Pistlar:

24. janúar 2019 kl. 13:52

Pétur Blöndal (peturb.blog.is)

Af snjallsímum og geimflaugum

Flestir eru með snjallsíma í vasanum. Ég á að vísu pabba og nokkra vini, sem eru enn með gamla farsíma frá Nokia og eru stoltir af því. Það er nostalgía sem vekur hugrenningatengsl við Nokian stígvélin sem allir Íslendingar óðu endalausar mýrarnar á þegar ég var pjakkur. Ég hélt raunar þar til ég gúglaði það fyrir þessa grein að þetta væru Nokia-stígvél!   

Snjallsímar eður ei, þá eiga allir þessir símar sameiginlegt, að til þess að hægt sé að framleiða þá þarf málma. Það sama á við um tölvur og önnur tæki sem knýja áfram fjórðu iðnbyltinguna.

Í iPhone 8 er raunar notuð tegund af áli sem einnig er notuð í loftferðum og keppnisreiðhjólum, samkvæmt upplýsingum frá Apple. Það rifjar upp skáldsögu Jules Verne „Frá jörðinni til tunglsins“ frá árinu 1865, þar sem Verne er forspár um hvað verði uppistöðuefnið í fyrstu geimflauginni til að fara umhverfis tunglið 100 árum síðar: „Ál er þrisvar sinnum léttara en ál og virðist hafa verið skapað í þeim höfuðtilgangi að útvega okkur efniviðinn fyrir geimflaugina.“

Hann hitti naglann á höfuðið um sitthvað fleira varðandi geimferðina, svo sem fjölda geimfara og sirka þyngdina á geimfarinu. En benti á að verðið á áli væri fullhátt eða um 20 dollarar kílóið. Svo fínt var það í þá daga, að sagt er að Jósefína, drottning Napóleóns mikla, hafi orðið allra kvenna hamingjusömust þegar eiginmaður hennar gaf henni hring úr áli. Vinkonurnar áttu gullhringa í tugatali, en engin þvílíkt djásn sem álhring.

Það lagaðist þegar fjöldaframleiðsla hófst á áli um aldamótin 1900 og nú er verðið um 2 dollarar kílóið. Dollarinn hefur þó rýrnað eitthvað síðan sagan var skrifuð. Ef tekið er mið af verðbólgu á þessum 150 árum ætti álverðið að vera um það bil 150 sinnum hærra eða yfir 300 dollarar kílóið. En tækninni hefur fleygt fram og ál er framleitt með stöðugt hagkvæmari hætti.

Það voru Frakkinn Louis Toussant Héroult og Bandaríkjamaðurinn Charles Martin Hall, hvor í sínu lagi og án þess að vita hvor af öðrum, sem fundu upp nýja rafgreiningaraðferð til framleiðslu á áli sem er grundvöllur allrar álframleiðslu í dag enda þótt aðferðin hafi verið endurbætt síðan. Nefnist hún Hall-Héroult iðnferlið. Árið 1888 voru fyrstu álfélögin stofnuð í Frakklandi, Sviss og Bandaríkjunum og árið 1900 höfðu orðið svo stórstígar framfarir að framleidd voru 8 þúsund tonn af áli í heiminum eða tæp 1% af því sem Íslendingar framleiða í dag.

Verne áttaði sig á því að ál er léttur og sterkur málmur. Þess vegna var álið forsendan fyrir því að geimflaugar stæðu undir nafni. Á síðustu árum hafa bílaframleiðendur komið til móts við kröfur stjórnvalda um minni losun með því að auka hlutfall áls í bifreiðum, en alls má rekja um 12% losunar í Evrópu til bílaflotans. Með meiri álnotkun verða bifreiðar léttari, það dregur úr brennslu eldsneytis og þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda.

En ál hefur fleiri kosti. Það er auðmótanlegt og má berja það til og sjóða það saman, öfugt við koltrefjar sem dæmi sé tekið. Álið einangrar vel og eykur því geymsluþol matvæla og dregur úr orkunotkun bygginga. Það leiðir rafmagn og gegnir því stóru hlutverki í orkuskiptunum. Svo er það mikill kostur, að álið má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum gæðum. Einungis þarf 5% af orkunni sem fór í að framleiða það upphaflega til endurvinnslu álsins, sem þýðir að það er góður bísness fyrir endurvinnslufyrirtæki og jafnframt loftslagsvænt að endurvinna álið.

Og ál mun áreiðanlega gegna lykilhlutverki nú þegar horft er til næstu tunglferða, en NASA hefur gefið út að förinni sé heitið þangað þegar á næsta ári.  

mynd
3. desember 2018

Hvernig komst íslenskur stóll á loftslagsráðstefnuna?

Stóllinn Kollhrif, sem hannaður var af ungu hönnuðunum í Studio Portland, varð hlutskarpastur í Sustainable Nordic Design Competition. Það er alþjóðlegt kynningarverkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, The Nordics, sem tók höndum saman um að halda hönnunarsamkeppni um sjálfbæra stóla. Valinn var stóll frá hverju Norðurlandanna úr fjölda tilnefninga. Norrænu sigurstólarnir eru sýndir á meira
mynd
14. ágúst 2018

Tugþúsundir flokka á Fiskideginum mikla

Það var líf í tuskunum í fiskvinnslunni Marúlfi á Dalvík sl. miðvikudagsmorgun þegar meira og minna allir krakkar í sveitarfélaginu komu þar saman. Enda stóð ekki lítið til. Verkefnið var að pakka inn 15 þúsund skömmtum af þorski og bleikju í álpappír, þannig að hægt yrði að grilla það ofan í tugþúsundir gesta á Fiskideginum mikla. Fljótlega voru 140 krakkar á aldrinum þriggja og upp í sautján meira
10. janúar 2017

Af kolum og vatnsafli, Íslandi og Kína

Svo virðist sem margir hafi komið af fjöllum þegar nefnt var að stóriðjan notaði kolaskaut til rafgreiningar. Það hefur þó verið raunin allt frá því álver hóf starfsemi í Straumsvík árið 1969 eða í tæpa hálfa öld. Enn hefur ekki fundist tækni til að leysa kolaskaut af hólmi í rafgreiningarferli álvera, þó að unnið sé að því að þróa óvirk skaut, m.a. í verkefni á vegum Nýsköpunarsjóðs. Þess vegna meira
mynd
27. júní 2016

Enskur leigubílstjóri veðjar á Ísland

Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með framgangi íslenska landsliðsins á EM. En árangurinn kemur ekki öllum eins mikið á óvart. Ég rakst á geðþekkan leigubílstjóra að nafni Simon á leið um London eftir Austurríkisleikinn. Hann varð upprifinn þegar hann áttaði sig á því að farþeginn væri hvorki meira né minna en íslenskur, sótti blað sem hann geymdi fyrir framan sig á mælaborðinu, eins og meira
8. september 2015

Umræða án upphrópana

Það er rétt sem Ketill Sigurjónsson orkubloggari skrifar í pistli 25. ágúst að hlutverk Samáls, samtaka álframleiðenda, er að miðla almennum upplýsingum um íslenskan áliðnað. Auðvitað eru skiptar skoðanir um orkuiðnað, eins og aðrar atvinnugreinar, en umræðan er mikilvæg og mun ég leggja mitt af mörkum til þess að hún fari fram á uppbyggilegum nótum. Upplýsingamiðlun Samáls byggir eðli málsins meira
29. júní 2015

Árétting um ál og orkuverð

Ketill Sigurjónsson orkubloggari skrifar pistil á Mbl.is sem ber yfirskriftina „Samál á villigötum“. Af pistli Ketils má ráða að ég hafi sem framkvæmdastjóri Samáls fullyrt hvert orkuverð til álvera sé hér á landi. Það er misskilningur hjá Katli. Ég hef ekkert fullyrt um það. Þær upplýsingar sem ég hef byggt á í pistlum á þessum vettvangi eru annars vegar meðalorkuverð til iðnaðar sem meira
22. júní 2015

Raforkuverð innan og utan landsteina

Þessi orð eru skrifuð í tilefni af því að Ketill Sigurjónsson orkubloggari sendi mér opið bréf á þessum vettvangi fyrir fáeinum dögum. Ketill er framkvæmdastjóri Öskju Energy Partners ehf. og heldur úti vefsíðunni askjaenergy.is í samstarfi við Landsvirkjun, en aðrir samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Ketill tekur fram bæði í upphafi og lok bréfsins að ég starfi sem meira
10. júní 2015

Álver og raforkuverð á Íslandi

Orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson og Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli tókust nýverið á í fjölmiðlum um forsendur orkuverðs. Í þeim skrifum vísuðu báðir til CRU, sem er virtasta greiningarfyrirtækið á þessu sviði og hefur fylgst með og greint orkusamninga á Íslandi og um allan heim um langt skeið. Fyrirtækið birtir reglulega samanburð á því hvað meira
6. maí 2015

Kaflaskil hjá Landsvirkjun

Það var ekki bara sumarveðrið sem kom Íslendingum í sólarskap í gær, því jákvæðum fréttum var rennt inn um bréfalúgur landsmanna á forsíðu Fréttablaðsins. Þar kom fram að Landsvirkjun hefði skilað metafkomu í fyrra, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 19 milljörðum og að eiginfjárhlutfallið væri komið í 40%. Þessi sterka fjárhagsstaða kæmi gleggst fram í því að á einungis fimm árum meira
12. janúar 2015

Eftirminnilegasta viðtal ársins

Daginn fyrir gamlársdag endurflutti Síðdegisútvarp Rásar 2 nokkur af eftirminnilegustu viðtölum ársins að mati umsjónarmanna. Eitt þeirra var við Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla. Í viðtalinu sagði Jón að fiskimið og raforkuauðlindir Íslendinga fælu líklega í sér meiri verðmæti á hvern íbúa en olíuauðlindir Norðmanna. Hins vegar hefði stefna íslenskra stjórnvalda – um meira
14. nóvember 2014

Eftirspurn þrefaldast eftir áli á 20 árum

Eftirspurn eftir áli á heimsvísu hefur vaxið mun hraðar á síðustu misserum en spár gerðu ráð fyrir. Á haustfundi Evrópsku álsamtakanna sem haldinn var á dögunum kom fram að vöxturinn yrði um 6,9% á þessu ári og búist væri við að eftirspurnin færi í 53,5 milljónir tonna. Til samanburðar má geta þess að eftirspurn fór í fyrsta skipti yfir 50 milljónir tonna árið 2013. Eftirspurn yfir 60 milljónir meira
Pétur Blöndal

Pétur Blöndal

Þessa þanka skrifar framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, bókahöfundur og forðum blaðamaður.

Meira