Útlægir í Sviss

Sendibíllinn Mercedes Benz Vito.
Sendibíllinn Mercedes Benz Vito. mbl.is/Golli

Yfirvöld í Sviss taka eðalbílum engum vettlingatökum þegar dísilvélar eru annars vegar.

Hafa þau nú bannað nýskráningar nokkurra útgáfa af sendibílnum Mercedes-Benz Vito og sportbílunum  Porsche Macan og Cayenne. Segir svissneska umferðarstofnunin Astra að þessir bílar séu búnir vélum sem mengi miklu meira en upp er gefið af hálfu framleiðenda.

Ákvörðunin tók gildi sl. föstudag, 17. ágúst. Bílar sömu gerðar sem þegar hafa verið skráðir í Sviss mega halda áfram akstri að eftir að gerðar hafi verið úrbætur á þeim.

Mercedes Vitos er búinn 1,6 lítra dísilvél, Porsche Macans 3,0 lítra og   Cayennes 4,2 lítra. Allar uppfylla dísilvélar þessar Euro 6 losunarkröfurnar.

mbl.is