Pistlar:

31. október 2022 kl. 10:18

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Skákin er komin heim!

Chess-David-Lada-Spassky-Fischer-1972_Nepo-Nakamura-2022-Reykjavik-IcelandFyrir rúmu ári síðan eða svo fór ég að hafa áhyggjur af því að hér yrði ekki með veg­leg­um hætti þess minnst þegar hálf öld væri liðin frá heims­meist­ara­ein­víginu í skák í Reykjavík; sjálfu ein­vígi allra tíma. Því lítið sem ekkert heyrð­ist af slíkum áform­um. Skemmst er frá að segja að þær áhyggjur reynd­ust óþarfar, því  þrátt fyrir kóf og kostnað tókst Skák­sam­bandi Íslands að koma hér á skák­við­burði á af­mæl­is­árinu, sem varla hefði geta orðið betri. Þ.e. Heims­meist­ara­mót­inu í slembi­skák.

Mér þótti þetta mót heppnast frábærlega vel. Þátt­tak­end­urnir voru marg­ir af bestu skák­mönn­um heims í dag og margir þeirra eru miklir kar­akt­erar. Það var dásam­leg upp­lif­un að vera á skák­staðnum; horfa á og vera í mikilli ná­lægð við meist­arana, fylgjast með skák­un­um og spjalla við Sæma Rokk og aðra áhorf­endur í hlé­um. Síð­ast en ekki síst voru lýs­ing­ar þeirra Björns Þor­finns­sonar og Ingvars Þórs Jóhannes­sonar frá­bær­lega skemmti­legar, skýr­ar og vel heppnaðar. Til hamingju með þennan vel heppnaða við­burð Skák­sam­band Íslands og öll þau sem að þessu stóðu.

Einu vonbrigði mín með Slembi­skák­mótið voru þau að ég vildi sjá aðra menn í úrslitum! Nefni­lega þá Abdusattorov og Carlsen. Annar þeirra reyndist þó of reynslu­lítill enn, en á fram­tíðina fyrir sér. Og hinn, sjálfur heims­meist­arinn og ofur­skák­mennið, tefldi á köflum alls ekki vel. Þ.a. þegar upp er staðið var senni­lega sann­gjarnt hverjir kepptu til úrslita. Og rétt eins og 1972 vann sá banda­ríski þann rússneska. Naka­mura er vel að sigrinum kom­inn, þó svo ég sé litill að­dá­andi þess að láta s.k. Arma­geddon­skák ráða úr­slit­um á alvöru­mótum.

Fischer-random-chess-960-Reykjavik-okt-29-2022-1Hér í lokin má svo nefna að einhver skemmti­leg­asta skák­mynd allra tíma var tekin nú á Slembi­skák­mótinu í Reykja­vík. Þar sem Carlsen og Nepomni­achtchi eru að byrja fyrstu skák sína í undan­úr­slit­unum. Mynda­smiður­inn hygg ég að sé Lennart Ootes og vona ég að ég sé ekki að brjóta gegn höf­undar­rétt­indum með því að láta þessa frábæru mynd fylgja hér. Og sama er að segja um myndasamsetninguna hér efst, en neðri myndin þar frá úrslitum Slembiskákmótsins er tekin af ljósmyndaranum David Lada.

Það kom mér reyndar á óvart hversu mikið frelsi ljós­mynd­arar höfðu til að spíg­spora um salinn og mynda kepp­endurna að tafli. Og nokk­uð augl­jóst að þetta hefði Fischer aldrei heim­ilað! Því miður lifði hann ekki til að sjá þetta vel heppnaða afmæli Einvígis allra tíma og líklega er Spassky orðinn of hrumur til að ferð­ast. En minn­ing­in um heims­við­burð­inn 1972 og þá báða lifir svo sann­ar­lega.

Slembiskákin, sem að verulegu leiti er uppfinning Fischers, mun alveg örugg­lega eiga eftir að blómstra og verða enn vin­sælli, enda mjög skemmtileg viðbót við annars fullkomna list. Og vonandi verður þetta mót ein­ungis hið fyrsta í endur­komu Íslands sem meiri­háttar skák­lands. Næsta raunhæfa skref gæti verið að gera Reykja­víkur­mótin enn­þá flottari og sterkari.

12. ágúst 2020

Rio Tinto kvartar undan gagnkvæmum ávinningi

Álrisinn Rio Tinto álítur að taka þurfi á „mis­notkun Lands­virkj­un­ar á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni“ á ís­lensk­um raf­orku­mark­aði. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu um kvört­un fyrir­tæk­is­ins til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Óskin um að veikja samningsstöðu Landsvirkjunar meira
mynd
8. mars 2020

Tekist á um 200 milljarða króna i Straumsvík

Risafyrirtækið Rio Tinto segist íhuga stöðu og jafnvel lokun álversins í Straums­vík. Vegna þess að ál­ver­ið sé ekki sam­keppn­is­hæft og verði það ekki nema ál­verð hækki eða raf­orku­verð ál­vers­ins lækki. Þar sem raf­orku­samn­ing­ur álfyr­ir­tæk­is­ins og Lands­virkj­un­ar kveð­ur á um háa meira
21. febrúar 2020

Ísland er land grænnar raforku

Í fréttaskýringaþættinum Kveik var nýverið fjall­að um upp­runa­vott­orð grænnar raforku. Af um­ræðu í þættinum og eft­ir þátt­inn er ljóst að marg­ir eiga í nokkrum vand­ræð­um með að skilja hvað felst í slík­um upp­runa­vott­orðum. Sem kannski er ekki skrýt­ið, því hags­muna­aðilum sem vilja fá þess konar vott­orð frítt meira
16. október 2019

Spáin orðin að veruleika!

Umtalsverðar breytingar hafa nú orðið á raf­orku­við­skipt­um bæði ál­vers Norð­ur­áls og járn­blendi­verk­smiðu Elkem á Grund­ar­tanga. Þar er um að ræða eðli­lega þró­un, sem er í sam­ræmi við spár grein­ar­höf­undar Bæði fyrir­tæk­in, þ.e. Elkem og Norðurál, hafa nú fram­lengt raf­orku­kaup sín frá meira
mynd
11. október 2019

Raunveruleikinn á Norðurskauti

Nú stendur yfir ráð­stefnan Arctic Circle hér í Reykja­vík, þar sem athygl­in bein­ist að Norð­ur­skauts­svæð­inu. Í um­ræð­unni er mik­ið rætt um mik­il­vægi þess að vernda þetta merki­lega og ein­staka svæði. Stað­reynd­in er engu að síð­ur sú að nokkrum mik­il­væg­ustu lönd­un­um sem eiga meira
mynd
4. október 2019

Vatnaskil í raforkuöflun

Um langt skeið hefur raforku­fram­leiðsla mann­kyns byggst á kol­vetnis­bruna, nýt­ingu kjarn­orku og nýt­ingu vatns­afls. Kol­vetnis­brun­inn er fyrir­ferða­mestur, þar sem kol og jarð­gas ásamt olíu hafa lengi verið og eru enn mikil­væg­ustu orku­gjaf­arnir til raf­magns­framleiðslu. Flestum er kunnugt um meira
mynd
18. september 2019

Eldar í eyðimörkinni

Fyrir margt löngu söfnuðust upp um­fangs­mikil og þykk líf­ræn set­lög á svæði þar sem nú liggja sand­auðnir Saudi Arabíu. Á næstu tug­milljón­um ára, þeg­ar Hima­laya­fjöll­in fóru að rísa og fyrstu aparn­ir að spranga um jörð­ina, um­mynd­uð­ust þessi nið­ur­gröfnu set­lög smám sam­an í fljót­andi olíu. Enn liðu meira
mynd
9. ágúst 2019

Ísland ræður sæstrengjum

Evrópusambandið byggir á viða­miklum samn­ingum og öðrum rétt­ar­heim­ild­um. Oft er laga­text­inn flók­inn og ekki aug­ljóst hvernig á að túlka hann. Þetta á auð­vit­að líka við um ís­lenska lög­gjöf. Þess vegna þarf stund­um að koma til kasta dóm­stóla. Sum meint ágrein­ings­efni eru þó þann­ig vax­in að ein­falt meira
mynd
26. júlí 2019

Fáfnir Viking verður Atlantic Harrier

Nú sér líklega loks­ins fyrir endann á sorgar­sög­unni um þjón­ustu­skipið Fáfni Viking. Íslenska fyr­ir­tæk­ið Fáfnir Off­shore pant­aði á sín­um tíma smíði á tveim­ur glæsi­legum þjón­ustu­skip­um fyrir olíu­iðn­að­inn. Þar var sam­ið við norsku skipa­smíða­stöð­ina Havyard í Fosna­vogi. En varla var meira
mynd
28. maí 2019

Norðmenn fjárfesta í íslenskum vindi

Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dóttur­fyrir­tæki á Íslandi; Zephyr Ice­land. Mark­miðið er að reisa hér vind­myllur og vind­myllu­garða og bjóða um­hverf­is­væna raforku á hag­kvæmu og sam­keppn­ishæfu verði. Í þessu skyni hyggst fyrir­tækið á næst­unni m.a. verja veru­leg­um fjár­mun­um til meira
mynd
18. maí 2019

Frá Reins til Rivian

Rafmagnsbílum fer fjölgandi og verða sí­fellt betri. Í síð­ustu grein hér var rak­ið hvern­ig Nor­eg­ur er í far­ar­broddi raf­bíla­væð­ing­ar­inn­ar. Kannski mun­um við brátt sjá svip­aða þró­un hér á Ís­landi. Og kannski get­um við meira að segja bráð­um rennt inn á há­lendið - á rafmagns­jeppa! Biðin eftir meira
9. maí 2019

Rafbílabyltingin orðin að raunveruleika?

Er rafbílabyltingin loks brostin á? Hinn hag­kvæmi raf­magns­bíll hef­ur ans­ið lengi ver­ið rétt hand­an við horn­ið. Það þekkj­um við vel; við sem horfð­um af áfergju á Nýjustu tækni og vísindi hér í Den. Það er a.m.k. svo að í minn­ing­unni finnst grein­ar­höf­undi sem hann hafi horft á hverja raf­bíla­frétt­ina á meira
17. apríl 2019

Hækkandi raforkuverð til stóriðju

Á nýlega afstöðnum ársfundi Lands­virkj­unar var til­kynnt að fyrir­tæk­ið hefði skil­aði met­tekj­um vegna rekstrar­árs­ins 2018. Líkt og grein­ar­höf­und­ur hafði áður spáð fyrir. Á fund­in­um kom einn­ig fram af hálfu Lands­virkj­unar að vind­orka á Ís­landi sé sam­keppn­is­hæf. Eins og meira
mynd
10. apríl 2019

Sæstrengir og raforkuverð

Í umræðu um s.k. þriðja orku­pakka er eitt sem lítt hef­ur verið rætt, en mætti hafa í huga. Sam­kvæmt grein­ingu norsku orku­stofn­unarinnar (NVA) hafa sæ­streng­ir og aðrar raf­orku­teng­ing­ar Norð­manna við ná­granna­rík­in stuðl­að að lægra raf­orku­verði til al­menn­ings en ella hefði orðið. Með sama hætti meira
mynd
23. mars 2019

Endurhannaður vindmyllugarður ofan Búrfells

Á nýliðnum ársfundi sínum kynnti Lands­virkjun endur­hann­aðan vind­myllu­garð ofan Búr­fells. Þar kom fram að stað­setn­ing­u vindmylla er hnik­að til. End­ur­hönn­un­in er í sam­ræmi við þær hug­mynd­ir sem Lands­virkjun (LV) kynnti á fundi Sam­bands íslenska sveitarfélaga s.l. sumar  (2018), sem meira
mynd
17. mars 2019

Óstöðvandi hagkvæmni vindorku

Þeir vindmyllu­garðar sem nú eru byggð­ir eru marg­ir hverj­ir með vind­myll­ur þar sem hver og ein er um þrjú eða 3,5 MW. Það er stórt skref frá því sem var fyrir ein­ung­is nokkr­um ár­um þeg­ar há­marks­afl hverr­ar vind­myllu var oft um eða und­ir 2 MW. Stærri vind­myll­ur auka hag­kvæmn­ina. Og stækk­andi meira
mynd
14. febrúar 2019

Tækniundur hverfur af sviðinu

Airbus hefur ákveðið að hætta fram­leiðslu á stærstu far­þega­þotu heims; risa­þot­unni A380. Þetta þyk­ir mér mið­ur. Bæði sem flug­áhuga­manni og vegna þess að ein­hver besta ferða­reynsla mín fram til þessa er ein­mitt lang­flug með Air­bus A380. Flugreynsla mín með þessari vél er reynd­ar ekki mikil. Ein­ungis tvær ferðir - meira
mynd
26. janúar 2019

Líklega mettekjur hjá Landsvirkjun vegna 2018

Að loknu rekstrarárinu 2017 til­kynnti Lands­virkjun um met­tekjur það ár. Sök­um þess að ál­verð var hærra árið 2018 held­ur en 2017 er lík­legt að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna rekstrar­árs­ins 2018 hafi svo ver­ið enn­þá hærri en var met­árið 2017. Vænt­an­lega mun til­kynn­ing Lands­virkj­unar um tekj­ur meira
mynd
17. janúar 2019

Óheppilegir óvissuþættir um sæstreng

Tvö nátengd fyrirtæki, annað skráð í Bret­landi en hitt í Sviss, vinna nú að því eignast hér virkjanir og að sæ­streng­ur til raf­orku­flutn­inga verði lagð­ur milli Ís­lands og Bret­lands. Þetta sæstrengsverk­efni er áhuga­vert, enda er mögu­legt að með raf­orku­sölu til Bretlands (eða megin­lands Evrópu) geti arð­semi af meira
Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira