Rolls-Royce á meðal stjarnanna

Phantom Tempus verður aðeins smíðaður í 20 eintökum sem þegar …
Phantom Tempus verður aðeins smíðaður í 20 eintökum sem þegar hafa verið seld völdum viðskiptavinum Rolls-Royce um allanheim.

Breski lúxusbílaframleiðandinn Rolls-Royce hefur það fyrir sið að gera endrum og sinnum sérútgáfu af ökutækjum sínum þar sem gengið er lengra en venjulega í útlitshönnuninni.

Nú hefur drossían Phantom fengið þessa meðferð og er útkoman Phamton Tempus.

Þeir lesendur sem eru sleipir í latínunni vita að nafnið vísar til sjálfs tímans og á hönnun innanrýmisins að vera túlkun á því að „flæði tímans standi í stað“. Ljósþræðir og útsaumur í lofti bílsins endurskapa himinhvolfin og einnig er búið að leiða ljósþræði í hurðirnar svo að farþegarýmið er eins og stjörnubjartur næturhiminn.

Þá þróaði Rolls-Royce nýtt lakk fyrir bílinn, „Kairos Blue“ sem blandað er steinefninu bíótít svo að lakkið virðist glitra.

Phantom Tempus verður aðeins smíðaður í 20 eintökum sem þegar hafa verið seld völdum viðskiptavinum Rolls-Royce um allan heim. ai@mbl.is

Farþegar og ökumaður eru umluktir ljósþráðum og útsaumi.
Farþegar og ökumaður eru umluktir ljósþráðum og útsaumi.
Í „galleríinu“ í mælaborðinu er listaverk úr áli innblásið af …
Í „galleríinu“ í mælaborðinu er listaverk úr áli innblásið af tifstjörnum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: