Sultuslök yfir komu fjórða barnsins

Kim Kardashian á von á sínu fjórða barni með Kanye …
Kim Kardashian á von á sínu fjórða barni með Kanye West. mbl.is/AFP

Kim Kardashian á von á fjórða barninu með eiginmanni sínum, Kanye West. Elsta barnið þeirra er bara fimm ára og var Kardashian í fyrstu með smá áhyggjur en það var eitt sem róaði taugar hennar eins og hún greindi frá í þætti Jimmy Fallon. 

„Ég heyrði að fjögurra barna foreldrar væru best upplýstir og rólegastir af öllum foreldrum,“ sagði Kardashian. Rólegastir, já ég heyrði það.“

Kardashian var ekki jafn slök þegar hún eignaðist sitt annað barn þar sem breytingin var svo mikil. Henni leið eins og hún hefði farið frá því að eiga eitt barn yfir í það að eiga ekki bara tvö heldur 20. Segir hún það hafa verið auðveldara að bæta þriðja barninu við svo nú er hún mjög róleg þegar von er á fjórða barninu. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu