PASTA CARBONARA

mynd með uppskrift
Hráefni
» 600 g pasta
» 1 pakki beikon
» 3 eggjarauður
» 250 ml rjómi
» eftir smekk Salt
» eftir smekk pipar
» ögn ólífuolía

Fyrir 4

innkaupalisti fyrir 4 undir 2000 kr. 600 g pasta 1 pakki beikon 3 eggjarauður 250 ml rjómi Salt pipar ólífuolía

Aðferð

Skerum beikonið í bita og steikjum það þar til það er orðið stökkt, tökum það þá af pönnunni. Sjóðum pastað í léttsöltu vatni með smá olídreitli út í. Þegar pastað er soðið skolum við það og setjum á pönnuna á lágum hita.  Setjum beikonið út í ásamt rjómanum, kryddum með salt og pipar eftir smekk og leifum rjómanum að þykkna. Tökum pönnuna af heitri hellunni. Pískum eggjarauðurnar saman í skál og setjum þær saman við pastaréttinn, hrærum í á meðan.  Það er mikilvægt að pastarétturinn sé ekki sjóðandi heitur þegar eggjarauðurnar fara saman við hann svo þær hlaupi ekki. Berum fram með góðu brauði.

Uppskrift úr bókinni Einfalt með Kokkalandsliðinu (Árni Torfason ljósmyndari)

Sumum finnst gott að hafa parmesanost með pasta og hann á vel við Carbonara.

GRÆNMETISSÚPA

26.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 225 g kál eða grænmeti (notum það sem til er í ísskápnum) 100 g tómatar 50 g litlar pastamakarónur eða brotið spagettí Meira »

FISKISÚPA KRYDDUÐ MEÐ KÓKOS OG KARRÝ

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 1 l fiski soð (vatn + kraftur ) 1 dós kókosmjólk 1 msk karrý 1 epli   Meira »

SNITTUBRAUÐ

5.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000 kr 25 g pressuger, 1,7 g hveiti,2 tsk salt   Meira »

SÆLKERASALAT

18.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 10 tómatar 15 ml balasmic Nokkur basilíkulauf 1 poki klettasalat 50 ml ólífuolía  Meira »

Bóndadóttir með berjablæju

28.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 200 g rúgbrauð 75 g sykur 75 g smjör 60 g súkkulaði 250ml rjómi Úr eldhúsinu 60 g berjasulta (eða Eplamauki eins og var gert upprunalega) Meira »

Pönnukökur fylltar með afgangskjöti

4.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 egg afgangs lambakjöt (eða annað kjöt) góð sósa sem hentar kjötinu, t.d. salsa, sýrður rjómi eða pítusósa grænmeti, t.d. kál, tómatar og/eða steiktir sveppir Í eldhúsinu: 1 bolli hveiti ½ bolli vatn ½ bolli mjólk 2 msk kalt smjör 1 tsk salt Meira »

Klassískur fituminni Hamborgari

5.12.2011 Innkaupalisti fyrr 4 undir 2000kr Hamborgari þarf ekki að vera óhollur, nota mikið grænmeti og lítið af sósu.. 4stk Hamborgari,4stk Hamborgarabrauð, 2stk Tómatar,1 haus Romain salat, 1stk Rauðlaukur,100ml BBQ sósa, 100ml sýrður rjómi . 4 sneiðar ostur Meira »

Pastasalat með blaðlauk

21.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 200 g pasta (jafnvel ferskt) 1 -2 stk blaðlaukur 1 búnt steinselja 3 matskeiðar hrein jógúrt Meira »