Sjö barna móðir á von á tvíburum

Alana Burns er ekki jafnglöð og þessi kona á meðgöngunni ...
Alana Burns er ekki jafnglöð og þessi kona á meðgöngunni enda hálfhúsnæðislaus á sinni áttundu meðgöngu. mbl.is/Thinkstockphotos

Hin breska Alana Burns virðist vera frjórri en margar konur en Burns, sem er 38 ára gömul og sjö barna móðir, á ekki bara von á einu barni í mars heldur tveimur. Verðandi tvíburamóðirin komst í fréttir í Bretlandi þar sem hún lýsti bágum húsnæðisaðstæðum sínum. 

Greinir Daily Mail frá því að Burns búi í fimm herbergja íbúð fyrir ofan bar. Vegna leka í einu herberginu þarf verðandi níu barna fjölskyldan að láta sér þrjú svefnherbergi og stofu duga. Krefst hún betra húsnæðis af bænum og segir samband sitt við eldri börn sín hanga á bláþræði. 

Tvö barna Burns eru nógu gömul til þess að flytja að heiman en hún á Stewart sem er tvítugur, Bryan sem er 19 ára, Caitlin sem er 16 ára, Leigh 15 ára, Cayden sjö ára, Steven fjögurra ára og Alishu sem er tveggja ára. 

mbl.is