Pistlar:

28. maí 2019 kl. 12:58

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Norðmenn fjárfesta í íslenskum vindi

Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dóttur­fyrir­tæki á Íslandi; Zephyr Ice­land. Mark­miðið er að reisa hér vind­myllur og vind­myllu­garða og bjóða um­hverf­is­væna raforku á hag­kvæmu og sam­keppn­ishæfu verði. Í þessu skyni hyggst fyrir­tækið á næst­unni m.a. verja veru­leg­um fjár­mun­um til rann­sókna á vind­að­stæð­um á Íslandi.

Norsk sveitarfélög og fylki

Norska Zephyr er í eigu þriggja norskra vatns­afls­fyrir­tækja. Þau eru Glitre Energi, Vard­ar og Øst­fold Energi. Þessi þrjú fyrir­tæki eru öll í eigu norskra sveit­ar­fél­aga og fylkja. Fram­kvæmda­stjóri Zephyr á Íslandi er Ketill Sigur­jóns­son, sem jafn­framt er hlut­hafi í fyrirt­ækinu.

Meira en 500 MW í rekstri

Zephyr hefur verið leiðandi í nýt­ingu vind­orku í Noregi og hefur þeg­ar reist meira en 300 MW af vind­afli þar í landi. Sú fjár­fest­ing jafn­gildir meira en 35 milljörð­um ís­lenskra króna. Fyr­ir­tækið er nú að reisa þar nýjan 200 MW vind­myllugarð og verður því senn með um 500 MW af vindafli í rekstri. Það jafngildir raf­orku­notkun um 75 þúsund norskra heimila.

Öflugir samstarfsaðilar

Zephyr býr yfir mikilli tæknilegri þekkingu og víðtækri reynslu á öllum þáttum vind­orku­verk­efna og nýtur góðra viðskiptasambanda við ýmsa sterka fjárfesta og fyrirtæki. Meðal nokk­urra helstu við­skipta­vina Zep­hyr í verkefnum fyrirtækisins fram til þessa eru álfram­leið­and­inn Alcoa, fjár­fest­inga­fyrir­tækið Black Rock og tæknirisinn Google.

Zephyr-Tellenes-wind-parkVið stofnun Zephyr Iceland var eftirhafandi haft eftir stjórnarmönnum félagsins:

Olav Rommetveit, forstjóri norska Zephyr og stjórnarformaður Zephyr á Íslandi: Ísland býr yfir geysilega góðum vindaðstæðum og jafnvel enn betri en eru í Noregi. Ég er afar ánægð­ur með þá ákvörðun stjórnar Zephyr að Ísland verði fyrsti markaður okkar utan Nor­egs. Vindurinn á Íslandi, ásamt sveigjanleikanum sem íslenska vatnsaflskerfið býr yfir, skap­ar Íslandi óvenju gott tækifæri til að nýta vindorku með ennþá hagkvæmari hætti en í flest­um öðrum löndum. Samhliða því að íslensk vindorka getur aukið hagsæld á Ís­landi, munu verkefni Zephyr Iceland skapa nýjar tekjur fyrir bæði landeigendur og sveitarfélög.

Morten de la Forest, stjórnarmaður í Zephyr á Íslandi:

Zephyr hefur undanfarið kannað íslenska raforkumarkaðinn ítarlega, ásamt viðeigandi lög­gjöf og stefnu stjórnvalda. Fyrirtækið sér áhugaverð tækifæri til nýt­ing­ar vindorku á Ís­landi og sterkar vísbendingar eru um að íslensk vindorka verði sam­keppnis­hæf við bæði vatns­afl og jarðvarma. Íslenska vind­orku­fyrir­tækið Zephyr Iceland mun njóta góðs af sér­þekk­ingu og reynslu norska móð­ur­félagsins og hefur alla burði til að þróa hér verkefni sem munu reynast bæði hag­kvæm og umhverfisvæn.

Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi:

Á síðustu árum hefur vindorka orðið sífellt ódýrari og hagkvæmari. Það er því sann­ar­lega  tíma­bært að byrja að nýta vindinn hér á Íslandi til raforkuframleiðslu og þannig stuðla að enn sterkari sam­keppnishæfni Íslands. Um leið er afar hvetjandi að hafa feng­ið svo öflugt og reynslu­mikið fyrirtæki til samstarfs sem norska Zephyr er. Rétt eins og í verkefnum Zep­hyr í Noregi, mun Zephyr Iceland leggja höfuð­áherslu á vandaðan undirbúning verk­efna og góða upplýsingamiðlun, enda er mikil­vægt að breið sátt ríki um uppbyggingu af þessu tagi. Fram­tíð Íslands er vindasöm og björt í senn.

-------

Nánari upplýsingar veitir Ketill Sigurjónsson (s. 863 8333). Starfsstöð Zephyr Iceland er að Kalk­ofnsvegi 2 við Hafnartorg í Reykjavík. Myndin hér að ofan sýnir vindmyllugarðinn Tellenes, sem Zephyr lauk við sumarið 2017. Hann er 160 MW og er öll raforkan seld til Google með langtímasamningi.

mynd
18. maí 2019

Frá Reins til Rivian

Rafmagnsbílum fer fjölgandi og verða sí­fellt betri. Í síð­ustu grein hér var rak­ið hvern­ig Nor­eg­ur er í far­ar­broddi raf­bíla­væð­ing­ar­inn­ar. Kannski mun­um við brátt sjá svip­aða þró­un hér á Ís­landi. Og kannski get­um við meira að segja bráð­um rennt inn á há­lendið - á rafmagns­jeppa! Biðin eftir meira
9. maí 2019

Rafbílabyltingin orðin að raunveruleika?

Er rafbílabyltingin loks brostin á? Hinn hag­kvæmi raf­magns­bíll hef­ur ans­ið lengi ver­ið rétt hand­an við horn­ið. Það þekkj­um við vel; við sem horfð­um af áfergju á Nýjustu tækni og vísindi hér í Den. Það er a.m.k. svo að í minn­ing­unni finnst grein­ar­höf­undi sem hann hafi horft á hverja raf­bíla­frétt­ina á meira
17. apríl 2019

Hækkandi raforkuverð til stóriðju

Á nýlega afstöðnum ársfundi Lands­virkj­unar var til­kynnt að fyrir­tæk­ið hefði skil­aði met­tekj­um vegna rekstrar­árs­ins 2018. Líkt og grein­ar­höf­und­ur hafði áður spáð fyrir. Á fund­in­um kom einn­ig fram af hálfu Lands­virkj­unar að vind­orka á Ís­landi sé sam­keppn­is­hæf. Eins og meira
mynd
10. apríl 2019

Sæstrengir og raforkuverð

Í umræðu um s.k. þriðja orku­pakka er eitt sem lítt hef­ur verið rætt, en mætti hafa í huga. Sam­kvæmt grein­ingu norsku orku­stofn­unarinnar (NVA) hafa sæ­streng­ir og aðrar raf­orku­teng­ing­ar Norð­manna við ná­granna­rík­in stuðl­að að lægra raf­orku­verði til al­menn­ings en ella hefði orðið. Með sama hætti meira
mynd
23. mars 2019

Endurhannaður vindmyllugarður ofan Búrfells

Á nýliðnum ársfundi sínum kynnti Lands­virkjun endur­hann­aðan vind­myllu­garð ofan Búr­fells. Þar kom fram að stað­setn­ing­u vindmylla er hnik­að til. End­ur­hönn­un­in er í sam­ræmi við þær hug­mynd­ir sem Lands­virkjun (LV) kynnti á fundi Sam­bands íslenska sveitarfélaga s.l. sumar  (2018), sem meira
mynd
17. mars 2019

Óstöðvandi hagkvæmni vindorku

Þeir vindmyllu­garðar sem nú eru byggð­ir eru marg­ir hverj­ir með vind­myll­ur þar sem hver og ein er um þrjú eða 3,5 MW. Það er stórt skref frá því sem var fyrir ein­ung­is nokkr­um ár­um þeg­ar há­marks­afl hverr­ar vind­myllu var oft um eða und­ir 2 MW. Stærri vind­myll­ur auka hag­kvæmn­ina. Og stækk­andi meira
mynd
14. febrúar 2019

Tækniundur hverfur af sviðinu

Airbus hefur ákveðið að hætta fram­leiðslu á stærstu far­þega­þotu heims; risa­þot­unni A380. Þetta þyk­ir mér mið­ur. Bæði sem flug­áhuga­manni og vegna þess að ein­hver besta ferða­reynsla mín fram til þessa er ein­mitt lang­flug með Air­bus A380. Flugreynsla mín með þessari vél er reynd­ar ekki mikil. Ein­ungis tvær ferðir - meira
mynd
26. janúar 2019

Líklega mettekjur hjá Landsvirkjun vegna 2018

Að loknu rekstrarárinu 2017 til­kynnti Lands­virkjun um met­tekjur það ár. Sök­um þess að ál­verð var hærra árið 2018 held­ur en 2017 er lík­legt að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna rekstrar­árs­ins 2018 hafi svo ver­ið enn­þá hærri en var met­árið 2017. Vænt­an­lega mun til­kynn­ing Lands­virkj­unar um tekj­ur meira
mynd
17. janúar 2019

Óheppilegir óvissuþættir um sæstreng

Tvö nátengd fyrirtæki, annað skráð í Bret­landi en hitt í Sviss, vinna nú að því eignast hér virkjanir og að sæ­streng­ur til raf­orku­flutn­inga verði lagð­ur milli Ís­lands og Bret­lands. Þetta sæstrengsverk­efni er áhuga­vert, enda er mögu­legt að með raf­orku­sölu til Bretlands (eða megin­lands Evrópu) geti arð­semi af meira
23. nóvember 2018

Gjörbreyttar forsendur sæstrengs

Það sem skiptir arðsemi sæstrengs máli er hvort það náist samn­ingur við bresk stjórn­völd um orku­verð sem gild­ir út líf­tíma sæ­strengs­ins eða ekki. Í upp­lýsingum sem Lands­virkjun hefur birt frá orku­mála­ráðu­neyti Bret­lands um verð á endur­nýjan­legri orku kemur fram að það er þrisvar til fimm sinn­um hærra en lista­verð meira
mynd
8. október 2018

Sæstrengsfyrirtæki horfir til HS Orku

Frá því í vor hefur 12,7% hluti í HS Orku verið til sölu. Sá sem vill selja er ísl­ensk­ur fjár­festinga­sjóð­ur sem kallast ORK, en hann er í eigu nokk­urra ísl­enskra líf­eyris­sjóða og fleiri s.k. fag­fjár­festa. Og nú ber­ast frétt­ir um að búið sé að selja þessa eign ORK. Kaup­and­inn er sagð­ur vera svissneskt félag, DC meira
mynd
16. september 2018

Rís vindmyllugarður ofan við Búrfell?

Eftir nokkurra ára undir­búning Lands­virkjunar fyrir allt að 200 MW vind­myllu­garð við há­lend­is­brún­ina ofan við Búr­fell taldi Skipu­lags­stofn­un til­efni til að þau áform yrðu endur­skoð­uð. Sú end­ur­skoð­un af hálfu Lands­virkj­un­ar stend­ur nú yfir og hefur fyrir­tæk­ið sagst stefna að minna meira
mynd
26. ágúst 2018

Norska olíuævintýrið í hámarki

Um aldamótin síðustu leit út fyrir að norska olíu­ævin­týrið hefði náð há­marki. Og að þaðan í frá myndi fram­leiðsl­an minnka. En með auk­inni vinnslu á jarð­gasi og óvænt­um fundi nýrra mjög stórra olíu­linda á norska land­grunn­inu hefur þetta mikla efna­hags­ævin­týri Norð­manna verið fram­lengt. Nú er þess vænst að olíu- og meira
mynd
19. ágúst 2018

Straumhvörf í raforkugeiranum

Mikill vöxtur hefur verið í nýt­ingu á vind- og sól­ar­orku síð­ustu árin. Nú er lið­inn u.þ.b. ára­tugur síðan sá sem þetta skrif­ar byrj­aði að sjá tæki­færi í þess­um teg­undum raf­orku­fram­leiðslu. Þá virt­ist sem bjart­ast væri fram­undan í nýt­ingu sólar­orku, enda voru mjög góð­ar horf­ur á hratt meira
mynd
2. ágúst 2018

Statoil orðið Jafnaðarnorður

Heimurinn er að breytast og líka Stat­oil. Sagði stjórnar­for­maður Stat­oil í mars s.l. þegar hann tilkynnti að senn fengi þetta stærsta fyrir­tæki Norður­land­anna nýtt nafn. Sumir héldu jafnvel að um snemm­borið apríl­gabb væri að ræða. Hér er fjallað um þessa óvæntu nafna­breyt­ingu og nýjar áherslur meira
mynd
24. júlí 2018

Vindorkan orðin hagkvæmust

Fyrirtæki sem nota mikið rafmagn leggja eðli­lega mik­ið upp úr því að leita eftir ódýr­ustu raf­ork­unni. Um leið skipt­ir það þau miklu ef unnt er að tryggja að raf­magns­verðið rjúki ekki skyndi­lega upp. Þess vegna hafa slík fyrir­tæki löng­um sóst eftir lang­tíma­samn­ing­um með föstu orku­verði eða að verð­ið sé tengt þeirra meira
mynd
4. júlí 2018

Lögmál Ørsteds

Gömlu norrænu olíufyrirtækin eru skyndilega horfin. Að vísu ekki rekstur þeirra, heldur nöfnin. Fyrir­tækið Stat­oil er ekki lengur til. Því nafni þessa norska olíu­risa var ný­ve­rið breytt og heitir þetta tíunda stærsta olíu- og jarð­gas­fyrir­tæki heimsins á hluta­bréfa­mark­aði nú Equinor. Hitt rótgróna norræna olíufyrir­tækið, sem nú hefur skipt meira
mynd
18. júní 2018

Rís rándýr virkjun í norðri?

Áhuga­vert er að skoða saman­burð á kostn­aði ísl­enskra virkj­ana. Þá sést að kostn­að­ur­inn þar er mjög mis­mun­andi. T.a.m. er fyrir­hug­uð Hval­ár­virkj­un á Strönd­um í þessu sam­hengi ansið dýr virkj­un. Samt er mik­ill áhugi á að reisa virkj­un­ina. Sá vilji virðist end­ur­spegl­a ákveðna meira
21. maí 2018

Bætt nýting orku­kerfisins með betra flutningskerfi

Veru­legt átak þarf til að bæta flutn­ing og dreif­ingu á raf­orku um landið og Lands­net þarf að byggja upp traust gagn­vart því að velja réttu leið­ina fyrir nýj­ar há­spennu­lín­ur. Þetta er álit for­stjóra Lands­virkj­unar (LV) og kom ný­ver­ið fram í við­tali á morgun­út­varpi RÚV, en LV er ein­mitt meira
Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.

Meira