Hvernig færðu smábarnið til að borða?

Ljósmynd/Thinkstockphotos


Það getur reynst þrautinni þyngra að fá lítil börn til þess að borða almennilegan mat. Þegar komið er á fyrsta aldursár er eins og ákveðin umskipti eigi sér stað. Það sem áður rann ljúflega niður, neitar barnið nú að setja inn fyrir sínar varir. Eftirfarandi eru fimm úrræði sem ætlað er að leysa þennan vanda.

1. Hefjið daginn á heilnæmum málsverði
Morgunmatur ætti að vera einfaldur en uppbyggilegur. Eitthvað í námunda við sykurlausa (lífræna) jógúrt, grófa brauðsneið með hnetusmjöri, hafragraut, ávexti eða egg.

2. Útbúið matinn þannig að það sé auðvelt að borða hann
Börn eru afar hrifin af sjálfstæði og vilja getað matað sig sjálf. Sem dæmi má skera ýmislegt grænmeti í strimla til að auðvelda fyrir barninu. Ávexti er hægt að skera í litla bita og svona má halda áfram. Best er að hafa útsetningu einfalda.

3. Eldið mat sem öll fjölskyldan getur notið saman
Ekki elda sérmat fyrir smábarnið á heimilinu – eldið heldur fyrir alla fjölskylduna sem heild.

4. Leyfið barninu að aðstoða við matargerð
Börnum þykir einstaklega gaman að geta hjálpað til, þegar þau fá tækifæri til þess. Á meðan foreldrarnir útbúa matinn er sniðugt að gefa barninu einfalt hlutverk til að aðstoða við eldamennskuna. Einnig getur verið gaman fyrir þau að taka þátt í matarinnkaupum þegar fjölskyldan fer í búð.

5. Sýnið þolinmæði og hafið trú á verkefninu
Það getur tekið börn allt að 7 tilraunir að venjast nýju bragði, ef ekki fleiri. Mikilvægt er að vera þolinmóður og leyfa barninu að bragða ýmislegt – og bragða það margsinnis. Leggið áherslu á að setjast niður sem fjölskylda og njóta matarins. Samheldni hefur jákvæð áhrif á börnin. Á þeim tímum sem illa gengur, hafið eftirfarandi hugfast: það kemur alltaf dagur eftir þennan dag.

Athugið að mikilvægt er að skipta ábyrgðinni með börnunum. Það er foreldra að ákveða hvað og hvenær er borðað – meðan barnið ákveður hversu mikið. Með þessari samábyrgð má koma í veg fyrir, sem og leysa, alls kyns vandamál.

Heimildir: Parents.com, MaryAnnJakobsen.com, MaryAnnJakobssen.com, MaryAnnJakobssen.com,

mbl.is