Skólabyrjun hjá Kate Gosselin og börnunum hennar átta

Ljósmynd/skjáskot

Eins og komið hefur fram hér á fjölskyldvef mbl.is eru skólarnir byrjaðir, bæði hér heima og úti í heimi. Það eru því alls kyns fjölskyldur sem taka þátt í breyttu mynstri þessa dagana með ungunum sínum.

Ein fremur óvenjuleg fjölskylda stóð frammi fyrir skólabyrjun í vikunni en hún samanstendur af Kate Gosselin, fyrrverandi sjónvarpsraunveruleikastjörnu, einstæðri móður með átta börn. Barnahópurinn samanstendur af tvíburapari og sexburum en þeir síðarnefndu byrja í áttunda bekk sem í bandarísku skólakerfi er síðasta árið í grunnskóla fyrir miðskóla (e. highschool) en tvíburarnir sem eru 17 ára eru að klára síðasta árið í miðskóla.

Hún og þáverandi maður hennar Jon Gosselin opnuðu heimili sitt fyrir sjónvarpsáhorfendum og leyfðu þeim að fylgjast með fjörugu fjölskyldulífinu fyrir meira en áratug og urðu þá hjónin það sem kallað er raunveruleikastjörnur.

„Það er eins og skólanum hafi aldrei lokið, því þau eru byrjuð aftur!“ skrifaði hin stolta móðir á Instagram.

Það vakti athygli að tvö börn vantaði á myndina, þau Hönnuh og Collin, sem eru 2/6 af sexburunum. Kate Gosselin hafði útskýrt áður að Collin væri tímabundið fluttur út og tæki nú þátt í sérstakri menntunaráætlun á heimavist sem tengdist lífsleikni sem ætti að aðstoða hann að byggja upp lærdómshæfni sína og mæta áskorunum vegna félagslegra þátta. Áður hafði komið fram í fjölmiðlum að Hanna byggi hjá föður sínum.

Mamma Kate með öllum átta börnunum

Kate Plus 8 returns NOVEMBER 22 at 10pm😉

A post shared by Kate Gosselin (@kateplusmy8) on Nov 15, 2016 at 9:17am PST


Hér má sjá nokkur myndbrot úr lífi tví- og sexburanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert