Komnar með nóg af óléttuspurningum

Miley Cyrus og Margot Robbie eru giftar en eiga ekki ...
Miley Cyrus og Margot Robbie eru giftar en eiga ekki börn. Samsett mynd

Leikkonan Margot Robbie og söngkonan Miley Cyrus eru báðar giftar og sammála um að fólk geri bara ráð fyrir því að þær eigi von á barni eða séu að plana barneignir. 

Independent greindi frá útvarpsviðtali við Robbie í vikunni þar sem hún lýsti yfir gremju sinni á að það væri enn gert ráð fyrir að barn fylgdi hjónabandi. Robbie sem er 28 ára gekk í hjónaband árið 2016.

Oft er fyrsta spurningin sem Robbie fær í viðtölum hvort hún eigi von á barni og ef ekki hvenær þá. Lýsir hún þessu sem ósamþykktum samfélagssáttmála. „Þú ert gift, nú eignast þú barn. Ekki gera ráð fyrir því. Ég geri það sem ég ætla mér að gera.“

Söngkonan Miley Cyrus hefur einnig fundið fyrir þessu eftir að hún gekk í hjónaband með leikaranum Liam Hemsworth um jólin. People greinir frá því að Cyrus hafi svarað fyrir sig eftir að fréttir af meintri óléttu hennar birtust í vikunni. Lýsti söngkonan sem er 26 ára því yfir að þau ættu ekki von á barni. Sagðist hún þó gleðjast yfir því að fólk væri ánægt fyrir þeirra hönd. „Geta allir látið mig í friði og farið að stara aftur á egg,“ bætti Cyrus við. 

mbl.is