Pistlar:

2. ágúst 2018 kl. 11:17

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Statoil orðið Jafnaðarnorður

Heimurinn er að breytast og líka Stat­oil. Sagði stjórnar­for­maður Stat­oil í mars s.l. þegar hann tilkynnti að senn fengi þetta stærsta fyrir­tæki Norður­land­anna nýtt nafnSumir héldu jafnvel að um snemm­borið apríl­gabb væri að ræða. Hér er fjallað um þessa óvæntu nafna­breyt­ingu og nýjar áherslur fyrir­tækis­ins um að stór­auka fjár­fest­ingar í endur­nýjan­legri orku.

Statoil-becomes-Equinor_Eldar- Saetre_May-15-2018Já - það kom mörgum á óvart þegar norski olíu­ris­inn Stat­oil til­kynnti að fyrir­tækið myndi brátt breyta um nafn og taka upp nafnið Equinor. Nýja nafnið tók form­lega gildi með sam­þykkt aðal­fundar Stat­oil um miðjan maí s.l. og þar með hætti nafn fyrir­tækis­ins að endur­spegla olíu og ríkis­eign. Að sögn ljúf­ling­anna hjá Stat­oil vísar nýja nafn­ið annars vegar til jöfn­uðar (equi) og hins vegar til Noregs (nor) og er af þeirra hálfu sagt að þetta nýja nafn end­ur­spegli vel bæði arf­leifð og fram­tíðar­áherslur fyrir­tækisins. Þarna var þó aug­ljós­lega ekki farin jafn þjóð­leg leið við nafna­breyt­ing­una eins og þegar nafni danska orkufyrirtækisins Dong Energi var nýlega breytt í Ørsted.

Mögu­lega mætti þýða nýja nafnið Equinor sem Jafn­aðar­norður? Um aðdraganda nafna­breyt­ingar­innar er það að segja að undan­farin ár hefur Stat­oil m.a. verið að hasla sér völl í beisl­un vind­orku á hafi úti. Fyrir­tækið á nú þegar þrjá stóra vind­myllu­garða við strendur Bret­lands og er með fleiri í undir­búningi.

Hywind-Scotland-Statoil-Equinor-illustrationEinn af þess­um vind­myllu­görðum er Hywind, um 30 km utan við bæinn Peter­head í Skot­landi. Hywind hefur þá miklu sér­stöðu að þar eru risa­vaxnar vind­myllurnar ekki festar í hafs­botn­inn, heldur eru þær fljót­andi og liggja fyrir akkerum! Þetta er mikið frum­kvöðla­verk­efni og það er ekki síst þessi út­færsla á orku­fram­leiðslu sem Statoil - og nú Equinor - hyggst veðja á í fram­tíð­inni. Auk þess auð­vitað að halda áfram að vinna olíu og gas handa okkur að brenna.

Ennþá er það nær eingöngu vind­orkan úti í sjó sem Equi­nor sinnir auk gömlu kjarna­starf­sem­innar. Nýlega byrjaði fyirt­ækið þó að höndla með raf­orku, þ.e. kaup­a og selja raf­magn á norrænum raf­orku­markaði. Áhuga­vert verð­ur að sjá hvernig sú starfsemi Equi­nor mun þró­ast. Á kom­andi árum og ára­tug­um er svo fyrir­hugað að Equi­nor stór­auki fjár­fest­ingar í marg­vís­legri endur­nýjan­legri orku.

Equinor-oil-Rétt er að taka fram að olíu- og gas­vinnslan er áfram algert hryggjar­stykki í starf­semi Equ­inor og allt annað nánast smá­atriði í rekstrin­um. Og það eru held­ur engar grund­vallar­breyt­ingar að verða í eign­ar­haldi fyrir­tæk­is­ins, þar sem norska rík­ið er með sterk­an meiri­hluta (2/3). Það er því kannski ekki að undra að sum­um þyki nafna­breyt­ingin óþarfi og jafn­vel furðu­leg. Ein­hver sagði nýja nafnið sæma betur ævintýra­hesti í Game of Thrones frem­ur en þessu mikil­væga og gamal­gróna fyrirtæki í norsku efna­hags­lífi.

Statoil-Equinor-April-fools-day-2018Þess má í lokin geta að kostnaður vegna nafna­breyt­ing­ar­innar er sagð­ur hafa num­ið sem sam­svarar um þremur milljörð­um ísl­enskra króna. Kannski má segja að þetta séu algerir smá­aurar í veltu Equi­nor, því til saman­burðar voru heildar­tekjur fyrir­tækis­ins fyrsta árs­fjórð­ung­inn með nýja nafnið, um 18 milljarðar USD eða sem nemur um 1.900 milljörð­um ísl­enskra króna. Þriggja mán­aða tekj­ur Equi­nor eru sem sagt meira en tvö­faldar árs­tekjur ísl­enska ríkisins!

mynd
24. júlí 2018

Vindorkan orðin hagkvæmust

Fyrirtæki sem nota mikið rafmagn leggja eðli­lega mik­ið upp úr því að leita eftir ódýr­ustu raf­ork­unni. Um leið skipt­ir það þau miklu ef unnt er að tryggja að raf­magns­verðið rjúki ekki skyndi­lega upp. Þess vegna hafa slík fyrir­tæki löng­um sóst eftir lang­tíma­samn­ing­um með föstu orku­verði eða að verð­ið sé tengt þeirra meira
mynd
4. júlí 2018

Lögmál Ørsteds

Gömlu norrænu olíufyrirtækin eru skyndilega horfin. Að vísu ekki rekstur þeirra, heldur nöfnin. Fyrir­tækið Stat­oil er ekki lengur til. Því nafni þessa norska olíu­risa var ný­ve­rið breytt og heitir þetta tíunda stærsta olíu- og jarð­gas­fyrir­tæki heimsins á hluta­bréfa­mark­aði nú Equinor. Hitt rótgróna norræna olíufyrir­tækið, sem nú hefur skipt meira
mynd
18. júní 2018

Rís rándýr virkjun í norðri?

Áhuga­vert er að skoða saman­burð á kostn­aði ísl­enskra virkj­ana. Þá sést að kostn­að­ur­inn þar er mjög mis­mun­andi. T.a.m. er fyrir­hug­uð Hval­ár­virkj­un á Strönd­um í þessu sam­hengi ansið dýr virkj­un. Samt er mik­ill áhugi á að reisa virkj­un­ina. Sá vilji virðist end­ur­spegl­a ákveðna meira
21. maí 2018

Bætt nýting orku­kerfisins með betra flutningskerfi

Veru­legt átak þarf til að bæta flutn­ing og dreif­ingu á raf­orku um landið og Lands­net þarf að byggja upp traust gagn­vart því að velja réttu leið­ina fyrir nýj­ar há­spennu­lín­ur. Þetta er álit for­stjóra Lands­virkj­unar (LV) og kom ný­ver­ið fram í við­tali á morgun­út­varpi RÚV, en LV er ein­mitt meira
mynd
15. maí 2018

Beðið eftir hærri arðgreiðslu frá Landsvirkjun

Landsvirkjun er nú að ljúka við hina nýju Búrfells­virkj­un og Þeista­reykja­virkj­un er líka tilbúin. Skv. yfir­lýs­ingum fyrir­tæk­is­ins hyggst það ekki ráð­ast í nein­ar nýjar fram­kvæmd­ir fyrr en eftir um 3-4 ár. Þar með mun Lands­virkj­un ekki þurfa að verja pen­ing­um úr rekstri í stór­ar fram­kvæmd­ir á meira
mynd
6. maí 2018

Virkjanir vegna sæstrengs

Í umræðu um mögu­legan raforku­streng milli Íslands og Bret­lands, oft nefnd­ur Ice­Link, hef­ur tölu­vert ver­ið fjall­að um flutn­ings­getu og raf­orku­þörf slíks sæ­strengs. Minna hefur verið fjall­að um það hvað­an raf­orkan fyrir streng­inn myndi koma; hvaða virkj­ana­fram­kvæmd­ir þyrfti að meira
mynd
15. apríl 2018

Nýjar virkjanir fram til 2025

Í þess­ari grein er lýst mögu­leik­um í auk­inni raf­orku­öfl­un á næstu sjö ár­um. Og sett­ar fram þrjár mögu­leg­ar sviðs­mynd­ir. Hafa ber í huga að sjö ár eru ekki lang­ur tími í sam­hengi við þró­un raf­orku­mark­aða og vik­mörk­in í svona áætl­ana­gerð eru því veru­leg. Mögulega verður það meira
mynd
9. apríl 2018

Raforkuþörf talin aukast um 9% fram til 2025

Raforkuþörf á Íslandi eykst lík­lega um u.þ.b. 1,7 TWst á tíma­bil­inu 2017 og 2025. Sem er um 9% aukn­ing frá þeirri raf­orku­þörf sem var 2017. Þess­ar töl­ur eru sam­kvæmt nýjustu spá Orku­spár­nefnd­ar. Áætl­að er að aukn­ing­in skipt­ist eins og sýnt er í töfl­unni hér fyrir neðan. Þetta er vel að merkja spá um meira
mynd
28. mars 2018

Sæstrengsárið 2025?

Sæstrengsverkefnið virðist á miklu skriði. Og það þrátt fyrir yfirvofandi Brexit og óvissuna sem það ástand skapar um orkustefnu Bretlands. Nú kynnir breska fyrirtækið Atlantic SuperConnection, dótturfyrirtæki Disruptive Capital Finance, að stefnt sé að því að 1.200 MW raforkustrengur milli Bretlands og Íslands verði kominn í notkun jafnvel strax árið 2025. Og að fyrirtækið ætli sér meira
Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur að orkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki.

Meira