Steikt lambalifur með sætum kartöflum og mangó

Hráefni
» 800gr Lambalifur
» 2stk Sætar kartöflur
» 2stk Laukar
» 1stk Vel þroskað mangó
» 1stk Chillipipar

Fyrir 4

Þessi frábæri réttur kostar aðeins um 1200 krónur og er góður kvöldverður fyrir fjóra. Lifur er herramanns matur, mjög járnríkur og hollur. Passið bara að elda lifrina ekki of lengi.

Aðferð

Lifrin snyrt og skorin í sneiðar, þerruð á eldhúspappír og sett til hliðar. Sætar kartöflur skornar í sneiðar og brúnaðar á pönnu, settar í eldfast form og eldaðar í ofni í 10 mín á 180°c. Laukur skorinn í grófa teninga og svitaður í olíu, mangó skorið í teninga og bætt í ásamt söxuðum chili. Svitað í 2-3 mínútur og síðan er 2 dl af vatni hellt yfir og soðið í 3 mín, smakkað til með salti, pipar og ögn af ediki. Lifrin brúnuð á heitri pönnu og síðan kláruð á pönnunni á hálfum hita undir loki í 3-4 mínútur. Ath að lifur þarf skamma eldun og má illa við ofeldun.

INDVERSKT BRAUÐ með salati

23.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 2 1/2 tsk þurrger (1/2 pakki) 1 tsk matar sóti 7-8 dl hveiti 300 ml vatn 1 msk olía 1 tsk salt Salat og sýrður rjómi Meira »

Plokkfiskur

21.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr 600 g hvítur fiskur ½ l mjólk 3-4 soðnar kartöflur 1 laukur Í eldhúsinu: ½ dl hveiti olía salt og pipar Meira »

Heilhveitipönnukökur með hangikjötskurli

5.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 100 g heilhveiti 2 egg 400 g rjómaostur 2 búnt graslaukur 400 g fitulítið hangikjöt Í eldhúsinu: 500 ml mjólk 25 g bráðið smjör Meira »

STEIKT HRÍSGRJÓN MEÐ ENGIFER, APRIKÓSUM OG HNETUM.

21.11.2011 Innkaupalisti fyri 4 undir 2000kr 200 g hrísgrjón (hvaða tegund sem er) 2 pokar þurrkaðar aprikósur 40 g engifer 100 g blandaðar hnetur Meira »

REYKÝSUPLOKKFISKUR MEÐ BLAÐLAUK

23.12.2011 innkaupalisti fyrir undir 2000kr. 400 gr kartöflur 600 gr reykt ýsuflök (roð- og beinlaus) 1 peli matreiðslurjómi 1 stk blaðlaukur (meðalstór) 100 gr smjör Meira »

STEIKTUR ÞORSKUR

26.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 800 g þorskur 100 g laukur 1 stk sítróna 200 g smjör Olía   Meira »

Tómattónuð gulrótarmauksúpa

12.12.2011 innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 500 g gulrætur ½ dós niðursoðnir tómatar 4 sneiðar beikon 4 msk smátt sneiddur graslaukur 1 dós sýrður rjómi (18%) Í eldhúsinu: Vatn Meira »

SÆLKERASALAT

18.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 10 tómatar 15 ml balasmic Nokkur basilíkulauf 1 poki klettasalat 50 ml ólífuolía  Meira »