Mazda MX-5 gæti fengið dísilvél

Myndi þig langa í dísilvél í svona bíl?
Myndi þig langa í dísilvél í svona bíl?

Það hljómar svo rangt á svo marga vegu að setja dísilbíl í einn mest selda sportbíl heims, Mazda MX-5. En það gæti nú samt gerst.

Eftir að Mazda gerði samstarfssamning við Alfa Romeo um samstarfsverkefni um smíði á MX-5 og Alfa Romeo Spider hafa margskonar getgátur verið uppi um hvaða vél endar í japanska sportbílnum.

Í frétt Top Speed er sagt frá orðrómi um 200 hestafla, 1,4 lítra vél sem væri fjögurra strokka og með forþjöppu, eða 2 lítra vél sem skilaði meiru en 145 hestöflum.

En nú er útlit fyrir að 1,6 lítra dísilvél, án forþjöppu, verði meðal véla sem boðið verður upp á. Hún mun skila 130 hestöflum, sem er minnsta afl sem hefur sést í MX-5 frá 1996, þegar 1,8 lítra bensínmótorinn var skrúfaður upp í 133 hestöfl. 

MX-5 á sér langa sögu, en hann hefur verið í stanslausri framleiðslu síðan 1989. Fyrir rótgróna aðdáendur er rétt að taka fram að bensínvélar verða áfram í boði, þó svo að sparneytin dísilvél bætist í pottinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina