Heimskulegir hlutir sem börn hafa gert

Krakkar taka upp á ýmsu.
Krakkar taka upp á ýmsu. mbl.is/Thinkstockphotos

Það kannast allir við að hafa gert misgáfulega hluti sem börn. Flestir eiga eina góða sögu af sjálfum sér, systkini sínu eða börnum. Twitter-notendur deildu sögum sínum á þræði á Twitter  sem kona stofnaði til og reið hún sjálf á vaðið með skemmtilegri sögu af sjálfri sér. 

Konan sagðist hafa líklega verið fjögurra ára þegar hún setti kúta á fætur sínar og gerði tilraun til þess að ganga á vatni. Það fór þó ekki betur en svo að hún drukknaði næstum því. 

Ein stúlka rakaði á sér hárið þegar hún var fjögurra ára þar sem hún hafði séð föður sinn gera það. Þetta var útkomann.

Einn maður sagðist hafa sett M&M-nammi í eyrun á sér þegar hann var fimm ára svo hann gæti heyrt nammið tala eins og í auglýsingu. 

Ein stúlka sagðist hafa spreyjað ilmvatni á eðluna sína þar sem henni fannst eðlan lykta illa. Eðlan dó. 

Annar netverji klessti á tré þegar hann var þriggja ára. Þegar mamma hans kom til hans sagði hann að tréð hefði ekki fært sig. 

Ein kona segist hafa hlaupið heim og sett sjampó í augun sín eftir að það hefði verið gert grín af henni fyrir að gráta. Sjampóið hét L'Oreal no tears, eða engin tár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert