Pistlar:

10. desember 2018 kl. 19:42

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Frumvarp um lyklalög

Nýlega var lagt fram frumvarp sem segja má sé lyklafrumvarp. Það gengur í stuttu máli út á það að ef fólk af einhverjum ástæðum gæti ekki staðið í skilum á húsnæðislánum sínum og húsnæði þeirra færi á nauðungaruppboð, þá þyrfti það þó ekki jafnvel hugsanlega að skulda enn í húsnæðinu ef það sem fengist úr nauðungaruppboðinu dekki ekki eftirstöðvar skulda. 

Það er mörgum enn í fersku minni að slíkt gerðist því miður í kjölfar hrunsins. Fólk missti ekki einungis húsnæði sitt heldur sat uppi með gríðarlegar skuldir. Þetta ástand hefði orðið enn verra ef lánveitingar í erlendum myntum til húsnæðiskaupa hefðu ekki verið dæmd ólögmæt.

Ég fór að fjalla um þetta frumvarp skömmu eftir hrun og í framhaldinu tóku nokkrir þingmenn undir þau orð. Fram kemur í ræðu Guðmundar Inga Kristinssonar um frumvarpið að fimm frumvörp af svipuðum toga hafi komið fram áður, án árangurs. Í dag skilaði ég áliti að frumvarpinu og birtist afrit af því hér að neðan.

MWM

Einn af þeim lærdómum sem hrunið 2008 ætti að hafa kennt landi og þjóð um ókomna tíð er að fjármálastofnanir vandi ávallt til verka þegar kemur að lánveitingum húsnæðislána. Á árunum fyrir hrun var gríðarleg aukning í lánum til heimila, meðal annars húsnæðislána, og voru slík lán í sumum tilvikum jafnvel tengd erlendum myntum. Óþarfi er að rifja upp smáatriði varðandi þann skaða sem hlaust í sumum tilvikum af slíkum lánveitingum, en flest okkar þekktu dæmi um vini og vandamenn sem misstu húsnæði sitt. Í mörgum tilvikum sátu sumir einstaklingar samt sem áður með skuldabagga vegna þess að söluvirði húsnæðis á nauðungarsölu dugði ekki til að dekka eftirstöðvar húsnæðislánsins sem á því hvíldi. Þetta ástand hefði verið enn verra ef erlend lán hefðu ekki verið dæmd ólögmæt.

Ólíklegt er að slík mistök yrðu endurtekin í dag; of stutt er síðan að þau áttu sér stað. Saga fjármála sýnir aftur á móti að minni fólks af fyrri fjármálakreppum er stundum töluvert styttra en ætla mætti. Því þarf að nýta „lognið“ sem myndast eftir að versti skellurinn er afstaðinn af fyrra hruni til að byrgja brunninn. Líklegt er að sé beðið eftir hættumerkjum um að útlánabóla sé að myndast er hugsanlegt að stemmningin í þjóðfélaginu verði komin á það stig að alls kyns réttlætingar um að „nú sé ástandið öðruvísi en áður“ kæfi slíka umræðu.

Þetta frumvarp leiðir ekki einungis til þess að réttur lántaka á húsnæðislánum gæti aukist heldur gæti það leitt til lægri vaxtakostnaðar.

Vaxtakostnaður

Eitt af því sem heldur vaxtastigi háu á útlánum er afskriftarþörf fjármálastofnanna. Sé mikil þörf á miklum afskriftum ár frá ári þá eru það fyrst og fremst þeir skuldarar sem standa í skilum sem þurfa að bera þann kostnað. Þó svo að fjármálastofnanir kyngi ákveðinn hluta kostnaðar í formi lægri hagnaðar þá færist stór hluti hans óhjákvæmilega til þeirra aðila sem standa í skilum með hærri vaxtakostnaði, þar sem að vaxtamunur fjármálastofnanna eykst til að dekka útlánatöp.

Í skýrslu sem ég skrifaði árið 2010 varðandi verðtryggingu að beiðni VR fyrir milligöngu Stofnunar um fjármálalæsi[1] kemur eftirfarandi fram:

Þegar útlán eru óvönduð þurfa allir að taka þátt í nokkurs konar samábyrgð á lánum með óbeinum hætti, þ.e. háu vaxtastigi. Hugsanlegt væri að lánakjör tækju meira mið af greiðslugetu einstaklinga. Vaxtastig af húsnæði myndi hækka eftir því sem hærra hlutfall af fasteignamati eða íbúðarverði húsnæðis væri sett að veði.

Vaxtastig, með öðrum orðum, hækkar eftir því sem að áhætta í útlánum eykst. Þetta er útskýrt enn frekar síðar í ritinu:

Nú er töluverð umræða um hvort húseigendur eigi að mega skila húsnæði sínu sjái þeir fram á að geta ekki staðið í skilum á lánum sínum, samanber svokallað „Lyklafrumvarp“. Það gæti verið fýsilegur kostur ef áhvílandi lán eru orðin töluvert hærri en verðgildi veðsettrar eignar. Verði „Lyklafrumvarpið“ leitt í lög myndi áhætta banka við lánveitingu aukast, en á móti kæmi meira aðhald í útlánum. Áhætta og verðlagning hennar af útlánum umfram hóflegt veðhlutfall yrði metið á einstaklingsbundnum forsendum. Það er ólíklegt að fjármálastofnanir hefðu veitt 90% lán og/eða lán tengd erlendri mynt hefðu heimildir í anda „Lyklafrumvarpsins“ verið til staðar fyrir fáeinum árum.

Þessi orð eiga jafn vel við í dag og árið 2010.

Már Wolfgang Mixa

[1] Verðtrygging fjárskuldbindinga: Verðtryggðir eða óverðtryggðir vextir (2010). Sjá hérna: https://www.vr.is/media/2057/verdtrygging-fjarskuldbindinga.pdf

18. október 2018

Það ríkir enn 2007 ISK

Ég skrifaði fyrir tæpum tveimur árum síðan greinina 2007 ISK. Þar benti ég á að að teknu tilliti til gengi íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku (sem er beintengd evrunni), verðbólgu í Danmörku og launavísitölunnar á Íslandi þá væri danska krónan ódýrari fyrir Íslendinga heldur en hún var árið 2007 þegar að allt lék í lyndi hér, á yfirborðinu í það minnsta. Augljóst var að ég taldi að meira
3. október 2018

The Manic Millennium - Brestir myndast 4

Það er ekki eins og lítið hafi gengið á daganna fyrir falli bankanna. Það lék allt á reiðiskjálfti áður en allt fór um koll. Hér er örlítil lýsing á ástandinu. Þeir sem hafa ekki lesið fyrri þrjá kaflanna sem ég birti úr bók minni sem er í bígerð ættu að byrja lesturinn hérna. Brestir myndast Ég hitti kunningja minn, Anton, á 101 Hóteli daginn eftir. Hann segir mér að fólk í meira
28. september 2018

The Manic Millennium - Áhyggjur og áhyggjuleysi 3

Bókin Ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvaldsson er áhugaverð og skemmtileg lesning. Eitt af því sem vakti sérstaka athygli mína við lestur hennar var það hversu litlar áhyggjur hann hafði af ástandinu seint í september árið 2008. Hann var á leið í frí til Feneyja þegar að hann fékk boð um að fresta þeim áformum og koma til baka í vinnu; það væri mikil vandræði í gangi. Þessi kafli lýsir því meira
24. september 2018

Endurminningar verðbréfagutta - The Manic Millennium - Slæmt ástand verður verra 2

Þetta er framhald af kaflanum Margboðuð endalok. Ef þú hefur ekki lesið fyrsta hlutann þá er best að byrja lesturinn hérna. Slæmt ástand verður verra En ástandið á fjármálamörkuðum heldur áfram að versna og í miðri vikunni kemur annað áfall. Fall bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers hefur víðtækari áhrif á fjármálamarkaði en flestum óraði fyrir og eðlilega versnar ástandið enn frekar á meira
17. september 2018

Endurminningar verðbréfagutta - The Manic Millennium - Margboðuð endalok 1

Það eru 10 ár síðan að fjármálakerfi heimsins hrundi. Þetta tímabil hafði gríðarlega mikil áhrif á mig sem og marga Íslendinga. Munurinn á milli mín og flestra er að ég hafði haft áhyggjur af því að illa færi í töluverðan tíma. Ég bjóst ekki við að allt fjármálakerfi Íslands myndi hrynja en ég bjóst við miklu hruni. Stór ástæða þess var sú að ég hafði lesið mikið varðandi sögu fjármálahruna árin meira
11. september 2018

Tesla - Ofmetið? Já? Nei? Kannski?

Mikið hefur undanfarið verið rætt um fyrirtækið Tesla. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu rafmagnsbíla. Markaðsvirði þess er í dag $47 milljarðar. Markaðsvirði Ford bílaframleiðandans er til samanburðar nú um $37 milljarða. Afar margir fjárfestar hafa tekið skortstöðu í fyrirtækinu. Það felur í sér að veðja á að gengi þess falli á næstunni, öfugt við það að hagnast á kaupum bréfa sem hækka í meira
21. ágúst 2018

Umbreytanleg skuldabréf

Þegar kemur að fjármögnun fyrirtækja skiptir miklu máli á hvaða stigi þau eru. Stöndug fyrirtæki fjármagna sig almennt með eigin fé, það er fjárflæði sem fæst frá rekstri þess, og útgáfu skuldabréfa. Því meira sem að fyrirtæki nálgast það að vera skilgreind sem sprotafyrirtæki, þeim mun meira vægi fá aðrar fjármögnunarleiðir, eins og útgáfa hlutabréfa. Til þess að fyrirtæki fari þó að gefa út meira
13. ágúst 2018

Verðmætustu fyrirtæki heims

Það vakti töluverða athygli þegar markaðsvirði Apple rauf 1.000 milljarða dollara múrinn um daginn. Þetta er ekki lítil tala. Samtala íslenskra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur sveiflast í kringum þessa tölu undanfarin ár, nema hvað sú tala er í krónum en ekki bandarískum dollurum, en hver dollari kostar nú í kringum 110 íslenskar krónur. Markaðsvirði Apple er með öðrum orðum meira en meira
25. júlí 2018

20 stærstu hluthafar – Gegnsæi og traust

Fyrr í vikunni fjallaði ég um neikvæð áhrif þess að Kauphöllin treysti sér ekki til að birta vikulega uppfærðan lista af 20 stærstu hluthöfum skráðra íslenskra félaga sökum nýrra laga varðandi persónuvernd. Síðar sama dag og sá pistill fór í loftið birtist frétt í Fréttablaðinu (sem fyrst upphaflega athygli á þessu máli) um málið. Í viðtali við Pál Harðarson, forstjóra meira
23. júlí 2018

Fjárfestavernd fórnuð fyrir persónuvernd

20 stærstu hluthafar Seint á árinu 2007 hafði ákveðinn einstaklingur samband við mig varðandi eignarhlut ákveðins einkahlutafélags í tveimur skráðum fyrirtækjum. Félagið hét Stím og félögin sem Stím átti skyndilega stóran hlut í voru FL Group og Íslandsbanki. Á þeim tíma var ekki almennt vitað um tilvist Stíms. Þessum félaga mínum þótti það afar undarlegt að óþekkt félag væri skyndilega orðið einn meira
22. júní 2018

Útboð Arion banka – 36 vangaveltur

Samkvæmt Kjarnanum var útboðið vel heppnað: „Skrán­ing Arion banka á markað hefur heppn­ast vel og er mik­il­væg fyrir íslenskt efna­hags­líf.“ Seldir voru hlutir fyrir 39 milljarða króna í bankanum. Allir hlutir seldust upp, það var meira að segja margföld umframeftirspurn. Þó fengu færri en vildu. Almennir fjárfestar (almenningur) máttu skrá sig meira
9. júní 2018

Á að lengja lánstíma húsnæðislána?

Fyrir nokkrum árum síðan lofaði ákveðinn stjórnmálaflokkur að afnema verðtryggingu. Óljóst var hverju slíkt átti að skila. Nefnd var sett á laggirnar og skrifaði hún langa skýrslu. Komst hún að þeirri niðurstöðu að stytta ætti hámarks lánstíma slíkra lána úr 40 ár í 25 ár. Stytting á lánstíma leiðir til þess að lánið greiðist hraðar niður. Fólk eignast hraðar stærri hlut í húsnæði sínu. Þar sem að meira
25. maí 2018

Húrra fyrir verðtryggðum (leigu)lánum

Verðtryggð lán hafa kosti og galla. Kostirnir eru almennt vanmetnir meðal almennings á Íslandi. Ég er sjálfur mikill aðdáandi verðtryggðra lána að ákveðnu leyti. Þau veita fólki meiri möguleika á að „eiga“ húsnæði sem það hefði ekki ráð á ef einungis óverðtryggð lán væru í boði. Það er mikill galli að verðtryggð lán séu bundin neysluvísitölu en ekki húsnæðisvísitölu (sjá frekari eldri meira
17. maí 2018

Costco - bjargvættur Íslendinga - eins árs afmæli

Árið 2016 bað ráðgjafa- og rannsóknarfyrirtækið Zenter mig um að vinna með sér skýrslu um áhrif Costco á íslenskan markað. Segja má að nánast allt sem fram kom í skýrslunni hafi gengið eftir. Töluvert margir töldu þó á þeim tíma sem skýrslan kom út að teymið sem vann skýrsluna væri að ofmeta væntanleg áhrif. Raunin var sú að ef eitthvað hefði mátt gagnrýna varðandi skýrsluna, þá vanmátum við áhrif meira
9. maí 2018

Wal-mart kaupir Flipkart

Ég mælti með kaupum í 10 fyrirtækjum í vikunni á erlendum mörkuðum. Þetta er það sem ég skrifaði um eitt þeirra fyrirtækja, Wal-mart. Gengi bréfa Wal-mart hafði lítið hreyfst í mörg ár þangað til nýlega. Fyrirtækið var eitt sinn ráðandi á smásölumarkaði en því tókst með einhverjum hætti að klúðra netviðskiptum sínum herfilega. Það var til dæmis verið með ólíkindum hversu slappt viðmót netviðskipta meira
7. maí 2018

Safn 10 erlendra hlutabréfa

Viðskiptablaðið hafði samband við mig í lok árs 2005 og bað mig um að mynda safn 12 erlendra hlutabréfa. Nýlega fór ég yfir ávöxtun safnsins síðustu 12 ár. Með því að líta til þeirra 10 hlutabréfa í safninu sem enn eru skráð á hlutabréfamörkuðum, þá sést að safnið meira en sexfaldaðist í virði frá ársbyrjun 2006 til dagsins í dag. Svarar það til um það bil 17% árlegrar ávöxtunar samanborið við 6% meira
5. maí 2018

17% 2006 hlutabréfasafnið

Viðskiptablaðið bað mig um að koma með tillögu að erlendu safni hlutabréfa í árslok 2005. Hugmyndin var eitthvað á þá leið að slíkt safn gæfi fjárfestum hugmynd um mengi af hlutabréfum sem ýmsir aðilar á markaðinum teldu vera vænlegt til árangurs að teknu tilliti til ávöxtunar og áhættu. Ég valdi 12 hlutabréf. Af þeim eru 10 enn skráð á markaði en tvö voru keypt af fjárfestum sem síðan afskráðu meira
mynd
13. apríl 2018

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu - Slæm hugmynd

Nýlega var lagt fram frumvarp um að húsnæðisliður yrði tekinn út sem hluti af vísitölu neysluverðs sem notað er almennt til að reikna uppfærslu á höfuðstól verðtryggðra fasteignalána. Ég leggst gegn þessu frumvarpi. Tel ég að verið sé með því að færa verðtryggð lán yfir í afleiðu sem tengist ekki nauðsynlega húsnæðisverði yfir ákveðinn tímabil. Ef einhver breyting eigi að eiga sér stað þá er meira
9. febrúar 2018

Efnahagur og gengi hlutabréfa

Menn vísa oft í vænta efnahagsþróun þegar fjallað er um líklega þróun hlutabréfa næstu daga, vikur og mánuði. Séu horfur jákvæðar þá er gjarnan bjartsýni á mörkuðum og eru hækkanir á gengi hlutabréfa oft skýrðar í sambandi við mikinn hagvöxt. Slíkar skýringar eru oft réttar, en stundum þó rangar. Í fyrsta lagi er afar erfitt að spá fyrir um efnahagsþróun. Þó svo að staðan á hverju tímabili sé meira
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

Hægt er að skrá sig á póstlista með því að senda beiðni til marmixa@yahoo.com með "póstlisti" í Subject. 
 

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira