Keppt á MX5 blæjubílum á ís

Stundum heyrast þær raddir að Ísland sé ekki rétti staðurinn fyrir blæjubíla, vegna lágs hitastigs. Þeir sem eru þeirrar skoðunar ættu að kíkja á þetta myndband.

Í Svíþjóð er keppt í sérstökum keppnum á Maxda MX5 blæjubílum. Sem er kannski ekki skrítið því MX5 er oft hampað sem einhverjum best heppnaða sportbíl sem smíðaður hefur verið, og sölutölur styðja þá kenningu.

Í fyrra bættist við nýr viðburður í keppnisdagatalið - ískappakstur. Þrátt fyrir nýstingskulda eru flestar blæjurnar niðri, enda eru bílarnir búnir öflugum veltibúrum sem þvælast dálítið fyrir.

Alls kepptu 120 bílar frá 20 löndum í þessum kappakstri, en það voru Rússar sem komu fyrstir í mark, enda væntanlega alvanir því að keyra á snjó og ís. Ástralir komu hins vegar í mark á næst besta tímanum, svo hálka á heimaslóðum er líklega ekki eina skilyrðið fyrir góðum árangri.


Admire it! The Mazda MX-5 Ice Race in Sweden by tvnportal

mbl.is