins og sýnt er í töfl­unni hér fyrir neðan. Þetta er vel að merkja spá um meira
mynd
28. mars 2018

Sæstrengsárið 2025?

Sæstrengsverkefnið virðist á miklu skriði. Og það þrátt fyrir yfirvofandi Brexit og óvissuna sem það ástand skapar um orkustefnu Bretlands. Nú kynnir breska fyrirtækið Atlantic SuperConnection, dótturfyrirtæki Disruptive Capital Finance, að stefnt sé að því að 1.200 MW raforkustrengur milli Bretlands og Íslands verði kominn í notkun jafnvel strax árið 2025. Og að fyrirtækið ætli sér meira
Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur að orkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki.

Meira