Brjóstabörn kúka mun meira

Flest börn lifa á brjóstamjólk fyrstu mánuðina.
Flest börn lifa á brjóstamjólk fyrstu mánuðina. mbl.is/Thinkstockphotos

Foreldrar með börn á brjósti þurfa að skipta oftar um bleyjur en foreldrar sem eiga börn sem fá bara pela. Í rannsókn sem gerð var á ungabörnum í Frakklandi sem Metro greinir frá kom í ljós að brjóstabörnin hafa tvisvar sinnum oftar hægðir en jafnaldrar þeirra á pela. 

Hafa brjóstabörn hægðir 4,9 sinnum og 3,2 sinnum á dag á sínum fyrsta og öðrum mánuði. Börn í rannsókninni sem fengu formúlumjólk á pela höfðu hins vegar hægðir að meðaltali 2,3 og 1,5 sinnum á sínum fyrsta og öðrum mánuði. 

Það er þó ekki allt betra á móðurmjólkinni en óreglulegar hægðir voru nefnilega þrisvar sinnum líklegri hjá börnum á brjósti, 28 prósent á móti átta prósent. Hægðir brjóstabarna voru einnig mýkri.  

Kúkableyjur er eitthvað sem hljómar ekki vel í eyru þeirra sem eru ekki með ungabörn. Þær geta þó verið gulls í gildi hjá foreldrum ungra barna. Kemur fram að gott þyki ef ungabörn hafi hægðir að minnsta kosti þrisvar á dag fyrstu fjórar til sex vikurnar. 

Kúkableyjur ungabarna eru ekkert til að kvarta yfir.
Kúkableyjur ungabarna eru ekkert til að kvarta yfir. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert