Borðaði fylgjuna og líður betur

Chrissy Teigen talar opinskátt um líf sitt.
Chrissy Teigen talar opinskátt um líf sitt. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen eignaðist sitt annað barn í vor með eiginmanni sínum John Legend. Teigen sem þjáðist af fæðingarþunglyndi eftir að fyrsta barn þeirra kom í heiminn slapp við það núna. Hún greindi frá því hvað hjálpaði henni að þessu sinni í viðtali á CBS

Eftir fyrstu fæðinguna komst hún í gegnum fæðingarþunglyndið með stuðningi frá eiginmanni sínum og þunglyndislyfjum. Í þetta skiptið borðaði hún hins vegar fylgjuna og telur það hafa komið í veg fyrir að hún gengi í gegnum það sama og í fyrra skiptið.

Teigen er ekki sú eina úr heimi þeirra ríku og frægu sem borðar fylgjuna en á meðan sumir taka fylgjuna inn í töfluformi lýsir Teigen því að í Kaliforníu sé þetta það algengt að fólk hreinlega grilli fylgjuna. 

Þó svo að kvenmaðurinn sé ekki vanur að borða fylgjuna eru mörg önnur spendýr sem gera það. Fylgjan mun vera stútfull af vítamínum, hormónum og næringarefnum og er meðal annars sögð geta hjálpað konum við að koma í veg fyrir fæðingarþunglyndi sem og gagnast í brjóstagjöf. 

Chrissy Teigen og John Legend eiga nú tvö börn.
Chrissy Teigen og John Legend eiga nú tvö börn. AFP
mbl.is