Pistlar:

8. mars 2020 kl. 11:05

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Tekist á um 200 milljarða króna i Straumsvík

Risafyrirtækið Rio Tinto segist íhuga stöðu og jafnvel lokun álversins í Straums­vík. Vegna þess að ál­ver­ið sé ekki sam­keppn­is­hæft og verði það ekki nema ál­verð hækki eða raf­orku­verð ál­vers­ins lækki. Þar sem raf­orku­samn­ing­ur álfyr­ir­tæk­is­ins og Lands­virkj­un­ar kveð­ur á um háa kaup­skyldu ál­vers­ins á raf­magni og til­tekn­ar ábyrgð­ir Rio Tinto þar að lút­andi, eru þó senni­lega meiri lík­ur en minni á því að ál­ver­ið haldi áfram starf­semi. Þarna er þó ekk­ert öruggt.

Hvort sem álverið í Straums­vík er að fara að loka eður ei, er rétt að hafa í huga að of­fram­boð af áli í heim­in­um er stað­reynd. Og það of­fram­boð virð­ist lang­var­andi. Of­fram­boðið núna má fyrst og fremst rekja til Kína, þar sem álver hafa verið reist hraðar en sem nemur vexti í álnotkun. Ein af­leið­ing þessa of­fram­boðs er að mörg­um ál­ver­um utan Kína hef­ur ver­ið lok­að, svo sem í Banda­ríkj­un­um. Enn er samt fátt sem bend­ir til þess að ál­verð muni hækka á næst­unni. Þvert á móti virðist lík­legra að of­fram­boð af áli í Kína haldi enn áfram að auk­ast.

Ís­land er stærsti ál­fram­leið­andi heims mið­að við höfða­tölu og vegna of­fjár­fest­inga í ál­ver­um í Kína er orð­ið mun áhættu­sam­ara en áð­ur að reiða sig á ál­ver sem orku­kaup­endur. Það er alls ekki öruggt að stærstu orku­fyr­ir­tæk­in í eigu okk­ar Ís­lend­inga, Lands­virkj­un og Orku­veita Reykja­vík­ur, geti áfram um langa fram­tíð selt stærst­an hluta raf­orku­fram­leiðslu sinn­ar til ál­vera. 

Landsvirkjun-tekjur-skipting-2019_Askja-Energ-Partners-2020-MBLSamkvæmt orku­samningi Lands­virkj­unar við ál­ver Rio Tinto í Straums­vík ber orku­fyr­ir­tæk­inu að út­vega ál­verinu raf­orku allt fram til árs­ins 2036. Raf­ork­an sem fer til Straums­vík­ur er á bil­inu 20-25% af allri raf­orku­fram­leiðslu Lands­virkj­un­ar. Fyr­ir fá­ein­um áru­m námu tekj­urn­ar af þess­um við­skipt­um Lands­virkj­un­ar og ál­fyr­ir­tæk­is­ins um þriðj­ungi raf­orku­tekna Lands­virkj­un­ar. Í kjöl­far tjóns í ein­um ker­skála ál­ver­sins um mitt síð­asta ár (2019) minnkuðu við­skiptin og nema nú um fjórð­ungi allra tekna orku­fyr­ir­tæk­is­ins af raf­orku­sölu. Sbr. tafl­an hér til hliðar.

Þarna er um mikla fjár­hags­lega hags­muni að ræða fyrir bæði Lands­virkj­un og Rio Tinto. Verð­mæti raf­orkusamn­ings fyr­ir­tækj­anna, sem er að uppistöðu frá 2010, nemur um 250-300 milljörð­um króna að nú­virði, þ.e. sam­an­lagð­ar tekj­ur Lands­virkj­un­ar og Lands­nets af samn­ingn­um all­an samn­ings­tím­ann. Þar af eiga um 150-200 milljarð­ar króna eft­ir að greið­ast vegna samn­ings­tím­ans fram til 2036. Og það vel að merkja allt í bein­hörð­um er­lend­um gjald­eyri!

Álver nota gríðarlega mikið af raforku; eru s.k. stórnotendur eða stóriðja. Ef ál­ver dreg­ur veru­lega úr fram­leiðslu sinni eða lok­ar tek­ur lang­an tíma að t.a.m. nægj­an­lega mörg gagna­ver rísi til að geta leyst álver af hólmi í raf­orku­notkun. Og meira að segja nýtt kís­il­ver dugar þar skammt. Lang­var­andi of­fram­boð af áli og sú stað­reynd að stór­fyr­ir­tæk­ið Rio Tinto skuli nú alvar­lega íhuga lok­un ál­vers­ins í Strams­vík ætti að sýna okk­ur Ís­lend­ing­um öll­um hversu mik­il­vægt það er að Lands­virkj­un eigi sem greið­ast­an að­gang að góð­um og fjöl­breytt­um hópi við­skipta­vina.

Í reynd er fyrst og fremst einn mögu­leiki sem gæti skap­að ámóta eft­ir­spurn eftir raf­orku Lands­virkj­un­ar eins og ál­ver ger­ir. Sem er sala á grænni orku um sæ­streng til Evrópu. Það að Rio Tinto gef­ur nú í skyn að fyrir­tæk­ið hygg­ist mögu­lega gef­ast upp gagn­vart of­fram­boði á kín­versu áli er mik­il­væg áminn­ing. Áminning um að hugað sé að nýj­um stór­um kaup­anda að hluta þeirr­ar miklu end­ur­nýj­an­legu orku sem opin­beru orku­fyr­ir­tæk­in, Lands­virkj­un og Orku­veita Reykja­vík­ur, fram­leið­a í virkj­unum sínum.

Mögulega sér Rio Tinto að sér og tryggir far­sæla starf­semi ál­vers­ins í Straums­vík enn um langa fram­tíð. En í ljósi þess að kín­versk­ur ál­út­flutn­ing­ur er lík­leg­ur til að halda áfram að vaxa, kann að vera að álverinu verði lokað, hvort sem það verður fyrr eða síðar. Það væri því skyn­samlegt að ís­lensk stjórn­völd leggi auk­inn kraft í að kanna sæ­strengs­verk­efnið. Þetta mál snýst um afar mikil­væga við­skipta­hags­muni okkar sem þjóðar.

Höfundur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyrir­tækis­ins Zephyr Iceland og sem Íslend­ing­ur einn af óbein­um eig­end­um Lands­virkj­un­ar, rétt eins og lang­flestir ef ekki all­ir les­en­dur grein­ar­innar.

21. febrúar 2020

Ísland er land grænnar raforku

Í fréttaskýringaþættinum Kveik var nýverið fjall­að um upp­runa­vott­orð grænnar raforku. Af um­ræðu í þættinum og eft­ir þátt­inn er ljóst að marg­ir eiga í nokkrum vand­ræð­um með að skilja hvað felst í slík­um upp­runa­vott­orðum. Sem kannski er ekki skrýt­ið, því hags­muna­aðilum sem vilja fá þess konar vott­orð frítt meira
16. október 2019

Spáin orðin að veruleika!

Umtalsverðar breytingar hafa nú orðið á raf­orku­við­skipt­um bæði ál­vers Norð­ur­áls og járn­blendi­verk­smiðu Elkem á Grund­ar­tanga. Þar er um að ræða eðli­lega þró­un, sem er í sam­ræmi við spár grein­ar­höf­undar Bæði fyrir­tæk­in, þ.e. Elkem og Norðurál, hafa nú fram­lengt raf­orku­kaup sín frá meira
mynd
11. október 2019

Raunveruleikinn á Norðurskauti

Nú stendur yfir ráð­stefnan Arctic Circle hér í Reykja­vík, þar sem athygl­in bein­ist að Norð­ur­skauts­svæð­inu. Í um­ræð­unni er mik­ið rætt um mik­il­vægi þess að vernda þetta merki­lega og ein­staka svæði. Stað­reynd­in er engu að síð­ur sú að nokkrum mik­il­væg­ustu lönd­un­um sem eiga meira
mynd
4. október 2019

Vatnaskil í raforkuöflun

Um langt skeið hefur raforku­fram­leiðsla mann­kyns byggst á kol­vetnis­bruna, nýt­ingu kjarn­orku og nýt­ingu vatns­afls. Kol­vetnis­brun­inn er fyrir­ferða­mestur, þar sem kol og jarð­gas ásamt olíu hafa lengi verið og eru enn mikil­væg­ustu orku­gjaf­arnir til raf­magns­framleiðslu. Flestum er kunnugt um meira
mynd
18. september 2019

Eldar í eyðimörkinni

Fyrir margt löngu söfnuðust upp um­fangs­mikil og þykk líf­ræn set­lög á svæði þar sem nú liggja sand­auðnir Saudi Arabíu. Á næstu tug­milljón­um ára, þeg­ar Hima­laya­fjöll­in fóru að rísa og fyrstu aparn­ir að spranga um jörð­ina, um­mynd­uð­ust þessi nið­ur­gröfnu set­lög smám sam­an í fljót­andi olíu. Enn liðu meira
mynd
9. ágúst 2019

Ísland ræður sæstrengjum

Evrópusambandið byggir á viða­miklum samn­ingum og öðrum rétt­ar­heim­ild­um. Oft er laga­text­inn flók­inn og ekki aug­ljóst hvernig á að túlka hann. Þetta á auð­vit­að líka við um ís­lenska lög­gjöf. Þess vegna þarf stund­um að koma til kasta dóm­stóla. Sum meint ágrein­ings­efni eru þó þann­ig vax­in að ein­falt meira
mynd
26. júlí 2019

Fáfnir Viking verður Atlantic Harrier

Nú sér líklega loks­ins fyrir endann á sorgar­sög­unni um þjón­ustu­skipið Fáfni Viking. Íslenska fyr­ir­tæk­ið Fáfnir Off­shore pant­aði á sín­um tíma smíði á tveim­ur glæsi­legum þjón­ustu­skip­um fyrir olíu­iðn­að­inn. Þar var sam­ið við norsku skipa­smíða­stöð­ina Havyard í Fosna­vogi. En varla var meira
mynd
28. maí 2019

Norðmenn fjárfesta í íslenskum vindi

Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dóttur­fyrir­tæki á Íslandi; Zephyr Ice­land. Mark­miðið er að reisa hér vind­myllur og vind­myllu­garða og bjóða um­hverf­is­væna raforku á hag­kvæmu og sam­keppn­ishæfu verði. Í þessu skyni hyggst fyrir­tækið á næst­unni m.a. verja veru­leg­um fjár­mun­um til meira
mynd
18. maí 2019

Frá Reins til Rivian

Rafmagnsbílum fer fjölgandi og verða sí­fellt betri. Í síð­ustu grein hér var rak­ið hvern­ig Nor­eg­ur er í far­ar­broddi raf­bíla­væð­ing­ar­inn­ar. Kannski mun­um við brátt sjá svip­aða þró­un hér á Ís­landi. Og kannski get­um við meira að segja bráð­um rennt inn á há­lendið - á rafmagns­jeppa! Biðin eftir meira
9. maí 2019

Rafbílabyltingin orðin að raunveruleika?

Er rafbílabyltingin loks brostin á? Hinn hag­kvæmi raf­magns­bíll hef­ur ans­ið lengi ver­ið rétt hand­an við horn­ið. Það þekkj­um við vel; við sem horfð­um af áfergju á Nýjustu tækni og vísindi hér í Den. Það er a.m.k. svo að í minn­ing­unni finnst grein­ar­höf­undi sem hann hafi horft á hverja raf­bíla­frétt­ina á meira
17. apríl 2019

Hækkandi raforkuverð til stóriðju

Á nýlega afstöðnum ársfundi Lands­virkj­unar var til­kynnt að fyrir­tæk­ið hefði skil­aði met­tekj­um vegna rekstrar­árs­ins 2018. Líkt og grein­ar­höf­und­ur hafði áður spáð fyrir. Á fund­in­um kom einn­ig fram af hálfu Lands­virkj­unar að vind­orka á Ís­landi sé sam­keppn­is­hæf. Eins og meira
mynd
10. apríl 2019

Sæstrengir og raforkuverð

Í umræðu um s.k. þriðja orku­pakka er eitt sem lítt hef­ur verið rætt, en mætti hafa í huga. Sam­kvæmt grein­ingu norsku orku­stofn­unarinnar (NVA) hafa sæ­streng­ir og aðrar raf­orku­teng­ing­ar Norð­manna við ná­granna­rík­in stuðl­að að lægra raf­orku­verði til al­menn­ings en ella hefði orðið. Með sama hætti meira
mynd
23. mars 2019

Endurhannaður vindmyllugarður ofan Búrfells

Á nýliðnum ársfundi sínum kynnti Lands­virkjun endur­hann­aðan vind­myllu­garð ofan Búr­fells. Þar kom fram að stað­setn­ing­u vindmylla er hnik­að til. End­ur­hönn­un­in er í sam­ræmi við þær hug­mynd­ir sem Lands­virkjun (LV) kynnti á fundi Sam­bands íslenska sveitarfélaga s.l. sumar  (2018), sem meira
mynd
17. mars 2019

Óstöðvandi hagkvæmni vindorku

Þeir vindmyllu­garðar sem nú eru byggð­ir eru marg­ir hverj­ir með vind­myll­ur þar sem hver og ein er um þrjú eða 3,5 MW. Það er stórt skref frá því sem var fyrir ein­ung­is nokkr­um ár­um þeg­ar há­marks­afl hverr­ar vind­myllu var oft um eða und­ir 2 MW. Stærri vind­myll­ur auka hag­kvæmn­ina. Og stækk­andi meira
mynd
14. febrúar 2019

Tækniundur hverfur af sviðinu

Airbus hefur ákveðið að hætta fram­leiðslu á stærstu far­þega­þotu heims; risa­þot­unni A380. Þetta þyk­ir mér mið­ur. Bæði sem flug­áhuga­manni og vegna þess að ein­hver besta ferða­reynsla mín fram til þessa er ein­mitt lang­flug með Air­bus A380. Flugreynsla mín með þessari vél er reynd­ar ekki mikil. Ein­ungis tvær ferðir - meira
mynd
26. janúar 2019

Líklega mettekjur hjá Landsvirkjun vegna 2018

Að loknu rekstrarárinu 2017 til­kynnti Lands­virkjun um met­tekjur það ár. Sök­um þess að ál­verð var hærra árið 2018 held­ur en 2017 er lík­legt að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna rekstrar­árs­ins 2018 hafi svo ver­ið enn­þá hærri en var met­árið 2017. Vænt­an­lega mun til­kynn­ing Lands­virkj­unar um tekj­ur meira
mynd
17. janúar 2019

Óheppilegir óvissuþættir um sæstreng

Tvö nátengd fyrirtæki, annað skráð í Bret­landi en hitt í Sviss, vinna nú að því eignast hér virkjanir og að sæ­streng­ur til raf­orku­flutn­inga verði lagð­ur milli Ís­lands og Bret­lands. Þetta sæstrengsverk­efni er áhuga­vert, enda er mögu­legt að með raf­orku­sölu til Bretlands (eða megin­lands Evrópu) geti arð­semi af meira
23. nóvember 2018

Gjörbreyttar forsendur sæstrengs

Það sem skiptir arðsemi sæstrengs máli er hvort það náist samn­ingur við bresk stjórn­völd um orku­verð sem gild­ir út líf­tíma sæ­strengs­ins eða ekki. Í upp­lýsingum sem Lands­virkjun hefur birt frá orku­mála­ráðu­neyti Bret­lands um verð á endur­nýjan­legri orku kemur fram að það er þrisvar til fimm sinn­um hærra en lista­verð meira
mynd
8. október 2018

Sæstrengsfyrirtæki horfir til HS Orku

Frá því í vor hefur 12,7% hluti í HS Orku verið til sölu. Sá sem vill selja er ísl­ensk­ur fjár­festinga­sjóð­ur sem kallast ORK, en hann er í eigu nokk­urra ísl­enskra líf­eyris­sjóða og fleiri s.k. fag­fjár­festa. Og nú ber­ast frétt­ir um að búið sé að selja þessa eign ORK. Kaup­and­inn er sagð­ur vera svissneskt félag, DC meira
Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.

Meira