Eignaðist tvíbura 47 ára eftir spá sonarins

Donatella Arpaia eignaðist tvíbura 47 ára.
Donatella Arpaia eignaðist tvíbura 47 ára. skjáskot/Instagram

Stjörnukokkurinn Donatella Arpaia eignaðist tvíbura í lok október. Arpaia sem er 47 ára átti fyrir hinn sjö ára gamla Alessandro með eiginmanni sínum Allan Stewart. Arpaia greindi frá því í viðtali við People að Alessandro hefði átt stóran þátt í því að börnin Noah og Emma komu í heiminn. 

Það er ekki sjálfsagt að geta eignast barn og hvað þá fyrir konu sem er 47 ára. Hjónin voru búin að gefast upp á tæknifrjóvgun eftir nokkrar árangurslausar tilraunir. Voru þau byrjuð að íhuga ættleiðingu þegar sonur þeirra sagðist vera viss um að mamma sín myndi verða ólétt eftir að hann talaði við guð. Hjónin ákváðu því að prófa tæknifrjóvgun einu sinni enn sem varð til þess að Arpaia varð ólétt af tvíburum. 

„Guð sagði mér að þú átt eftir að eignast tvö börn. Það verða strákur og stelpa og nöfnin þeirra verða Noah og Emma,“ segir Arpaia að sonur sinn hafi sagt sér. 

Fyrst fengu hjónin að vita að þau ættu von á tveimur strákum svo spá sonarins virtist ekki vera ganga upp að öllu leyti. Seinna kom í ljós að um rugling hefði verið að ræða og þau ættu von á bæði strák og stelpu. Hjónin gátu því greinilega ekki annað en nefnt þau Noah og Emma þrátt fyrir að hafa ekki verið sannfærð í fyrstu. 

Fjölskylda Arpaia og Stewart fjölgaði um tvo einstaklinga eftir að ...
Fjölskylda Arpaia og Stewart fjölgaði um tvo einstaklinga eftir að sonurinn Alessandro spáði fyrir um það. skjáskot/Instagram
mbl.is