Svona á jólakortið ekki að líta út

Er ungabarnið þitt með byssu á jólamyndinni í ár? Bandarískur ...
Er ungabarnið þitt með byssu á jólamyndinni í ár? Bandarískur ljósmyndari birti eina slíka á Facebook. Skjáskot/Facebook

Sama hversu léleg myndavélin er þá á ekki að vera hægt að klúðra jólakorti af smábörnum enda öll lítil börn einstaklega falleg og sæt. Bandarískur ljósmyndari deildi jólakortamynd á Facebook í byrjun nóvember sem hefur vakið mikla athygli á netinu og birst í fjölmiðlum. Má segja að ljósmyndaranum hafi tekist að gera hið ómögulega og eyðileggja myndina. 

Litla barnið á myndinni er sofandi í bleikum kanínubúning, með stór gleraugu og byssu undir hendi. Á barnið mögulega að líkjast veiðimanninum og héraskinninu í laginu góða en mörgum þykir þó ósmekklegt að hafa lítið smábarn með byssu á jólamynd. 

Ljósmyndarinn tók það fram að barnið hefði ekki verið með alvörubyssu heldur hafi verið um að ræða byssu úr viði. Barnið gat því ekki skotið sig í augað á meðan myndatökunni stóð. 

Þeir sem eiga eftir að taka mynd fyrir jólakortið í ár ættu að fara drífa í því en varast skal að hafa byssu með á myndinni. 

mbl.is