Heilhveitipönnukökur með hangikjötskurli

mynd með uppskrift
Hráefni
» 100 g heilhveiti
» 2 egg
» 400 g rjómaostur
» 2 búnt graslaukur
» 400 g fitulítið hangikjöt
» 500 ml mjólk
» 25 g bráðið smjör
» eftir þörfum salt og pipar

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 100 g heilhveiti 2 egg 400 g rjómaostur 2 búnt graslaukur 400 g fitulítið hangikjöt Í eldhúsinu: 500 ml mjólk 25 g bráðið smjör

Aðferð

Blandaðu saman heilhveiti, eggjum, mjólk og smjöri. Láttu
deigið hvíla í 30 mín.
Bakaðu deigið á pönnukökupönnu. Úr því verða u.þ.b. sex
þunnar pönnukökur.
Hangikjötið er svo skafið eða hakkað.
Hrærðu ostinn þangað til hann verður mjúkur og vel
meðfærilegur, bættu þá í helmingnum af graslauknum og
hangikjötskurlinu, kryddaðu með pipar og salti ef þarf.
Leggðu pönnuköku á disk og smyrðu hangikjötskurlinu og
ostinum á þannig að það þeki alla pönnukökuna. Leggðu
því næst aðra pönnuköku ofan á og koll af kolli þangað til
þú hefur klárað allar pönnukökurnar.
Smyrðu hliðarnar á tertunni með osti og þrýstu graslauk í
ostinn þannig að hann hylji vel.
Berðu pönnukökutertuna fram með t.d. grænu salati og
súrsætum rauðrófu- og gulrófuteningum.

(Uppskrift úr Eldum íslenskt með Kokkalandsliðinu Ný bók)

Ofnbakaður saltfiskur með beikon

5.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 800 g saltfiskur 2 cm engiferrót 1 stk. blaðlaukur 100 g íslenskur cheddar-ostur 12 sneiðar beikon (stökksteikt) Í eldhúsinu: 40 g smjör 40 g hveiti 300 ml mjólk Meira »

STEIKTUR ÞORSKUR

26.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 800 g þorskur 100 g laukur 1 stk sítróna 200 g smjör Olía   Meira »

Pönnukökur fylltar með afgangskjöti

4.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 egg afgangs lambakjöt (eða annað kjöt) góð sósa sem hentar kjötinu, t.d. salsa, sýrður rjómi eða pítusósa grænmeti, t.d. kál, tómatar og/eða steiktir sveppir Í eldhúsinu: 1 bolli hveiti ½ bolli vatn ½ bolli mjólk 2 msk kalt smjör 1 tsk salt Meira »

INDVERSKT BRAUÐ með salati

23.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 2 1/2 tsk þurrger (1/2 pakki) 1 tsk matar sóti 7-8 dl hveiti 300 ml vatn 1 msk olía 1 tsk salt Salat og sýrður rjómi Meira »

Hjörtu með eldpipar, sveppum og engifer

4.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 900 g lambahjörtu 1 rauðlaukur 1 msk ferskur engifer, 1 rauður eldpipar (chili) 3 sellerístilkar Í eldhúsinu: Salt og pipar Meira »

Hangikjöt með uppstúf

20.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr hægt er að nota hangikjöt á beini úr frampart til að lækka hráefnisverðið. 800g hangikjöt úr frampart 1 l mjólk ögn ferskt mulið múskat Í eldhúsinu: Vatn 50 g smjör 50 g hveiti 1-2 msk sykur ögn af pipar og ½ tsk salt Meira »

KARTÖFLU RÖSTI MEÐ REYKTUR LAX

27.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr 4 meðalstórar kartöflur 50ml olía 50ml sýrður rjómi 4 sneiðar reyktur lax salat   Meira »

STEIKT HRÍSGRJÓN MEÐ ENGIFER, APRIKÓSUM OG HNETUM.

21.11.2011 Innkaupalisti fyri 4 undir 2000kr 200 g hrísgrjón (hvaða tegund sem er) 2 pokar þurrkaðar aprikósur 40 g engifer 100 g blandaðar hnetur Meira »