Er barnið að upplifa kulnun?

Ef við gerum óraunhæfar kröfur til barnanna okkar þá getum …
Ef við gerum óraunhæfar kröfur til barnanna okkar þá getum við búið til umhverfi sem ýtir undir kulnun hjá þeim. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Julie Lythcott-Haims kannast við að taka við nýjum nemendum í Stanford-háskólanum í Bandaríkjunum. Hún þekkir of vel til foreldra sem ýmist vanrækja eða ofala börnin sín. Hún leggur áherslu á að foreldrar átti sig á að meginverkefni foreldra er að elska börnin sín. Kenna þeim að bjarga sér, kenna þeim heilbrigð mörk, að þvo þvottinn sinn, gefa af sér til samfélagsins og taka við öllu hinu kærleiksríka sem samfélagið hefur upp á að bjóða. 

Að mati Lythcott-Haims eru allt of margir foreldrar nú til dags að búa til kulnun hjá börnunum sínum. Með því að leggja meiri áherslu á hvað þau afreka heldur en hver þau eru. Þegar þú spyrð barnið þitt hvernig því gekk í prófum og ert stöðugt að hugsa um hvaða skóla, atvinnu eða íþrótt það ætti að stunda þá býrðu til bælt, þreytt barn að hennar mati. 

Að gefa börnum tækifæri til að reyna á sig sjálf. Að setja heilbrigð mörk og að vera góð manneskja sjálf hjálpar mikið að hennar mati. 

Lythcott-Haims hefur náð til fjölda fólks með bókinni sinni How to Raise an Adult: Break Free of the Overparenting Trap. TED-fyrirlestur hennar er áhugaverður sem og viðtöl við hana í fjölmiðlum á borð við The New York Times 

Kulnun á meðal fullorðinna er ekki eina tegund kulnunar í dag að mati sérfræðinga. Áhugasamir foreldrar eru hvattir til að kynna sér málið frekar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert