Pistlar:

14. ágúst 2018 kl. 11:54

Pétur Blöndal (peturb.blog.is)

Tugþúsundir flokka á Fiskideginum mikla

Það var líf í tuskunum í fiskvinnslunni Marúlfi á Dalvík sl. miðvikudagsmorgun þegar meira og minna allir krakkar í sveitarfélaginu komu þar saman. Enda stóð ekki lítið til. Verkefnið var að pakka inn 15 þúsund skömmtum af þorski og bleikju í álpappír, þannig að hægt yrði að grilla það ofan í tugþúsundir gesta á Fiskideginum mikla. Fljótlega voru 140 krakkar á aldrinum þriggja og upp í sautján komin í hárnet og vinnugalla, farin að pakka í kassa, merkja og gera allt klárt.

„Suma krakkana hitti ég fyrst þegar þeir voru þriggja og nú eru þau orðin unglingar,“ sagði Friðrik V. þegar ég heyrði í honum um helgina, en þessi meistarakokkur er einn fjölmargra sem leggja hönd á plóg. „Enda eru þau orðin alvön, mæta tímanlega og fara beint í röð, þvo sér um hendurnar, fá sér svuntu, setja á sig hanska og hárnet og fara að vinna. Þetta gekk svo hratt núna, að ég þurfti að flýta pítsunni í hádeginu og segja lélega brandara á milli til að tefja aðeins fyrir!“Endurvinnsla1

Það er hreint ótrúlegt að upplifa þá vináttu og ósérhlífni sem liggur að baki Fiskideginum mikla, þar sem tugþúsundir koma saman og heilt bæjarfélag breiðir út faðminn. Í húsagörðum er ausið súpu í skálar fyrir hvern sem njóta vill á föstudeginum og á laugardeginum er boðið upp á súshí, fiskipítsu, fiskipylsur, fiskisúpu, harðfisk og grillaðan fisk – og svo er tónleikadagskráin á heimsmælikvarða.

Þegar mannfjöldinn er slíkur varðar miklu að umgjörðin sé traust. Liður í því er að huga að flokkun og endurvinnslu og þar láta skipuleggjendur hátíðarinnar ekki sitt eftir liggja. Mikið var lagt upp úr því að flokkunarker væru aðgengileg á svæðinu og kynnir hátíðarinnar og brautryðjandi Júlíus Júlíusson fór reglulega yfir það með gestum. Undirtektir voru frábærar. Sumir gengu jafnvel svo langt að gæða sér á kræsingunum við flokkunarkerin sjálf svo að umbúðirnar rötuðu nú örugglega á sinn stað.  

Flokkun og endurvinnsla er auðvitað undir samtakamætti almennings komin og öllum má vera ljóst að mikil vitunarvakning hefur orðið hér á landi. Grunnurinn að átakinu á Fiskideginum mikla er lagður með samstarfi fjögurra aðila, Samáls – samtaka álframleiðenda, Sæplasts, Gámaþjónustu Norðurlands og Fiskidagsins mikla. Nú var flokkaður álpappír, plast og almennt sorp ásamt því að dósir og plastflöskur voru flokkaðar af Björgunarsveitinni á Dalvík og rann ágóðinn af þeirri söfnun óskiptur til sveitarinnar. Á næstu árum er stefnt að enn meiri flokkun og að því að fá fleiri að borðinu.

Þegar ég átti samtalið við Friðrik V. sagði hann skemmtilegt að geta sagt við krakkana og unglingana sem pökkuðu inn fiskinum í álpappír að efnt yrði til flokkunarátaks og álið myndi nýtast aftur til framleiðslu á öðrum hlutum, til dæmis pönnukökupönnum. Hverjum finnast ekki pönnukökur góðar? Það munar nefnilega um ál sem safnað er, enda er það þeim eiginleika gætt að það má nýta aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum gæðum.

Flokkun og endurvinnsla er bylgja sem verður ekki stöðvuð og það var gaman að sjá hversu vel tókst til á Fiskideginum mikla.  

10. janúar 2017

Af kolum og vatnsafli, Íslandi og Kína

Svo virðist sem margir hafi komið af fjöllum þegar nefnt var að stóriðjan notaði kolaskaut til rafgreiningar. Það hefur þó verið raunin allt frá því álver hóf starfsemi í Straumsvík árið 1969 eða í tæpa hálfa öld. Enn hefur ekki fundist tækni til að leysa kolaskaut af hólmi í rafgreiningarferli álvera, þó að unnið sé að því að þróa óvirk skaut, m.a. í verkefni á vegum Nýsköpunarsjóðs. Þess vegna meira
mynd
27. júní 2016

Enskur leigubílstjóri veðjar á Ísland

Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með framgangi íslenska landsliðsins á EM. En árangurinn kemur ekki öllum eins mikið á óvart. Ég rakst á geðþekkan leigubílstjóra að nafni Simon á leið um London eftir Austurríkisleikinn. Hann varð upprifinn þegar hann áttaði sig á því að farþeginn væri hvorki meira né minna en íslenskur, sótti blað sem hann geymdi fyrir framan sig á mælaborðinu, eins og meira
8. september 2015

Umræða án upphrópana

Það er rétt sem Ketill Sigurjónsson orkubloggari skrifar í pistli 25. ágúst að hlutverk Samáls, samtaka álframleiðenda, er að miðla almennum upplýsingum um íslenskan áliðnað. Auðvitað eru skiptar skoðanir um orkuiðnað, eins og aðrar atvinnugreinar, en umræðan er mikilvæg og mun ég leggja mitt af mörkum til þess að hún fari fram á uppbyggilegum nótum. Upplýsingamiðlun Samáls byggir eðli málsins meira
29. júní 2015

Árétting um ál og orkuverð

Ketill Sigurjónsson orkubloggari skrifar pistil á Mbl.is sem ber yfirskriftina „Samál á villigötum“. Af pistli Ketils má ráða að ég hafi sem framkvæmdastjóri Samáls fullyrt hvert orkuverð til álvera sé hér á landi. Það er misskilningur hjá Katli. Ég hef ekkert fullyrt um það. Þær upplýsingar sem ég hef byggt á í pistlum á þessum vettvangi eru annars vegar meðalorkuverð til iðnaðar sem meira
22. júní 2015

Raforkuverð innan og utan landsteina

Þessi orð eru skrifuð í tilefni af því að Ketill Sigurjónsson orkubloggari sendi mér opið bréf á þessum vettvangi fyrir fáeinum dögum. Ketill er framkvæmdastjóri Öskju Energy Partners ehf. og heldur úti vefsíðunni askjaenergy.is í samstarfi við Landsvirkjun, en aðrir samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Ketill tekur fram bæði í upphafi og lok bréfsins að ég starfi sem meira
10. júní 2015

Álver og raforkuverð á Íslandi

Orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson og Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli tókust nýverið á í fjölmiðlum um forsendur orkuverðs. Í þeim skrifum vísuðu báðir til CRU, sem er virtasta greiningarfyrirtækið á þessu sviði og hefur fylgst með og greint orkusamninga á Íslandi og um allan heim um langt skeið. Fyrirtækið birtir reglulega samanburð á því hvað meira
6. maí 2015

Kaflaskil hjá Landsvirkjun

Það var ekki bara sumarveðrið sem kom Íslendingum í sólarskap í gær, því jákvæðum fréttum var rennt inn um bréfalúgur landsmanna á forsíðu Fréttablaðsins. Þar kom fram að Landsvirkjun hefði skilað metafkomu í fyrra, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 19 milljörðum og að eiginfjárhlutfallið væri komið í 40%. Þessi sterka fjárhagsstaða kæmi gleggst fram í því að á einungis fimm árum meira
12. janúar 2015

Eftirminnilegasta viðtal ársins

Daginn fyrir gamlársdag endurflutti Síðdegisútvarp Rásar 2 nokkur af eftirminnilegustu viðtölum ársins að mati umsjónarmanna. Eitt þeirra var við Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla. Í viðtalinu sagði Jón að fiskimið og raforkuauðlindir Íslendinga fælu líklega í sér meiri verðmæti á hvern íbúa en olíuauðlindir Norðmanna. Hins vegar hefði stefna íslenskra stjórnvalda – um meira
14. nóvember 2014

Eftirspurn þrefaldast eftir áli á 20 árum

Eftirspurn eftir áli á heimsvísu hefur vaxið mun hraðar á síðustu misserum en spár gerðu ráð fyrir. Á haustfundi Evrópsku álsamtakanna sem haldinn var á dögunum kom fram að vöxturinn yrði um 6,9% á þessu ári og búist væri við að eftirspurnin færi í 53,5 milljónir tonna. Til samanburðar má geta þess að eftirspurn fór í fyrsta skipti yfir 50 milljónir tonna árið 2013. Eftirspurn yfir 60 milljónir meira
Pétur Blöndal

Pétur Blöndal

Þessa þanka skrifar framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, bókahöfundur og forðum blaðamaður.

Meira